Fær bætur 45 árum eftir föðurmissinn: „Varð eiginlega tíu ára aftur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 07:00 Systkinin Guðný, Auður og Hallgrímur Hansen misstu föður sinn í olíuborpallsslysi sem varð 123 að bana árið 1980. Dóttir íslensks manns sem var meðal þeirra 123 sem fórust þegar olíuborpalli hvolfdi nærri Noregi vorið 1980 er himinlifandi með að aðstandendur hinna látnu fái loks miska sinn bættan. Norska þingið samþykkti í gær tillögu um að þeir sem lifðu slysið af auk aðstandenda hinna látnu fengju bætur frá ríkinu. Þann 27. mars 1980 hvolfdi olíuborpallurinn Alexander Kielland nærri Stafangri í Noregi með þeim afleiðingum að 123 starfsmenn af 212 á pallinum fórust. Íslendingur um borð Í tillögunni sem þingið samþykkti í gær með einungis tveimur atkvæðum er samþykkt að yfirvöld viðurkenni ábyrgð á slysinu sjálfu og ábyrgð á misbrestum í framhaldi þess. VG greinir frá vendingum gærdagsins. Guðný Hansen missti föður sinn, Hans Herbert Hansen, í slysinu, aðeins tíu ára gömul. Lík hans fannst aldrei. Guðný er meðal aðstandenda hinna látnu sem eiga von á bótum, 45 árum síðar. Hún hefur setið í stjórn Kielland Nettverket frá árinu 2016. Samtökin hafa barist fyrir rétti eftirlifenda og aðstandenda í eftir slysið, en norska ríkið hefur að sögn borið takmarkaða ábyrgð. Hún segir tíðindi gærdagsins rosalegan létti. „Voru bara drepnir“ Fjölskylda Guðnýjar bjó á Íslandi þegar slysið varð. „Það er náttúrlega hrikalegt að missa föður sinn og eiga engan pabba. Það var eiginlega ekkert í fréttunum um þetta á Íslandi nema bara þegar slysið varð. Þannig að við héldum að þetta hefði bara verið slys. En þegar ég flyt til Noregs og fer í stjórnina, og tala við þá sem lifðu af og safna gögnum, þá uppgötva ég að pabbi og hinir mennirnir sem dóu, voru bara drepnir. Til hægri má sjá olíuborpallinn Alexander L. Kielland. Norsk Oljemuseum Af því að þegar það verður slys þá kemst þú ekki hjá því, þetta er bara slys. En þetta hefði ekki þurft að gerast,“ segir Guðný. Fjöldi rannsókna hefur verið framkvæmdur um aðdraganda og tildrög slyssins. Rannsóknir hafa bent til að lögum og reglum sem áttu að tryggja öryggi mannanna um borð hafi ekki verið fylgt af hálfu norska ríkisins og það beri því ábyrgð á hvernig fór. Skýrsla frá 2021 hafi jafnframt sýnt fram á að norska ríkið hefði ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir að slys eins og þetta kæmi upp. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem Háskólinn við Stafangur sendi frá sér fyrr á árinu, benda til þess að miklir misbrestir hafi orðið af hálfu ríkisins eftir slysið í garð aðstandenda. Þá hafi ríkið ekki greitt aðstandendum hinna látnu neinar bætur. Pabbarnir ekki samir „Á þessum tíma var Noregur mjög ung olíuþjóð og norska ríkið vildi fela það sem fór úrskeiðis,“ segir Guðný. Hún segir Kielland-samtökin hafa unnið baki brotnu að því að berjast fyrir rétti aðstandenda og eftirlifenda, og safna gögnum sér til stuðnings. Allt í sjálfboðavinnu. „Við höfum oft verið alveg að gefast upp. En ég er rosalega stolt af þessari vinnu okkar því við erum búin að heiðra alla sem dóu og alla sem komust af.“ Guðný segir flesta þeirra 89 sem komust lífs af hafa glímt við langvarandi afleiðingar, þunglyndi alkóhólisma, örorku og fleira. Í störfum sínum fyrir Kielland-Nettverket hefur Guðný rætt við starfsmenn sem lifðu slysið af og aðstandendur þeirra sem í því létust. „Þeir krakkar sem fengu pabbana sína heim fengu ekki sömu pabba og þá sem fóru í vinnuna.“ Það var því tilfinningaþrungin stund fyrir Guðnýju og fleiri þegar norska þingið samþykkti tillöguna með naumum meirihluta. Guðný segir framhaldið óljóst en er undir það búin að eitt til tvö ár líði þar til í ljós kemur hve háar upphæðir aðstandendur fá í bætur. „Ég á nefnilega afmæli í dag. Og ég hef aldrei fengið betri afmælisgjöf í lífi mínu. Ég fór að gráta þegar þetta kom í ljós, og varð eiginlega tíu ára aftur.“ Noregur Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þann 27. mars 1980 hvolfdi olíuborpallurinn Alexander Kielland nærri Stafangri í Noregi með þeim afleiðingum að 123 starfsmenn af 212 á pallinum fórust. Íslendingur um borð Í tillögunni sem þingið samþykkti í gær með einungis tveimur atkvæðum er samþykkt að yfirvöld viðurkenni ábyrgð á slysinu sjálfu og ábyrgð á misbrestum í framhaldi þess. VG greinir frá vendingum gærdagsins. Guðný Hansen missti föður sinn, Hans Herbert Hansen, í slysinu, aðeins tíu ára gömul. Lík hans fannst aldrei. Guðný er meðal aðstandenda hinna látnu sem eiga von á bótum, 45 árum síðar. Hún hefur setið í stjórn Kielland Nettverket frá árinu 2016. Samtökin hafa barist fyrir rétti eftirlifenda og aðstandenda í eftir slysið, en norska ríkið hefur að sögn borið takmarkaða ábyrgð. Hún segir tíðindi gærdagsins rosalegan létti. „Voru bara drepnir“ Fjölskylda Guðnýjar bjó á Íslandi þegar slysið varð. „Það er náttúrlega hrikalegt að missa föður sinn og eiga engan pabba. Það var eiginlega ekkert í fréttunum um þetta á Íslandi nema bara þegar slysið varð. Þannig að við héldum að þetta hefði bara verið slys. En þegar ég flyt til Noregs og fer í stjórnina, og tala við þá sem lifðu af og safna gögnum, þá uppgötva ég að pabbi og hinir mennirnir sem dóu, voru bara drepnir. Til hægri má sjá olíuborpallinn Alexander L. Kielland. Norsk Oljemuseum Af því að þegar það verður slys þá kemst þú ekki hjá því, þetta er bara slys. En þetta hefði ekki þurft að gerast,“ segir Guðný. Fjöldi rannsókna hefur verið framkvæmdur um aðdraganda og tildrög slyssins. Rannsóknir hafa bent til að lögum og reglum sem áttu að tryggja öryggi mannanna um borð hafi ekki verið fylgt af hálfu norska ríkisins og það beri því ábyrgð á hvernig fór. Skýrsla frá 2021 hafi jafnframt sýnt fram á að norska ríkið hefði ekki gert nægilega mikið til að koma í veg fyrir að slys eins og þetta kæmi upp. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem Háskólinn við Stafangur sendi frá sér fyrr á árinu, benda til þess að miklir misbrestir hafi orðið af hálfu ríkisins eftir slysið í garð aðstandenda. Þá hafi ríkið ekki greitt aðstandendum hinna látnu neinar bætur. Pabbarnir ekki samir „Á þessum tíma var Noregur mjög ung olíuþjóð og norska ríkið vildi fela það sem fór úrskeiðis,“ segir Guðný. Hún segir Kielland-samtökin hafa unnið baki brotnu að því að berjast fyrir rétti aðstandenda og eftirlifenda, og safna gögnum sér til stuðnings. Allt í sjálfboðavinnu. „Við höfum oft verið alveg að gefast upp. En ég er rosalega stolt af þessari vinnu okkar því við erum búin að heiðra alla sem dóu og alla sem komust af.“ Guðný segir flesta þeirra 89 sem komust lífs af hafa glímt við langvarandi afleiðingar, þunglyndi alkóhólisma, örorku og fleira. Í störfum sínum fyrir Kielland-Nettverket hefur Guðný rætt við starfsmenn sem lifðu slysið af og aðstandendur þeirra sem í því létust. „Þeir krakkar sem fengu pabbana sína heim fengu ekki sömu pabba og þá sem fóru í vinnuna.“ Það var því tilfinningaþrungin stund fyrir Guðnýju og fleiri þegar norska þingið samþykkti tillöguna með naumum meirihluta. Guðný segir framhaldið óljóst en er undir það búin að eitt til tvö ár líði þar til í ljós kemur hve háar upphæðir aðstandendur fá í bætur. „Ég á nefnilega afmæli í dag. Og ég hef aldrei fengið betri afmælisgjöf í lífi mínu. Ég fór að gráta þegar þetta kom í ljós, og varð eiginlega tíu ára aftur.“
Noregur Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira