Í bann fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2025 09:46 Nemanja Matic hefur spilað í Frakklandi frá 2023 en var áður hjá Roma, Manchester United og Chelsea. Getty Serbinn Nemanja Matic, fyrrverandi leikmaður Manchester United og Chelsea, og Egyptinn Ahmed Hassan hafa verið dæmdir í leikbann í Frakklandi, fyrir að hylja skilaboð gegn hommafælni. Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk. Franski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira
Síðustu fimm ár hefur franska 1. deildin í fótbolta lagt baráttunni gegn hommafælni lið með því að leikmenn spili eina umferð með regnbogamerki á búningum sínum. Þetta hefur mætt andstöðu hjá einstaka leikmönnum í deildinni og huldi Matic merkið í leik með Lyon gegn Angers í lokaumferðinni 17. maí, líkt og Hassan gerði í leik með Le Havre gegn Strasbourg. Þeir hafa nú hvor um sig hlotið tveggja leikja bann, auk tveggja leikja skilorðsbundins banns. Samningur Matic rennur út í lok þessa mánaðar og því óvíst að hann spili áfram í Frakklandi. Egypski framherjinn Mostafa Mohamed kaus að spila ekki með liði sínu Nantes í lokaumferðinni, vegna herferðarinnar gegn hommafælni. „Ég trúi á gagnkvæma virðingu. Virðinguna sem við þurfum að sýna öðrum en einnig virðinguna sem við verðum að sýna okkur sjálfum og okkar trú. Hvað mig varðar þá gera ákveðin gildi, sem eiga sér djúpar rætur í mínum bakgrunni og trúarbrögðum, mér erfitt fyrir að taka þátt í þessu framtaki,“ sagði Mohamed á Instagram-síðu sinni fyrir leik. Á síðustu leiktíð var Mohamed Camara, þá miðjumaður Monaco, dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að líma yfir regnbogamerki á treyju sinni. Nokkrir leikmenn Toulouse slepptu leik árið 2023 og sagði félagið það vera vegna óánægju þeirra með að þeir væru nýttir til að styðja við LGBT-fólk.
Franski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Sjá meira