Stuð og stemning á „árshátíð íslenskra þungarokkara“ í Stykkishólmi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. júní 2025 14:06 Bibbi í Skálmöld, Gunnar Sauermann, Dagur Gíslason (Misþyrming) og Guðni Th. Jóhannesson í góðum gír á Sátunni í Stykkishólmi. aðsend/Sátan Þriggja daga þungarokkshátíðin Sátan fer fram Stykkishólmi um helgina en þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin. Fremstu þungarokkshljómsveitir landsins troða upp á hátíðinni ásamt vel völdum erlendum hljómsveitum. „Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“ Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
„Þarna eru þungarokkssveitir, íslenskar og erlendar, að spila, og pönkhljómsveitir og rokksveitir og alls kyns. Svo er fyrirlestradagskrá líka. Þetta er nánast einhvers konar árshátíð íslenskra þungarokkara,“ segir tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddsen er staddur á Sátunni í Stykkishólmi. Hann segir hátíðina hafa gengið frábærlega síðustu daga og hrósar aðstandendum hátíðarinnar. „Gísli Sigmundsson og hans fólk, Gísli úr Sororicide, hafa haldið utan um þetta og þetta er nánast eins og fjölskylduskemmtun. Innileg stemning mikil og fjölskyludublær yfir þessu einhvern veginn, allir í góðum fíling, allir að spjalla og treysta böndin og þetta hefur virkað alveg ótrúlega vel sem tónlistarhátíð,“ segir Arnar. „Allt hefur farið vel fram, fólk er aðallega að drekka Trópí og borða pylsur og spjalla.“ Hér má sjá sveitina Sororicide eftir að þeir stigu á svið í síðasta sinn.aðsend/Sátan Tilfinningar á síðasta gigginu Fjöldi hljómsveita treður upp á hátíðinni sem hófst á fimmtudaginn og lýkur í kvöld. „Íslenska dauðarokkshljómsveitin Sororicide lék sína síðustu tónleika og það var mikið tilfinningaumrót í salnum, stórsveitin Carcass spilaði í gær og allt vitlaust og í kvöld mun Skálmöld ljúka hátíðinni, þannig að þetta eru engin smáræðis nöfn sem eru í gangi hérna,“ segir Arnar. Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er heiðursgestur á hátíðinni en hann tók þátt í ráðstefnuhluta hennar í gær. „Það var verið að ræða hvernig Ásgarður og goðafræðin eru notuð í þungarokki og hann og Bibbi í Skálmöld og Gunnar Sourman, sem er svona risi í alþjóðlegum heimi þungarokksins, sátu þarna og spjölluðu saman. Og hann mætti þarna bara í einhverjum þungarokksbol og með derhúfu og stóð sig eins og hetja, hann Guðni.“
Tónlist Stykkishólmur Tónleikar á Íslandi Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira