Þetta eru börnin sem ég hef áhyggjur af í skólakerfinu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 12. júní 2025 10:47 Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa góðar fyrirmyndir sem hafa kennt þeim að sýna hugrekki og seiglu til að ná markmiðum sínum. Ég hef ekki áhyggjur af þeim börnum sem hafa tileinkað sér vaxandi hugarfar. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem tala sig sjálf niður og vaða yfir aðra með yfirgangi og skítkasti. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem sjá ekki tilganginn með því að læra það sem verið er að kenna þeim í skyldunáminu. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segja að þau þurfi ekki að læra því þau ætli að verða Youtube-arar eða samfélagsmiðlastjörnur þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem segjast ekki þurfa að vera í skóla því að foreldrar þeirra hafi það fínt þrátt fyrir að hafa enga menntun. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem búa í samfélagi sem þau vita ekkert um né hafa nokkurn áhuga á að kynnast. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa hvorki góðan grunn í móðurmáli sínu né því tungumáli sem talað er í því landi sem þau búa í. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem koma hingað til landsins og segjast ekki ætla að læra íslensku því að þau ætli ekki að búa hér á landi þegar þau verða stór. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem ekki er talað við né lesið fyrir heima. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem eru fædd hér á landi eða eru aðflutt og hafa ekki orðaforða til að skilja það sem þau heyra. Ég hef áhyggjur af þeim börnum sem hafa ekki góðar fyrirmyndir í lífinu. Það er erfitt og oft á tíðum ógerlegt að kenna barni eða leiðbeina sem vill ekki læra eða taka leiðsögn. Allt of mörg börn fara í gegnum skyldunám sitt hér á landi með hangandi haus og ætla síðan að taka sig á í 10. bekk til að komast inn í rétta skólann en staðreyndin er sú að þú þjappar ekki tíu ára skólagöngu á eitt ár. Þeir kennarar sem ég hef starfað með og þekki til eru flestir boðnir og búnir til að finna leiðir sem henta þeirra nemendum til að ná sem mestum árangri. Margir þessir kennarar eru með hugann við starf sitt út fyrir hefðbundinn vinnutíma og eru tilbúnir að ganga skrefinu lengra til farsældar fyrir börn. En þrátt fyrir þessi auka skref þá gengur oft erfiðlega að ná til ákveðins hóps nemenda. Oft er sagt á tyllidögum að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og eru það orð að sönnu. Það þarf hugrekki til að vera gott foreldri. Góð gildi þarf að kenna og mennskuna að næra. Vegferð hvers einstaklings byrjar við fæðingu og skiptir miklu máli að byggja sterkan grunn strax frá byrjun. Hlutverk foreldra er veigamikið og gott samstarf við þá sem eru inni í lífi hvers barns mikilvægt. Núna eru grunnskólanemendur farnir út í sumarið. Sum þeirra hafa gott og sterkt bakland en önnur ekki. Hjálpumst að við að byggja bjargir og finna verkfæri til að hjálpa þeim börnum sem standa höllum fæti. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkur hennar. Gleðilegt barnvænt sumar, Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari í grunnskóla og stjórnarmeðlimur í KFR
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun