Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:02 Hrafnhildur Salka Pálmadóttir og félagar í Tindastólsliðinu fá lítinn stuðning á Sauðárkróki að mati Bestu markanna.Þær hvetja Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki til að leggja pening í liðið. Vísir/Samsett mynd Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu Tindastólsliðið og lítinn áhuga bæjarfélagsins á liðinu sínu. Helena bar saman kvennafótboltalið Tindastóls og karlakörfuboltalið félagsins þar sem enginn vill missa af leik. Allt aðra sögu er að segja af kvennaliðinu. Helena tók eftir því hversu fáir mættu á leik Tindastóls og Vals í áttundu umferðinni þar sem heimastelpur tóku stig af Val. „Ég kíkti þangað í heimsókn fyrir fjórum árum og þá var biluð stemmning. Allir rosalega glaðir og mikið í kringum Tindastól,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna? „Nú höfum við alveg séð fréttir af þeim. Þær eru ekki á samning og það vill enginn vera í stjórn. Það búa í kringum 2700 á Króknum og fimm þúsund í öllum Skagafirði. Af hverju taldi ég svona í kringum 46 í stúkunni á þessum leik þegar ég er búin að horfa á kjaftfullt Síki af körfuboltafólki sem elskar liðið sitt,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin: Af hverju vill enginn á Króknum eiga lið í Bestu deild kvenna? „Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna,“ spurði Helena. „Þetta er greinilega áhugavert út af því að þetta lið er að standa sig gríðarlega vel. Að vera með mann eins og Donna [Halldór Jón Sigurðsson] í brúnni. Heimamann sem brennur fyrir þetta. Það eru engir peningar og enginn að sjá um þetta. Kaupfélag Skagfirðinga á bókstaflega allt landið, hvar er Þórólfur,“ spurði Þóra Björg Helgadóttir og var þá að tala um Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það væri ekki dropi í hafið „Hann myndi ekki finna fyrir því og hann gæti gert þetta að ríkasta liði landsins og það væri ekki dropi í hafið,“ sagði Þóra. „Ef Þórólfur ákvæði: Ég ætla að leggja pening í þetta og komast í Evrópukeppni. Þá gæti hann súmmerað aurana sína ég veit ekki hvert,“ sagði Helena. „Ég hef aldrei skilið af hverju það eru svona fáir sem fatta þetta. Þeir ætla að gera þetta karlamegin og eyða alveg grilljónum í staðinn fyrir að eyða einhverju broti. Vitiði hvað væri gaman ef Tindastóll væri topplið,“ sagði Þóra. Það má horfa á þessa umræðu hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Helena tók eftir því hversu fáir mættu á leik Tindastóls og Vals í áttundu umferðinni þar sem heimastelpur tóku stig af Val. „Ég kíkti þangað í heimsókn fyrir fjórum árum og þá var biluð stemmning. Allir rosalega glaðir og mikið í kringum Tindastól,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna? „Nú höfum við alveg séð fréttir af þeim. Þær eru ekki á samning og það vill enginn vera í stjórn. Það búa í kringum 2700 á Króknum og fimm þúsund í öllum Skagafirði. Af hverju taldi ég svona í kringum 46 í stúkunni á þessum leik þegar ég er búin að horfa á kjaftfullt Síki af körfuboltafólki sem elskar liðið sitt,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin: Af hverju vill enginn á Króknum eiga lið í Bestu deild kvenna? „Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna,“ spurði Helena. „Þetta er greinilega áhugavert út af því að þetta lið er að standa sig gríðarlega vel. Að vera með mann eins og Donna [Halldór Jón Sigurðsson] í brúnni. Heimamann sem brennur fyrir þetta. Það eru engir peningar og enginn að sjá um þetta. Kaupfélag Skagfirðinga á bókstaflega allt landið, hvar er Þórólfur,“ spurði Þóra Björg Helgadóttir og var þá að tala um Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það væri ekki dropi í hafið „Hann myndi ekki finna fyrir því og hann gæti gert þetta að ríkasta liði landsins og það væri ekki dropi í hafið,“ sagði Þóra. „Ef Þórólfur ákvæði: Ég ætla að leggja pening í þetta og komast í Evrópukeppni. Þá gæti hann súmmerað aurana sína ég veit ekki hvert,“ sagði Helena. „Ég hef aldrei skilið af hverju það eru svona fáir sem fatta þetta. Þeir ætla að gera þetta karlamegin og eyða alveg grilljónum í staðinn fyrir að eyða einhverju broti. Vitiði hvað væri gaman ef Tindastóll væri topplið,“ sagði Þóra. Það má horfa á þessa umræðu hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira