Handbolti

Féll allur ketill í eld í seinni hálf­leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson í baráttu við þýska línumanninn Patrick Wiencek í leiknum í dag.
Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson í baráttu við þýska línumanninn Patrick Wiencek í leiknum í dag. getty/Christian Charisius

Íslendingaliðið Melsungen tapaði fyrir Kiel, 37-31, í bronsleiknum í Evrópudeildinni í handbolta karla í dag.

Staðan í hálfleik var jöfn, 18-18, en í seinni hálfleik var Kiel sterkari aðilinn og vann sex marka sigur, 37-31.

Bæði lið töpuðu naumlega í undanúrslitunum í gær; Melsungen fyrir Flensburg, 34-35, og Kiel fyrir Montpellier, 31-32.

Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson skoruðu báðir fimm mörk í leiknum í dag og voru næstmarkahæstir í liði Melsungen á eftir Florian Drosten. Emil Madsen átti stórleik fyrir Kiel og skoraði tólf mörk.

Melsungen er í harðri baráttu um þýska meistaratitilinn. Liðið er í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fimmtíu stig, jafn mörg og topplið Füchse Berlin. Bæði lið eiga fjóra leiki eftir. Magdeburg er í 3. sætinu með 47 stig en á fimm leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×