„Óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers“ Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 12:00 Elísabet Gunnarsdóttir er á leið á EM í Sviss sem landsliðsþjálfari Belgíu. Hún tók við liðinu í janúar. Getty/Alex Bierens de Haan Samkvæmt belgískum miðlum kom ekkert sérstaklega á óvart í vali Elísabetar Gunnarsdóttur á EM-hópi Belgíu fyrir mótið sem hefst í Sviss eftir þrjár vikur. Hún segir sjálf óhjákvæmilegt að nú séu einhers staðar brostin hjörtu. Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir. EM 2025 í Sviss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Ef vel fer hjá Belgíu og Íslandi gæti svo farið að Elísabet stýri Belgum gegn löndum sínum í 8-liða úrslitum mótsins. Belgar leika í B-riðli og byrja á leik við Ítalíu 3. júlí, mæta næst heimsmeisturum Spánar 7. júlí og loks Portúgölum 11. júlí. Tvö efstu lið riðilsins komast í 8-liða úrslit og spila við lið úr A-riðli Íslendinga. Elísabet hefur nú valið þá 23 leikmenn sem verða í EM-hópnum og sett fimm leikmenn á varalista. Allir helstu lykilmenn Belgíu eru í hópnum, þar á meðal Tessa Wullaert og Marie Detruyer úr Inter, Janice Cayman úr Leicester og Kassandra Missipo úr Sassuolo. Ekki í miklum vafa um neitt Elísabet sagði hins vegar við belgíska miðla að hún hefði fyrst og fremst horft til þess í hvaða formi leikmenn væru þessa stundina: „Það mikilvægasta fyrir mér við að velja þessa 23 leikmenn var að skoða hverjar myndu standa sig best fyrir Belgíu á þessu augnabliki. Miðað við það sem ég hef séð á æfingum og í leikjum þá eru þetta bestu leikmennirnir þessa stundina,“ sagði Elísabet sem er að mestu með þann hóp sem hún treysti á í Þjóðadeildinni. „Maður hikar alltaf varðandi eitthvað. Ég er búin að sjá marga leikmenn standa sig svo vel. Ég fann virkilega hve erfitt er að leiða landslið og þurfa að velja 23 bestu leikmennina. Það er óhjákvæmilegt að maður brjóti hjarta einhvers. Þetta er erfitt fyrir þjálfara en það var ekkert stórt vafamál. Þetta eru 23 bestu leikmennirnir þessa stundina. Ég fylgi alltaf hjartanu í þessu,“ sagði Elísabet. From grassroots to the #WEURO2025 🇨🇭 pic.twitter.com/zPnnruerWl— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) June 11, 2025 EM-hópur Belgíu Markmenn: Lisa Lichtfus, Femke Bastiaen, Nicky Evrard. Varnarmenn: Isabelle Iliano, Davina Philtjens, Amber Tysiak, Janice Cayman, Laura Deloose, Zenia Mertens, Jill Janssens, Sari Kees. Miðjumenn: Kassandra Missipo, Jarne Teulings, Justine Vanhaevermaet, Sarah Wijnants, Marie Detruyer, Tine De Caigny, Elena Dhont. Sóknarmenn: Tessa Wullaert, Jassina Blom, Hannah Eurlings, Ella Van Kerkhoven, Mariam Toloba. Til vara: Nia Elyn, Lore Jacobs, Jasmyn Mathys, Lisa Petry og Luna Vanzeir.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira