„Þetta mark átti ekki að telja“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. júní 2025 21:52 Sölvi Geir segir þriðja mark Breiðabliks ekki hafa átt að telja, heilt yfir hafi Víkingur ekki átt sigur skilið. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, er sannfærður um að þriðja markið í 3-1 tapi liðsins gegn Breiðabliks hefði ekki átt að standa. Bæði hafi Tobias Thomsen verið rangstæður og brotið af sér. „Hann klárlega hrindir í bakið á [Gunnari Vatnhamar], þannig að það er bara aukaspyrna… Þegar boltanum er spyrnt, þá var [Tobias] rangstæður. Þannig að þetta mark átti ekki að telja“ sagði Sölvi í viðtali eftir leik. Markið sem Sölvi vill meina að hefði ekki átt að standa má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þriðja mark Breiðabliks Breiðablik komst þannig 3-0 yfir snemma í seinni hálfleik, þriðja markið margrómaða gerir yfirleitt út af við leiki og gerði það í þessum líka. „Gerir allavega mun erfiðara fyrir okkur að koma til baka, þannig að það er svekkjandi að svona mark fái að standa. En yfirhöfuð í leiknum vorum við ekki nógu grimmir, sóknarleikurinn ekki nógu djarfur, ekki nógu hugrakkir til að spila í svæðin… Við gerðum það oft á köflum og þá opnaðist vörnin þeirra en þá bara nýttum við það ekki. Stundum gerist það að þú ert ekki á þínum degi og við vorum ekki á okkar degi í dag.“ Víkingar fara nú í tveggja vikna landsleikjahlé, með eins stigs forskot á toppnum í stað sjö stiga forskots sem hefði náðst með sigri. Sölvi er alls ekki ósáttur með stöðuna. „Það er svosem engin krísa eða heimsendir, við erum ennþá á toppnum og yfir heildina er ég mjög sáttur við frammistöðu liðsins. Við komum inn í þetta tímabil á mjög skrítinn hátt. Vorum í Sambandsdeildinni og áttum langt tímabil. Mikið um meiðsli í byrjun móts. Vantaði líka Oliver Ekroth í dag. Ég er mjög stoltur af strákunum, hvað þeir hafa gert fram að þessu og það þýðir ekkert að vorkenna sér of mikið núna. Lærum af þessum, höldum áfram að bæta okkur og ná markmiðum okkar“ sagði Sölvi að lokum. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
„Hann klárlega hrindir í bakið á [Gunnari Vatnhamar], þannig að það er bara aukaspyrna… Þegar boltanum er spyrnt, þá var [Tobias] rangstæður. Þannig að þetta mark átti ekki að telja“ sagði Sölvi í viðtali eftir leik. Markið sem Sölvi vill meina að hefði ekki átt að standa má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Þriðja mark Breiðabliks Breiðablik komst þannig 3-0 yfir snemma í seinni hálfleik, þriðja markið margrómaða gerir yfirleitt út af við leiki og gerði það í þessum líka. „Gerir allavega mun erfiðara fyrir okkur að koma til baka, þannig að það er svekkjandi að svona mark fái að standa. En yfirhöfuð í leiknum vorum við ekki nógu grimmir, sóknarleikurinn ekki nógu djarfur, ekki nógu hugrakkir til að spila í svæðin… Við gerðum það oft á köflum og þá opnaðist vörnin þeirra en þá bara nýttum við það ekki. Stundum gerist það að þú ert ekki á þínum degi og við vorum ekki á okkar degi í dag.“ Víkingar fara nú í tveggja vikna landsleikjahlé, með eins stigs forskot á toppnum í stað sjö stiga forskots sem hefði náðst með sigri. Sölvi er alls ekki ósáttur með stöðuna. „Það er svosem engin krísa eða heimsendir, við erum ennþá á toppnum og yfir heildina er ég mjög sáttur við frammistöðu liðsins. Við komum inn í þetta tímabil á mjög skrítinn hátt. Vorum í Sambandsdeildinni og áttum langt tímabil. Mikið um meiðsli í byrjun móts. Vantaði líka Oliver Ekroth í dag. Ég er mjög stoltur af strákunum, hvað þeir hafa gert fram að þessu og það þýðir ekkert að vorkenna sér of mikið núna. Lærum af þessum, höldum áfram að bæta okkur og ná markmiðum okkar“ sagði Sölvi að lokum.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira