„Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2025 09:31 Daníel Guðni verður næsti þjálfari Keflavíkur í Bónus-deild karla. vísir/sigurjón Daníel Guðni Guðmundsson verður næsti þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann segir starfið sé stórt og því fylgi alltaf ákveðin pressa. Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Daníel skrifaði á dögunum undir samning við félagið til næstu tveggja ára. Hann hóf þjálfaraferilinn árið 2015 með kvennaliði Grindavíkur, árið 2016 var hann ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Njarðvíkur þar sem hann var til ársins 2018. Ári seinna tók hann við karlaliði Grindavíkur og hætti með liðið árið 2022. Síðast var hann aðstoðarþjálfari Njarðvíkur á síðasta ári. „Maður þarf að hugsa sig um fyrir svona starf, þetta er náttúrlega mikil skuldbinding. Maður er í vinnu, með fjölskyldu og allskonar önnur verkefni í gangi. Þannig að það er bara eðlilegt. Keflavík er mjög spennandi félag og maður er alinn upp í Njarðvíkunum og alltaf verið þessi rígur á milli. Maður á mikið af vinum og kunningjum í Keflavík og líka hjá sumum í kringum stjórnina þannig að þetta verður spennandi verkefni,“ segir Daníel í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Verða að velja erlenda leikmenn vel „Hvernig deildin er búin að þróast undanfarin ár, þetta er orðið miklu stærra batterí í kjölfarið af mikilli umfjöllun hjá Stöð 2 Sport og þetta er orðið miklu meira. Við sjáum hvernig úrslitakeppnin hefur orðið undanfarin ár. Þetta er alvöru pakki og alvöru djobb.“ Hann segist vilja halda í íslenska kjarna liðsins. „Við erum með nokkra íslenska leikmenn á samning enn þá sem ég er búinn að heyra í í vikunni. Við vonumst til að ná að byggja vel í kringum þá. Þetta eru frábærir leikmenn og það eru líka spennandi ungir strákar að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk sem mér langar líka að sjá á parketinu. Við verðum með einhverjar viðbætur, hvort sem það verða íslenskir leikmenn eða erlendir en það verður bara spennandi. Miðað við reglurnar núna í ár þar sem má vera með fjóra erlenda leikmenn, þá þarf maður að velja vel.“ Daníel hefur nú stýrt öllum suðurnesjaliðunum, Grindavík, Njarðvík og Keflavík. „Það hafa ekki margir gert það, en Sverrir Þór [Sverrisson] gamli þjálfarinn minn hefur gert þetta og Friðrik Ingi [Rúnarsson] hefur verið þarna líka svo maður er kominn í góðan hóp manna.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira