Skoðun

Sósíal­ista­flokkurinn kaus breytingar

Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Yfir 230 félagsmenn tóku þátt í aðalfundi Sósíalistaflokks Íslands síðastliðinn laugardag, þar sem kosið var í allar stjórnir flokksins. Þar var skýrt val á milli tveggja leiða – og niðurstaðan var skýr: félagsfólk kaus breytingar með afgerandi meirihluta.

Lagabreytingartillögur um svæðisfélög, sem færa valdið til fólksins, voru samþykktar með afgerandi meirihluta.

Ný forysta hefur því tekið við með traustu umboði og skýrri sýn: að endurreisa flokkinn sem lýðræðislega fjöldahreyfingu alþýðunnar.

Við viljum byggja upp opið, aðgengilegt og lifandi flokksstarf þar sem félagsfólk alls staðar af landinu hefur raunverulegt vægi. Til þess ætlum við að:

●Halda mánaðarlega stöðufundi þar sem stjórnir flokksins og kjörnir fulltrúar upplýsa félagsfólk um framvindu mála og samstilla sig í baráttunni.

Valdefla grasrótina með raunverulegri þátttöku í ákvarðanatöku og skipulagi – ekki aðeins á pappír heldur í framkvæmd.

Dreifa valdi með því að styðja við stofnun svæðisfélaga sem fá raunverulegt sjálfstæði og vægi í starfi flokksins.

Við viljum skapa nýtt andrúmsloft þar sem fólk vinnur saman af heilindum, ræðir hreinskilnislega um ágreining og byggir sameiginlega framtíðarsýn. En fyrst og fremst viljum við flokk sem hefur þor – flokk verkafólks sem beitir sér fyrir hagsmunum almennings og bíður auðvaldinu birginn.

Aðalfundurinn markaði tímamót - og gaf skýrt umboð til nýrrar vegferðar. Við bjóðum öllum félagsmönnum að taka þátt í því verkefni að endurnýja flokkinn og byggja upp flokk sem getur orðið raunverulegt vogarafl í þágu almennings.

Við erum rétt að byrja.




Skoðun

Sjá meira


×