Vilja sjá Þórólf hugsa líka um konurnar: „Gæti gert þetta að ríkasta liði landsins“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 11:02 Hrafnhildur Salka Pálmadóttir og félagar í Tindastólsliðinu fá lítinn stuðning á Sauðárkróki að mati Bestu markanna.Þær hvetja Þórólf Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki til að leggja pening í liðið. Vísir/Samsett mynd Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu Tindastólsliðið og lítinn áhuga bæjarfélagsins á liðinu sínu. Helena bar saman kvennafótboltalið Tindastóls og karlakörfuboltalið félagsins þar sem enginn vill missa af leik. Allt aðra sögu er að segja af kvennaliðinu. Helena tók eftir því hversu fáir mættu á leik Tindastóls og Vals í áttundu umferðinni þar sem heimastelpur tóku stig af Val. „Ég kíkti þangað í heimsókn fyrir fjórum árum og þá var biluð stemmning. Allir rosalega glaðir og mikið í kringum Tindastól,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna? „Nú höfum við alveg séð fréttir af þeim. Þær eru ekki á samning og það vill enginn vera í stjórn. Það búa í kringum 2700 á Króknum og fimm þúsund í öllum Skagafirði. Af hverju taldi ég svona í kringum 46 í stúkunni á þessum leik þegar ég er búin að horfa á kjaftfullt Síki af körfuboltafólki sem elskar liðið sitt,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin: Af hverju vill enginn á Króknum eiga lið í Bestu deild kvenna? „Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna,“ spurði Helena. „Þetta er greinilega áhugavert út af því að þetta lið er að standa sig gríðarlega vel. Að vera með mann eins og Donna [Halldór Jón Sigurðsson] í brúnni. Heimamann sem brennur fyrir þetta. Það eru engir peningar og enginn að sjá um þetta. Kaupfélag Skagfirðinga á bókstaflega allt landið, hvar er Þórólfur,“ spurði Þóra Björg Helgadóttir og var þá að tala um Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það væri ekki dropi í hafið „Hann myndi ekki finna fyrir því og hann gæti gert þetta að ríkasta liði landsins og það væri ekki dropi í hafið,“ sagði Þóra. „Ef Þórólfur ákvæði: Ég ætla að leggja pening í þetta og komast í Evrópukeppni. Þá gæti hann súmmerað aurana sína ég veit ekki hvert,“ sagði Helena. „Ég hef aldrei skilið af hverju það eru svona fáir sem fatta þetta. Þeir ætla að gera þetta karlamegin og eyða alveg grilljónum í staðinn fyrir að eyða einhverju broti. Vitiði hvað væri gaman ef Tindastóll væri topplið,“ sagði Þóra. Það má horfa á þessa umræðu hér fyrir ofan. Bestu mörkin Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Helena tók eftir því hversu fáir mættu á leik Tindastóls og Vals í áttundu umferðinni þar sem heimastelpur tóku stig af Val. „Ég kíkti þangað í heimsókn fyrir fjórum árum og þá var biluð stemmning. Allir rosalega glaðir og mikið í kringum Tindastól,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna? „Nú höfum við alveg séð fréttir af þeim. Þær eru ekki á samning og það vill enginn vera í stjórn. Það búa í kringum 2700 á Króknum og fimm þúsund í öllum Skagafirði. Af hverju taldi ég svona í kringum 46 í stúkunni á þessum leik þegar ég er búin að horfa á kjaftfullt Síki af körfuboltafólki sem elskar liðið sitt,“ sagði Helena. Klippa: Bestu mörkin: Af hverju vill enginn á Króknum eiga lið í Bestu deild kvenna? „Af hverju vill enginn eiga lið í Bestu deild kvenna,“ spurði Helena. „Þetta er greinilega áhugavert út af því að þetta lið er að standa sig gríðarlega vel. Að vera með mann eins og Donna [Halldór Jón Sigurðsson] í brúnni. Heimamann sem brennur fyrir þetta. Það eru engir peningar og enginn að sjá um þetta. Kaupfélag Skagfirðinga á bókstaflega allt landið, hvar er Þórólfur,“ spurði Þóra Björg Helgadóttir og var þá að tala um Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. Það væri ekki dropi í hafið „Hann myndi ekki finna fyrir því og hann gæti gert þetta að ríkasta liði landsins og það væri ekki dropi í hafið,“ sagði Þóra. „Ef Þórólfur ákvæði: Ég ætla að leggja pening í þetta og komast í Evrópukeppni. Þá gæti hann súmmerað aurana sína ég veit ekki hvert,“ sagði Helena. „Ég hef aldrei skilið af hverju það eru svona fáir sem fatta þetta. Þeir ætla að gera þetta karlamegin og eyða alveg grilljónum í staðinn fyrir að eyða einhverju broti. Vitiði hvað væri gaman ef Tindastóll væri topplið,“ sagði Þóra. Það má horfa á þessa umræðu hér fyrir ofan.
Bestu mörkin Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira