Tannlæknir keppir á opna bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 09:30 Matt Vogt valdi tannlæknanámið yfir golfið en nú fær hann að upplifa draum sinn sem kylfingur og keppa á risamóti. Getty/Patrick Smith Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag en óþekktur kylfingur hefur vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína á mótinu. Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira