Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 09:01 Nicolo Zaniolo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fiorentina og gæti núna verið á leið í langt bann. Getty/Giuseppe Maffia Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hinn 25 ára gamli Nicolo Zaniolo er sakaður um skelfilega hegðun eftir leik unglingaliða Fiorentina og Roma í fyrradag. Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann. Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann.
Ítalski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Fleiri fréttir Viðar fylgdi vel eftir og stangaði boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira