Chivu tekur við Inter Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 16:01 Cristian Chivu hefur starfað síðustu sex ár hjá ungmennaliðum Inter, með stuttu stoppi hjá Parma á síðasta tímabili. Mattia Ozbot - Inter/Inter via Getty Images Cristian Chivu hefur tekið við störfum sem þjálfari Inter í ítölsku úrvalsdeildinni og gert samning til ársins 2027. Hann er fyrrum leikmaður félagsins og hefur starfað þar sem þjálfari unglingaliða en er með litla reynslu sem aðalþjálfari. Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því. Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Chivu er 44 ára gamall Rúmeni sem lagði skóna á hilluna árið 2014 eftir að hafa eytt síðustu sjö árum ferilsins hjá Inter, þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina og ítölsku úrvalsdeildina þrisvar. Chivu var með eftirminnilegan hjálm á höfði þegar Inter vann Meistaradeildina 2010. Giuseppe Bellini/Getty Images Fyrir sex árum síðan hóf hann að starfa sem þjálfari hjá ungmennaliðum Inter og frá 2021 var hann yfirþjálfari Primavera akademíunnar. Í upphafi þessa ári tók hann við fyrsta aðalþjálfarastarfinu, hjá Parma sem var í fallsæti í ítölsku úrvalsdeildinni. Undir stjórn Chivu tókst liðinu að bjarga sér frá falli en hann er nú hættur eftir aðeins þrettán leiki við stjórnvölinn. Inter tilkynnti svo ráðningu Chivu rétt áðan. Una nuova pagina da scrivere 🖊️Cristian Chivu è il nostro nuovo allenatore 🇷🇴#ForzaInter #WelcomeCristian— Inter ⭐⭐ (@Inter) June 9, 2025 Eftir stærsta tap sögunnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar ákvað Simone Inzaghi að hætta störfum hjá Inter og taka við Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Undir stjórn Inzaghi frá 2021 varð Inter ítalskur meistari í fyrra og vann tvo bikarmeistaratitla auk ítalska ofurbikarsins í þrígang. Auk þess að komast tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en tapa í bæði skipti. Chivu var ekki efstur á óskalista Inter heldur Cesc Fabregas, þjálfari Como, en forseti Como gaf Inter ekki leyfi til að tala við hann. Þá var Patrick Vieira, þjálfari Genoa, einnig nefndur sem mögulegur arftaki Inzaghi en ekkert varð af því.
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira