Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 11:35 Jón Daði Böðvarsson virðist hafa spilað sinn síðasta leik í enska boltanum. Getty/James Baylis Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum. Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“ Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Jón Daði virðist því hafa lokið sínum atvinnumannaferli erlendis en það gerði hann með liði Burton Albion sem hann spilaði með síðasta hálfa árið. Í kveðju til stuðningsmanna Burton kveðst Selfyssingurinn hafa viljað ljúka tíma sínum á Englandi á góðum nótum og það tókst því Jón Daði skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu fyrir Burton. Ekkert annað en fall virtist blasa við liðinu þegar Jón Daði kom en á endanum hélt Burton sér í ensku C-deildinni, stigi frá fallsæti. Jón Daði lék áður með Wrexham, Bolton, Millwall, Reading og Wolves á Englandi, eftir að hafa spilað með Kaiserslautern í Þýskalandi og Viking í Noregi en hann hóf meistaraflokksferil sinn heima á Selfossi. Ljóst er að Jón Daði, sem er 33 ára og á að baki 64 A-landsleiki, ætlar að halda áfram að spila fótbolta en nú á Íslandi. Í kveðju sinni skrifar hann: „Takk Burton Albion fyrir stuttan en samt eftirminnilegan tíma. Það var alltaf sú hugsun í höfðinu á mér að áður en ég flytti endanlega heim þá myndi ég geta kvatt með jákvæðum hætti hvað fótboltann varðar, og ég vona að mér hafi tekist það á einhvern hátt. Þótt ég hefði viljað vera áfram þá tel ég að þetta sé rétti tíminn fyrir mig og fjölskyldu mína að flytja heim til Íslands, eftir að hafa búið í næstum 10 ár í Englandi og alls 13 ár erlendis. Ég vona að þið skiljið ákvörðun mína. Ferðalag mitt mun halda áfram, bara ekki lengur erlendis.“
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira