Sérfræðingar ESB gagnrýna áform þess um að útvatna loftslagsmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2025 13:26 Sjálfboðaliðar planta fenjaviði á Balí í Indónesíu. Framkvæmdastjórn ESB íhugar að leyfa aðildarríkjum sambandsins að styðja slík verkefni með kaupum á kolefniseiningum í stað þess að draga úr eigin losun til þess að ná loftslagsmarkmiði sínu fyrir árið 2040. Vísir/EPA Sérstakt vísindaráð Evrópusambandsins í loftslagsmálum gagnrýnir harðlega áform sambandsins um að leyfa aðildarríkjunum að nota alþjóðlegar kolefniseiningar upp í eigin skuldbindingar. Þær megi ekki koma í staðinn fyrir samdrátt í losun aðildarríkjanna sjálfra. Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Framkvæmdastjórn ESB ætlar að kynna á næstunni drög að næsta stóra áfanga í loftslagsaðgerðum sínum, níutíu prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2040. Núverandi markmið gerir ráð fyrir 55 prósent samdrætti fyrir árið 2030 en Ísland er þátttakandi í því. Til þess að liðka fyrir samþykkt nýja markmiðsins fyrir 2040 á meðal aðildarríkjanna er framkvæmdastjórnin sögð ætla að leyfa þeim í fyrsta skipti að telja fram svokallaðar alþjóðlegar kolefniseiningar, fjárfestingar í loftslagsaðgerðum utan þeirra eigin landamæra. Ríki eins og Þýsksland, Frakkland og Pólland hafa farið fram á þetta. Þessu andmælir vísindaráð ESB um loftslagsbreytingar, óháð ráð vísindamanna sem á að veita sambandinu ráð um loftslagsaðgerðir, harðlega í nýrri sextíu blaðsíðna skýrslu. Ráðið segist ekki mæla með því að alþjóðlegar kolefniseiningar verði notaðar í staðinn fyrir samrátt í losun innanlands til þess að ná markmiðunum fyrir 2040. „Það ætti ekki að grafa undan heilindum landsmarkmiðanna með þessum alþjóðlegu aðgerðum,“ sagði Ottmar Edenhofer, formaður vísindaráðsins við fréttamenn í dag, að sögn evrópsku útgáfu blaðsins Politico. Dragi úr samkeppnishæfni og orkuöryggi Yfirlýsingar vísindaráðsins eru sagðar marka tímamót því það hefur ekki áður skipt sér með svo beinum hætti af pólitískum aðgerðum sem eru til umræðu. Séfræðingarnir segja að ef ESB-ríki ákveði að kaupa kolefniseiningar verði þær að vera viðbót við þeirra eigin aðgerðir til þess að draga úr losun, ekki koma í staðinn fyrir þær. Með því að færa samdrátt í losun yfir á önnur ríki væri í raun dregið úr metnaði aðgerða í Evrópu. „Að stefna á lægra markmið setti ekki aðeins árangur ESB að þessu marki í hættu heldur græfi það undan sjálfbærni, samkeppnishæfni til lengri tíma og orkuöryggi á tímum óvissu í alþjóðastjórnmálum,“ segir í skýrslunni sem var gefin út í dag. Talsmaður sambandsins segir framkvæmdastjórnina fagna áliti ráðsins og að innlegg þess verði tekið til skoðunar áður en tillögur um markmiðið fyrir 2040 verða lagðar fram.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira