Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar 27. maí 2025 16:03 Dómur Hæstaréttar Íslands í síðustu viku um breytingar á búvörulögum er þýðingarmikill fyrir íslenskt lýðræði og stjórnarskrárbundna þrískiptingu ríkisvaldsins. Í málinu var tekist á um hvort Alþingi hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar gerðar voru verulegar breytingar á frumvarpi við meðferð þess á Alþingi. Umdeildur héraðsdómur í hnotskurn Upphaf málsins má rekja til þess er Alþingi samþykkti undanþágu fyrir kjötafurðastöðvar frá tilteknum ákvæðum samkeppnislaga með breytingu á svonefndum búvörulögum. Innes ehf óskaði eftir að Samkeppniseftirlitið (SKE) léti sig málið varða en fékk synjun og höfðaði í kjölfarið dómsmál á hendur SKE. Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi sem komst að þeirri niðurstöðu að þingmálið hefði ekki verið rætt við þrjár umræður í skilningi 44. gr. Stjórnarskrárinnar og dæmdi lögin því ölögmæt. Mikilvægi málsins fyrir íslenska stjórnskipun Sú staðreynd að Hæstiréttur var skipaður sjö dómurum við meðferð málsins endurspeglar mikilvægi málsins fyrir íslenska stjórnskipun. Niðurstaða réttarins var skýr: Alþingi hefur ríkt og sjálfstætt vald til að ákveða hvernig það mótar lög. Það er fyrst og fremst þingið sjálft – ekki framkvæmdavaldið né dómstólar – sem leggja línurnar um efni og form lagasetningar. Þessi niðurstaða styrkir stöðu þingræðisins þar sem kjörnir fulltrúar á Alþingi fara með löggjafarvaldið, ekki aðrir. Ef þau sjónarmið sem urðu undir í málinu hefðu fengið brautargengi, þá hefði Alþingi í reynd verið gert að einhvers konar stjórnsýslunefnd sem afgreiðir mál eftir forskrift framkvæmdavaldsins. Það hefði verið alvarleg aðför að grundvallarreglunni um þrískiptingu ríkisvaldsins og hlutverki Alþingis sem sjálfstæðs löggjafarvalds og þannig valdamesta hluta ríkisvaldsins. Gagnrýnt var að frumvarpinu hefði verið breytt svo mikið í þinglegri meðferð að það ætti að teljast nýtt mál og því hefði þurft að ræða það að nýju við þrjár umræður og afla umsagna um það á ný. Í dómi Hæstiréttar var lögð áhersla á að Alþingi njóti töluverðs svigrúms til breytinga á lagafrumvörpum, svo framarlega sem grundvallaratriði stjórnarskrárinnar um lýðræðislega og opna umræðu þingmála séu virt. Í dómnum kom einnig fram skýr afstaða til stöðu umsagna í löggjafarstarfi. Umsagnir um lagafrumvörp eru mikilvægar og geta orðið Alþingi til leiðbeiningar, en það er og verður á valdi löggjafans sjálfs að meta inntak og vægi þeirra í lokaafgreiðslu mála. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins leggur orð í belg Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, hefur opinberlega fagnað þessari niðurstöðu. Hann hafði áður bent á að Ísland hefði verulegt svigrúm samkvæmt EES-samningnum til að móta eigin undanþágur frá samkeppnisreglum í landbúnaði og væri ekki bundið af þeim undanþágum sem finna má innan ESB. Baudenbacher telur að dómur Hæstaréttar styrki stöðu Íslands innan EES samstarfsins og staðfesti að löggjafinn hafi verulegt svigrúm til að móta eigin reglur á þessu sviði. EES-samningurinn einn og sér komi ekki í veg fyrir það. Umfjöllun um dóm Hæstaréttar Eftir að dómur Hæstaréttar féll hefur hann mætt harðri gagnrýni frá fulltrúum hagsmunasamtaka innflutningsfyrirtækja og jafnvel SKE sjálfs sem þó var áfrýjandi í málinu og vann það fyrir Hæstarétti þar sem fallist var á dómkröfur þess. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur haldið því fram að SKE eigi og megi hvetja þingmenn til að fella gildandi lög – jafnvel með harkalegri orðræðu þegar umsagnir eru veittar nefndum Alþingis. Þessum skilningi verður að mótmæla. Eins og alþekkt er verða stjórnvöld, hér SKE, að byggja háttsemi sína á lögum en engin lagastoð er fyrir framgöngu SKE í þessu máli. Hér má tiltaka að ákvæði samkeppnislaga, sérstaklega c-liður 8. gr., veitir SKE eingöngu heimild til að benda „stjórnvöldum“ – það er framkvæmdarvaldinu – á leiðir til að bæta samkeppni. Alþingi og alþingismenn falla ekki undir skilgreiningu stjórnvalda í þessu samhengi. Þá kemur skýrt fram í 18. gr. samkeppnislaga að ef SKE telur að ákvæði laga stríði gegn markmiðum laganna og torveldi frjálsa samkeppni þá skulu vekja athygli ráðherra á því í áliti en að lokinni þeirri kynningu skuli álitið birt almenningi. Nú er mál að linni - dómur er fallinn Dómur Hæstaréttar staðfestir með afgerandi hætti að Alþingi er ekki undir hæl framkvæmdavaldsins eða dómstóla, það er hið þjóðkjörna þing sem er hinn raunverulegi löggjafi landsins. Þetta er mikilvægur sigur fyrir íslenskt lýðræði og grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni og með diploma í opinberri stjórnsýslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Dómur Hæstaréttar Íslands í síðustu viku um breytingar á búvörulögum er þýðingarmikill fyrir íslenskt lýðræði og stjórnarskrárbundna þrískiptingu ríkisvaldsins. Í málinu var tekist á um hvort Alþingi hefði brotið gegn stjórnarskránni þegar gerðar voru verulegar breytingar á frumvarpi við meðferð þess á Alþingi. Umdeildur héraðsdómur í hnotskurn Upphaf málsins má rekja til þess er Alþingi samþykkti undanþágu fyrir kjötafurðastöðvar frá tilteknum ákvæðum samkeppnislaga með breytingu á svonefndum búvörulögum. Innes ehf óskaði eftir að Samkeppniseftirlitið (SKE) léti sig málið varða en fékk synjun og höfðaði í kjölfarið dómsmál á hendur SKE. Málið fékk flýtimeðferð fyrir héraðsdómi sem komst að þeirri niðurstöðu að þingmálið hefði ekki verið rætt við þrjár umræður í skilningi 44. gr. Stjórnarskrárinnar og dæmdi lögin því ölögmæt. Mikilvægi málsins fyrir íslenska stjórnskipun Sú staðreynd að Hæstiréttur var skipaður sjö dómurum við meðferð málsins endurspeglar mikilvægi málsins fyrir íslenska stjórnskipun. Niðurstaða réttarins var skýr: Alþingi hefur ríkt og sjálfstætt vald til að ákveða hvernig það mótar lög. Það er fyrst og fremst þingið sjálft – ekki framkvæmdavaldið né dómstólar – sem leggja línurnar um efni og form lagasetningar. Þessi niðurstaða styrkir stöðu þingræðisins þar sem kjörnir fulltrúar á Alþingi fara með löggjafarvaldið, ekki aðrir. Ef þau sjónarmið sem urðu undir í málinu hefðu fengið brautargengi, þá hefði Alþingi í reynd verið gert að einhvers konar stjórnsýslunefnd sem afgreiðir mál eftir forskrift framkvæmdavaldsins. Það hefði verið alvarleg aðför að grundvallarreglunni um þrískiptingu ríkisvaldsins og hlutverki Alþingis sem sjálfstæðs löggjafarvalds og þannig valdamesta hluta ríkisvaldsins. Gagnrýnt var að frumvarpinu hefði verið breytt svo mikið í þinglegri meðferð að það ætti að teljast nýtt mál og því hefði þurft að ræða það að nýju við þrjár umræður og afla umsagna um það á ný. Í dómi Hæstiréttar var lögð áhersla á að Alþingi njóti töluverðs svigrúms til breytinga á lagafrumvörpum, svo framarlega sem grundvallaratriði stjórnarskrárinnar um lýðræðislega og opna umræðu þingmála séu virt. Í dómnum kom einnig fram skýr afstaða til stöðu umsagna í löggjafarstarfi. Umsagnir um lagafrumvörp eru mikilvægar og geta orðið Alþingi til leiðbeiningar, en það er og verður á valdi löggjafans sjálfs að meta inntak og vægi þeirra í lokaafgreiðslu mála. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins leggur orð í belg Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, hefur opinberlega fagnað þessari niðurstöðu. Hann hafði áður bent á að Ísland hefði verulegt svigrúm samkvæmt EES-samningnum til að móta eigin undanþágur frá samkeppnisreglum í landbúnaði og væri ekki bundið af þeim undanþágum sem finna má innan ESB. Baudenbacher telur að dómur Hæstaréttar styrki stöðu Íslands innan EES samstarfsins og staðfesti að löggjafinn hafi verulegt svigrúm til að móta eigin reglur á þessu sviði. EES-samningurinn einn og sér komi ekki í veg fyrir það. Umfjöllun um dóm Hæstaréttar Eftir að dómur Hæstaréttar féll hefur hann mætt harðri gagnrýni frá fulltrúum hagsmunasamtaka innflutningsfyrirtækja og jafnvel SKE sjálfs sem þó var áfrýjandi í málinu og vann það fyrir Hæstarétti þar sem fallist var á dómkröfur þess. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, hefur haldið því fram að SKE eigi og megi hvetja þingmenn til að fella gildandi lög – jafnvel með harkalegri orðræðu þegar umsagnir eru veittar nefndum Alþingis. Þessum skilningi verður að mótmæla. Eins og alþekkt er verða stjórnvöld, hér SKE, að byggja háttsemi sína á lögum en engin lagastoð er fyrir framgöngu SKE í þessu máli. Hér má tiltaka að ákvæði samkeppnislaga, sérstaklega c-liður 8. gr., veitir SKE eingöngu heimild til að benda „stjórnvöldum“ – það er framkvæmdarvaldinu – á leiðir til að bæta samkeppni. Alþingi og alþingismenn falla ekki undir skilgreiningu stjórnvalda í þessu samhengi. Þá kemur skýrt fram í 18. gr. samkeppnislaga að ef SKE telur að ákvæði laga stríði gegn markmiðum laganna og torveldi frjálsa samkeppni þá skulu vekja athygli ráðherra á því í áliti en að lokinni þeirri kynningu skuli álitið birt almenningi. Nú er mál að linni - dómur er fallinn Dómur Hæstaréttar staðfestir með afgerandi hætti að Alþingi er ekki undir hæl framkvæmdavaldsins eða dómstóla, það er hið þjóðkjörna þing sem er hinn raunverulegi löggjafi landsins. Þetta er mikilvægur sigur fyrir íslenskt lýðræði og grundvallaratriði íslenskrar stjórnskipunar. Höfundur er hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni og með diploma í opinberri stjórnsýslu.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun