Bieber í basli: „Ég veit að ég er skemmdur“ Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2025 21:07 Justin Bieber segist meðvitaður um að hann sé „skemmdur“ en hann geti ekki bætt sig. Getty/XNY Justin Bieber, tónlistarmaðurinn og Íslandsvinurinn heimsfrægi, segist meðvitaður um að hann eigi bágt. Í einlægri færslu á Instagram, eftir að geðheilsa hans hefur verið mikið milli tannanna á fólki, segist Bieber eiga í vandræðum með skapið, og hann sé í raun skemmdur en geti ekki lappað upp á sig, ef svo má segja. Undanfarna mánuði hefur Bieber birt margar færslur sem þótt hafa sérkennilegar á Instagram og sömuleiðis hefur hann birt mjög margar færslur á köflum. Þetta hefur leitt til töluverðrar umræðu um geðheilsu stórstjörnunnar. Sjá einnig: Hefndi sín í tilefni af feðradeginum Í færslu sem hann birti á Instagram í dag skrifaði Bieber að fólk væri sífellt að segja honum að jafna sig. „Haldið þið að ef ég gæti bætt mig væri ég ekki löngu búinn að því?“ spurði Bieber. Hann sagðist einnig meðvitaður um að hann væri skemmdur og að hann ætti í vandræðum með skap sitt. Bieber sagðist hafa reynt alla sína ævi að verða betri, eins og fólk hafi ítrekað sagt honum. „Það hefur bara gert mig enn þreyttari og reiðari.“ Hann sagði Jesús þann eina sem fengi hann til að reyna að láta líf sitt snúast um aðra. „Því ég er ef satt skal segja örþreyttur á því að hugsa um mig að undanförnu,“ skrifaði Bieber og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru ekki einnig þreyttir á því. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Kallaði fyrrverandi vin sinn aumingja Færslan einlæga kemur, eins og bent er á í frétt E, í kjölfar annarrar þar sem Bieber birti skjáskot af samskiptum sínum við fyrrverandi vin sinn. Á þeim skjáskotum virtist Bieber skamma þennan vin sinn fyrir að reyna að draga úr tilfinningum sínum og segist ekki gera það fyrir nokkurn mann. „Átök eru hluti af sambandi. Ef þér líkar ekki við reiði mína, líkar þér ekki við mig,“ skrifaði Bieber. Hann sagði reiðina vera viðbrögð við þeim sársauka sem hann hefði orðið fyrir. Þá virtist Bieber segja vin sinn vera kvikindislegan fyrir að biðja særða manneskjum um að vera ekki særð. Vinurinn sagðist ekki vanur því að veist væri að sér með þessum hætti en sagðist skilja og finna fyrir reiði Biebers, samkvæmt skjáskotinu. Við það virtist Bieber reiðast og sagði vináttunni lokið. Hann myndi ekki sætta sig við að maður líkti reiði hans við það að veitast að einhverjum. „Ég var ekki að grínast þegar ég sagði þér að ég þyrfti ekki á þér að halda sem vini,“ skrifaði Bieber. „Ég á góða vini. Sem virða þessi mörk mín.“ Því næst kallaði hann þennan fyrrverandi vinn sinn aumingja, sendi honum fingurinn og sagði honum að láta sig í friði. Þegar vinurinn spurði: „Er ég aumingi?“ svaraði Bieber með því að blokka hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Hollywood Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. 30. apríl 2025 10:39 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Bieber birt margar færslur sem þótt hafa sérkennilegar á Instagram og sömuleiðis hefur hann birt mjög margar færslur á köflum. Þetta hefur leitt til töluverðrar umræðu um geðheilsu stórstjörnunnar. Sjá einnig: Hefndi sín í tilefni af feðradeginum Í færslu sem hann birti á Instagram í dag skrifaði Bieber að fólk væri sífellt að segja honum að jafna sig. „Haldið þið að ef ég gæti bætt mig væri ég ekki löngu búinn að því?“ spurði Bieber. Hann sagðist einnig meðvitaður um að hann væri skemmdur og að hann ætti í vandræðum með skap sitt. Bieber sagðist hafa reynt alla sína ævi að verða betri, eins og fólk hafi ítrekað sagt honum. „Það hefur bara gert mig enn þreyttari og reiðari.“ Hann sagði Jesús þann eina sem fengi hann til að reyna að láta líf sitt snúast um aðra. „Því ég er ef satt skal segja örþreyttur á því að hugsa um mig að undanförnu,“ skrifaði Bieber og spurði fylgjendur sína hvort þeir væru ekki einnig þreyttir á því. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) Kallaði fyrrverandi vin sinn aumingja Færslan einlæga kemur, eins og bent er á í frétt E, í kjölfar annarrar þar sem Bieber birti skjáskot af samskiptum sínum við fyrrverandi vin sinn. Á þeim skjáskotum virtist Bieber skamma þennan vin sinn fyrir að reyna að draga úr tilfinningum sínum og segist ekki gera það fyrir nokkurn mann. „Átök eru hluti af sambandi. Ef þér líkar ekki við reiði mína, líkar þér ekki við mig,“ skrifaði Bieber. Hann sagði reiðina vera viðbrögð við þeim sársauka sem hann hefði orðið fyrir. Þá virtist Bieber segja vin sinn vera kvikindislegan fyrir að biðja særða manneskjum um að vera ekki særð. Vinurinn sagðist ekki vanur því að veist væri að sér með þessum hætti en sagðist skilja og finna fyrir reiði Biebers, samkvæmt skjáskotinu. Við það virtist Bieber reiðast og sagði vináttunni lokið. Hann myndi ekki sætta sig við að maður líkti reiði hans við það að veitast að einhverjum. „Ég var ekki að grínast þegar ég sagði þér að ég þyrfti ekki á þér að halda sem vini,“ skrifaði Bieber. „Ég á góða vini. Sem virða þessi mörk mín.“ Því næst kallaði hann þennan fyrrverandi vinn sinn aumingja, sendi honum fingurinn og sagði honum að láta sig í friði. Þegar vinurinn spurði: „Er ég aumingi?“ svaraði Bieber með því að blokka hann. View this post on Instagram A post shared by Justin Bieber (@justinbieber)
Hollywood Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46 Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01 Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. 30. apríl 2025 10:39 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Sjá meira
Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Justin Bieber hefur nú opinberlega staðfest að hann sé ekki meðal þeirra sem hafa sakað Sean „Diddy“ Combs um kynferðisbrot. Réttarhöld yfir Diddy hófust í síðustu viku og standa enn yfir. 16. maí 2025 14:46
Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Árið 2009 skaust ungur kanadískur tónlistarmaður upp á stjörnuhimininn með laginu One Time. Það sem fáir vissu kannski á þeim tíma var að hann ætti eftir að breyta gangi poppsögunnar og verða einhver stærsta stjarna okkar samtíma. Tónlistarmaðurinn heitir Justin Bieber. 7. maí 2025 07:01
Justin Bieber nýtur sín norður í landi Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri. 30. apríl 2025 10:39