Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2025 08:51 Eliza Reid trónir nú annan mánuðinn í röð á toppi bóksölulistans með bók sína Diplómati deyr. vísir/hanna Samkvæmt samantekt Félags íslenskra bókaútgefenda leiðir í ljós að fyrrverandi forsetafrú, Eliza Reid, er enn á toppnum með Diplómati deyr. „Þetta er frábær árangur. Hún er í fyrsta sæti listans annan mánuðinn í röð. Og við sendum henni hamingjuóskir með velgengnina,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Athyglisvert má heitaað þetta líklega fjórði krimminn sem nýtir Vestmannaeyjar sem sögusvið. Sá fyrsti var Aska (2008) eftir Yrsu Sigurðardóttur, næst kom Skaði (2021) eftir Sólveigu Pálsdóttur og svo var Yrsa aftur stödd í Vestmannaeyjum í Gættu þinna handa (2022). Þar með er ekki öll sagan sögð því á síðasta ári fóru fram tökur á nýrri glæpaþáttaröð, Friðarhöfn í Vestmannaeyjum og Blink49Studio hefur nýlega tryggt sér réttinn til að vinna kvikmyndahandrit upp úr Diplómati deyr. „Hvers vegna líkin hrannast upp í Vestmannaeyjum verða höfundarnir líklega sjálfir að svara,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir listann endurspegla þá líflegu kiljuútgáfu sem einkennir þennan tíma árs.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Fíbút skimar yfir listann og vill nefna að í þrettánda sæti situr bókin Gæfuspor – gildin í lífinu eftir heimspekinginn Gunnar Hersvein. „Þegar þessi ágæta bók kom fyrst út fyrir tuttugu árum, árið 2005, voru aðrir titlar fyrirferðameiri á fermingar- og útskriftargjafabókamarkaðnum svo sem eins og ljóðasöfn Steins Steinars og Tómasar, Sjálfstætt fólk, Bókin um veginn og Passíusálmarnir. En þessi litla gildishlaðna gæfusporabók hans Gunnars Hersveins hefur á hljóðlegan hátt hafið sig á loft og er fyrir löngu orðin eina allra vinsælasta útskriftargjöfin á markaðnum. Þetta er sígild gjafabók og mættu þær gjarnan sjást fleiri á listanum.“ Bóksölulistinn er annars fjölbreyttur og endurspeglar þá líflegu kiljuútgáfu sem jafnan ræður ríkjum á þessum árstíma. Þar má finna sex skáldverk og sex glæpasögur auk fjögurra fræðibóka, tveggja ástarsagna og tveggja barnabóka. „Það ættu allir að láta það eftir sér að lesa eina góða bók í sumar,“ segir Bryndís óþreytandi að halda á lofti því að fátt jafnist á við lestur góðrar bókar. Bóksölulistinn maí 2025 1. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 2. Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 4. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 5. Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Bara vinir - Abby Jimenez, þýð. Ingibjörg Valsdóttir 7. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 8. Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal 9. Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir 10. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 11. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum - Shirley Jackson, þýð. Gunnhildur Jónatansdóttir 12. Kúbudeilan 1962 - Max Hastings, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson 13. Gæfuspor - Gildin í lífinu ný - Gunnar Hersveinn 14. Útvörðurinn - Lee & Andrew Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson 15. Strákurinn sem las Jules Verne - Almudena Grandes, þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir 16. Bíll og bakpoki - Páll Ásgeir Ásgeirsson 17. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 18. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 19. Gerum samning : jákvæðar leiðir til að hafa áhrif á hegðun barna - Jill C. Dardig og William L. Heward 20. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Þetta er frábær árangur. Hún er í fyrsta sæti listans annan mánuðinn í röð. Og við sendum henni hamingjuóskir með velgengnina,“ segir Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Fíbút. Athyglisvert má heitaað þetta líklega fjórði krimminn sem nýtir Vestmannaeyjar sem sögusvið. Sá fyrsti var Aska (2008) eftir Yrsu Sigurðardóttur, næst kom Skaði (2021) eftir Sólveigu Pálsdóttur og svo var Yrsa aftur stödd í Vestmannaeyjum í Gættu þinna handa (2022). Þar með er ekki öll sagan sögð því á síðasta ári fóru fram tökur á nýrri glæpaþáttaröð, Friðarhöfn í Vestmannaeyjum og Blink49Studio hefur nýlega tryggt sér réttinn til að vinna kvikmyndahandrit upp úr Diplómati deyr. „Hvers vegna líkin hrannast upp í Vestmannaeyjum verða höfundarnir líklega sjálfir að svara,“ segir Bryndís. Bryndís Loftsdóttir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir listann endurspegla þá líflegu kiljuútgáfu sem einkennir þennan tíma árs.vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Fíbút skimar yfir listann og vill nefna að í þrettánda sæti situr bókin Gæfuspor – gildin í lífinu eftir heimspekinginn Gunnar Hersvein. „Þegar þessi ágæta bók kom fyrst út fyrir tuttugu árum, árið 2005, voru aðrir titlar fyrirferðameiri á fermingar- og útskriftargjafabókamarkaðnum svo sem eins og ljóðasöfn Steins Steinars og Tómasar, Sjálfstætt fólk, Bókin um veginn og Passíusálmarnir. En þessi litla gildishlaðna gæfusporabók hans Gunnars Hersveins hefur á hljóðlegan hátt hafið sig á loft og er fyrir löngu orðin eina allra vinsælasta útskriftargjöfin á markaðnum. Þetta er sígild gjafabók og mættu þær gjarnan sjást fleiri á listanum.“ Bóksölulistinn er annars fjölbreyttur og endurspeglar þá líflegu kiljuútgáfu sem jafnan ræður ríkjum á þessum árstíma. Þar má finna sex skáldverk og sex glæpasögur auk fjögurra fræðibóka, tveggja ástarsagna og tveggja barnabóka. „Það ættu allir að láta það eftir sér að lesa eina góða bók í sumar,“ segir Bryndís óþreytandi að halda á lofti því að fátt jafnist á við lestur góðrar bókar. Bóksölulistinn maí 2025 1. Diplómati deyr - Eliza Reid, þýð. Magnea J. Matthíasdóttir 2. Seint og um síðir - Claire Keegan, þýð. Helga Soffía Einarsdóttir 3. Franska sveitabýlið - Jo Thomas, þýð. Herdís M. Hübner 4. Mýrarljós - Viveca Sten, þýð. Elín Guðmundsdóttir 5. Aldrei, Aldrei - Colleen Hoover, þýð. Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir 6. Bara vinir - Abby Jimenez, þýð. Ingibjörg Valsdóttir 7. Hefnd Diddu Morthens - Sigríður Pétursdóttir 8. Handbók fyrir ofurhetjur 10 : Allir ljúga - Elias & Agnes Vahlun, þýð. Ingunn Snædal 9. Týr - Julia Donaldson, þýð. Sigríður Ásta Árnadóttir 10. Fiðrildaherbergið - Lucinda Riley, þýð. Valgerður Bjarnadóttir 11. Við höfum alltaf átt heima í kastalanum - Shirley Jackson, þýð. Gunnhildur Jónatansdóttir 12. Kúbudeilan 1962 - Max Hastings, þýð. Magnús Þór Hafsteinsson 13. Gæfuspor - Gildin í lífinu ný - Gunnar Hersveinn 14. Útvörðurinn - Lee & Andrew Child, þýð. Jón Hallur Stefánsson 15. Strákurinn sem las Jules Verne - Almudena Grandes, þýð. Kristín Guðrún Jónsdóttir 16. Bíll og bakpoki - Páll Ásgeir Ásgeirsson 17. Dúkkuverksmiðjan - Júlía Margrét Einarsdóttir 18. Bylur - Íris Ösp Ingjaldsdóttir 19. Gerum samning : jákvæðar leiðir til að hafa áhrif á hegðun barna - Jill C. Dardig og William L. Heward 20. Morð og messufall - Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir
Bókaútgáfa Bókmenntir Tengdar fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13 Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
Eliza Reid efst á bóksölulistanum Félag íslenskra bókaútgefenda hefur gefið út bóksölulista fyrir aprílmánuð og það kemur eflaust einhverjum á óvarta en fyrrverandi forsetafrú trónir þar á toppi með bók sína Diplómati deyr. 8. maí 2025 15:13