Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. maí 2025 17:02 Mary Earps verður ekki með Englandi á EM í sumar. Fran Santiago - The FA/The FA via Getty Images Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar. Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps) Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Mary hefur verið aðalmarkmaður Englands undanfarin átta ár og alls spilað 53 A-landsleiki. Hún var hluti af liði Englands sem vann Evrópumótið 2022 og komst í úrslitaleik heimsmeistaramótsins 2023, þar sem hún var valin besti markmaður mótsins. 🏴 An iconic England career comes to an end 🥺🥇 #WEURO2022 winner🥇 #Finalissima winner 🥈 Women's World Cup runner-up🦁 53 @Lionesses capsCongratulations and best of luck, Mary Earps 👏 pic.twitter.com/XWcTyMkGAr— UEFA Women's EURO 2025 (@WEURO2025) May 27, 2025 Stöðubarátta sem vannst ekki Frá árinu 2024 hefur hún barist um aðalmarkmannsstöðuna við Hannah Hampton, markmann Chelsea. Í apríl síðastliðnum sagði landsliðsþjálfarinn, Sarina Wiegman, að Hampton væri „örlítið á undan“ í baráttunni og yrði líklega aðalmarkmaður Englands á EM. Mary var valin í landsliðshóp Englands fyrir leikina gegn Portúgal og Spáni í Þjóðadeildinni, síðustu leiki liðsins fyrir Evrópumótið í Sviss sem hefst í byrjun júlí. Liðsfélagarnir vonsviknir Hópurinn kom saman í dag, alveg eins og íslenski landsliðshópurinn kom saman í Þrándheimi, og þar tilkynnti Mary ákvörðunina. Breska ríkisútvarpið greinir frá „vonbrigðum“ meðal leikmanna og þjálfara Englands. Vildi að hún gæti spilað að eilífu Mary greindi svo frá ákvörðuninni á Instagram síðu sinni. Þar segir hún „heiður og forréttindi að fá að klæðast ensku landsliðstreyjunni og spila fyrir þjóðina.“ Hún vildi „að hún gæti gert þetta að eilífu en - því miður - þurfa allir góðir hlutir einhvern endi að taka.“ View this post on Instagram A post shared by Mary Earps MBE (@maryearps)
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira