Vildi láta reka Heimi í fyrra en eys nú yfir hann lofi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 09:00 Heimir Hallgrímsson hefur fengið sinn skammt af gagnrýni frá írskum knattspyrnuspekingum en er nú farinn að vinna þá á sitt band. Getty/Stephen McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur dregið heldur úr ummælum sem hann lét falla um Heimi Hallgrímsson, þjálfara írska landsliðsins, á síðasta ári. Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Dunphy, sem nú er þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, fór ekki í felur með það að hann væri ekki hrifinn af ráðningu Heimis síðasta sumar. Í pistli sem birtist í september á síðasta ári spyr Dunphy hvort írska knattspyrnusambandið hafi virkilega beðið í sjö mánuði eftir náunga eins og Heimi og segist vera forviða, sár og svekktur og að honum hafi boðið við ráðningunni. Í umræddum pistli segist hann, á sinni 79 ára löngu ævi, aldrei hafa séð hlutina jafn slæma og þá. Þá bætti hann einnig við: „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn,“ og vitnaði þar með í spurningu úr The Star, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. „Það besta sem ég hef séð í mjög langan tíma“ Nú er hljóðið hins vegar annað í Dunphy. Í stuttum pistli sem birtist á Irish Mirror á föstudaginn eys þessi fyrrum landsliðsmaður Írlands lofi yfir Heimi. „Írar voru frábærir í kvöld,“ ritaði Dunphy eftir jafntefli Íra gegn Senegal í vináttuleik á föstudaginn. „Nú þegar ég horfi á undankeppnisleikina fyrir HM skelf ég ekki af ótta. Ungverjar voru einu sinni frábær knattspyrnuþjóð, en það var árið 1954. Þeir eru ömurlegir núna, en við erum að verða betri,“ bætti Dunphy við, en Írar mæta Ungverjum í undankeppni HM í september. „Þetta var frábær frammistaða hjá Írum - sú besta sem ég hef séð í mjög langan tíma.“ „Ástríðufullir, orkumiklir og öflugir. Þetta var frammistaða sem lét mig horfa á Heimi Hallgrímssom í nýju ljósi, mann sem ég hef áður verið óhræddur við að gagnrýna.“ Írar eru taplausir í síðustu þremur leikjum undir stjórn Heimis.David Fitzgerald/Sportsfile via Getty Images „Þegar hann mætti til starfa á síðasta ári talaði hann um að gera Írland að liði sem er erfitt að vinna. Í þessum leik mátti sjá sönnun þess að hugmyndir þjálfarans voru farnar að skila sér inn á völlinn.“ „Við skulum hrósa mönnum þegar þeir eiga það skilið. Það var erfitt að spila á móti Írlandi í kvöld. Það var líka auðvelt að horfa á liðið og auðvelt að líka við þá. Liðið sýndi frammistöðu sem minnti okkur á allt það sem við erum stolt af sem knattspyrnuþjóð,“ sagði Dunphy að lokum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Sjá meira
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn