Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2025 08:51 Eliza Reid trónir nú annan mánuðinn í röð á toppi bóksölulistans með bók sína Diplómati deyr. vísir/hanna Samkvæmt samantekt Félags íslenskra bókaútgefenda leiðir í ljós að fyrrverandi forsetafrú, Eliza Reid, er enn á toppnum með Diplómati deyr. „Þetta er frábær árangur. Hún er í fyrsta sæti listans annan mánuðinn í röð. Og við sendum henni hamingjuóskir með velgengnina,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Athyglisvert má heitaað þetta líklega fjórði krimminn sem nýtir Vestmannaeyjar sem sögusvið. Sá fyrsti var Aska (2008) eftir Yrsu Sigurðardóttur, næst kom Skaði (2021) eftir Sólveigu Pálsdóttur og svo var Yrsa aftur stödd í Vestmannaeyjum í Gættu þinna handa (2022). Þar með er ekki öll sagan sögð því á síðasta ári fóru fram tökur á nýrri glæpaþáttaröð, Friðarhöfn í Vestmannaeyjum og Blink49Studio hefur nýlega tryggt sér réttinn til að vinna kvikmyndahandrit upp úr Diplómati deyr. „Hvers vegna líkin hrannast upp í Vestmannaeyjum verða höfundarnir líklega sjálfir að svara,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir listann endurspegla þá líflegu kiljuútgáfu sem einkennir þennan tíma árs.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Fíbút skimar yfir listann og vill nefna að í þrettánda sæti situr bókin Gæfuspor – gildin í lífinu eftir heimspekinginn Gunnar Hersvein. „Þegar þessi ágæta bók kom fyrst út fyrir tuttugu árum, árið 2005, voru aðrir titlar fyrirferðameiri á fermingar- og útskriftargjafabókamarkaðnum svo sem eins og ljóðasöfn Steins Steinars og Tómasar, Sjálfstætt fólk, Bókin um veginn og Passíusálmarnir. En þessi litla gildishlaðna gæfusporabók hans Gunnars Hersveins hefur á hljóðlegan hátt hafið sig á loft og er fyrir löngu orðin eina allra vinsælasta útskriftargjöfin á markaðnum. Þetta er sígild gjafabók og mættu þær gjarnan sjást fleiri á listanum.“ Bóksölulistinn er annars fjölbreyttur og endurspeglar þá líflegu kiljuútgáfu sem jafnan ræður ríkjum á þessum árstíma. Þar má finna sex skáldverk og sex glæpasögur auk fjögurra fræðibóka, tveggja ástarsagna og tveggja barnabóka. „Það ættu allir að láta það eftir sér að lesa eina góða bók í sumar,“ segir Bryndís óþreytandi að halda á lofti því að fátt jafnist á við lestur góðrar bókar. Bóksölulistinn maí 2025 1. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 2. Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 4. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 5. Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Bara vinir - Abby Jimenez, þýð. Ingibjörg Valsdóttir 7. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 8. Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal 9. Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir 10. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 11. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum - Shirley Jackson, þýð. Gunnhildur Jónatansdóttir 12. Kúbudeilan 1962 - Max Hastings, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson 13. Gæfuspor - Gildin í lífinu ný - Gunnar Hersveinn 14. Útvörðurinn - Lee & Andrew Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson 15. Strákurinn sem las Jules Verne - Almudena Grandes, þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir 16. Bíll og bakpoki - Páll Ásgeir Ásgeirsson 17. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 18. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 19. Gerum samning : jákvæðar leiðir til að hafa áhrif á hegðun barna - Jill C. Dardig og William L. Heward 20. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Þetta er frábær árangur. Hún er í fyrsta sæti listans annan mánuðinn í röð. Og við sendum henni hamingjuóskir með velgengnina,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Athyglisvert má heitaað þetta líklega fjórði krimminn sem nýtir Vestmannaeyjar sem sögusvið. Sá fyrsti var Aska (2008) eftir Yrsu Sigurðardóttur, næst kom Skaði (2021) eftir Sólveigu Pálsdóttur og svo var Yrsa aftur stödd í Vestmannaeyjum í Gættu þinna handa (2022). Þar með er ekki öll sagan sögð því á síðasta ári fóru fram tökur á nýrri glæpaþáttaröð, Friðarhöfn í Vestmannaeyjum og Blink49Studio hefur nýlega tryggt sér réttinn til að vinna kvikmyndahandrit upp úr Diplómati deyr. „Hvers vegna líkin hrannast upp í Vestmannaeyjum verða höfundarnir líklega sjálfir að svara,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir listann endurspegla þá líflegu kiljuútgáfu sem einkennir þennan tíma árs.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Fíbút skimar yfir listann og vill nefna að í þrettánda sæti situr bókin Gæfuspor – gildin í lífinu eftir heimspekinginn Gunnar Hersvein. „Þegar þessi ágæta bók kom fyrst út fyrir tuttugu árum, árið 2005, voru aðrir titlar fyrirferðameiri á fermingar- og útskriftargjafabókamarkaðnum svo sem eins og ljóðasöfn Steins Steinars og Tómasar, Sjálfstætt fólk, Bókin um veginn og Passíusálmarnir. En þessi litla gildishlaðna gæfusporabók hans Gunnars Hersveins hefur á hljóðlegan hátt hafið sig á loft og er fyrir löngu orðin eina allra vinsælasta útskriftargjöfin á markaðnum. Þetta er sígild gjafabók og mættu þær gjarnan sjást fleiri á listanum.“ Bóksölulistinn er annars fjölbreyttur og endurspeglar þá líflegu kiljuútgáfu sem jafnan ræður ríkjum á þessum árstíma. Þar má finna sex skáldverk og sex glæpasögur auk fjögurra fræðibóka, tveggja ástarsagna og tveggja barnabóka. „Það ættu allir að láta það eftir sér að lesa eina góða bók í sumar,“ segir Bryndís óþreytandi að halda á lofti því að fátt jafnist á við lestur góðrar bókar. Bóksölulistinn maí 2025 1. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 2. Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 4. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 5. Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Bara vinir - Abby Jimenez, þýð. Ingibjörg Valsdóttir 7. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 8. Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal 9. Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir 10. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 11. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum - Shirley Jackson, þýð. Gunnhildur Jónatansdóttir 12. Kúbudeilan 1962 - Max Hastings, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson 13. Gæfuspor - Gildin í lífinu ný - Gunnar Hersveinn 14. Útvörðurinn - Lee & Andrew Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson 15. Strákurinn sem las Jules Verne - Almudena Grandes, þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir 16. Bíll og bakpoki - Páll Ásgeir Ásgeirsson 17. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 18. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 19. Gerum samning : jákvæðar leiðir til að hafa áhrif á hegðun barna - Jill C. Dardig og William L. Heward 20. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13