Farið í gegnum „kolefnisþakið“ eftir þrjú ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. júní 2025 13:31 Stígvélaðir ferðamenn sitja við veitingastað í mikilli flóðatíð í Feneyjum árið 2019. Reikna má með afdrifaríkari sjávarflóðum í hlýnandi heimi. Vísir/EPA Útlit er fyrir að uppsafnaður styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar verði nægur til þess að valda hlýnun umfram 1,5 gráður eftir þrjú ár miðað við núverandi losun mannkynsins. Verulega hefur hert á hlýnun jarðar þótt orkuskipti hafi dregið úr hraða aukningarinnar. Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við. Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Ný úttekt tuga helstu loftslagsvísindamanna heims dregur upp dökka mynd af þróun loftslags jarðar. Þrátt fyrir að hættan hafi verið ljós í áratugi hefur mannkynið haldið áfram að dæla gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið af miklum móð, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Vísindamennirnir áætla að ef menn ætla sér að halda hlýnun innan við 1,5 gráður á þessari öld, metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins, megi þeir aðeins losa um 130 milljarða tonna af koltvísýringi til viðbótar. Árið 2020 var þetta svokallaða „kolefnisþak“ áætlað um fimm hundruð milljarðar tonnar. Miðað við að mannkynið losar um það bil fjörutíu milljarða tonna af koltvísýringi á hverju ári verður styrkur hans í lofthjúpnum kominn umfram þau mörk sem þarf til að valda 1,5 gráðu hlýnun eftir þrjú ár. Einhver ár liðu þar til hlýnunin sjálf næði þeim hæðum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins um úttektina. „Hlutirnir eru á leiðina í ranga átt. Við sjáum fordæmalausar breytingar og við sjáum líka að það herðir á hitun jarðar og hækkun sjávarmáls,“ segir Piers Forster, forstöðumaður loftslagsstofnunar Háskólans í Leeds á Englandi. Talið er að styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum hafi ekki verið hærri en nú í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Aldrei hlýnað eins hratt Hlýnun jarðar af völdum manna mælist nú um 1,36 gráður miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu, um 0,27 gráður á áratug. Það er mun hraðar en nokkuð sem þekkist í jarðsögunni. Það sem veldur vísindamönnunum ekki síst áhyggjum er að hlýnunin er hraðari nú en áður. Síðasta rúma áratuginn hefur hlýnað tvöfalt hraðar en á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fjórðungi hraðar en á seinni hluta fyrsta áratugs þessarar aldar og á öðrum áratugnum. „Það er virkilega stór tala, mjög kvíðavænleg tala,“ segir Matthew Palmer frá Veðurstofu Bretlands. Ástæðan fyrir því hversu hratt kolefnisþakið nálgast er bæði áframhaldandi metlosun gróðurhúsalofttegunda en einnig framfarir í vísindalegu mati á áhrifum hennar. Minnkandi loftmengun spilar einnig hlutverk en mengunaragni í andrúmslofti endurvarpa sólarljósi út í geim og hafa þannig kólnunaráhrif. Langstærstur hluti þessarar umframorku sem aukin gróðurhúsaáhrif halda við yfirborð jarðar hefur endað í hafinu, um níutíu prósent. Áætlað er að yfirborð sjávar hækki um tvöfalt hraðar nú en á 10. áratug síðustu aldar, bæði vegna útþenslu sjávar og bráðnunar jökla á landi. Binding geti ekki endilega snúið áhrifum hlýnunar alveg við Líkt og áður undirstrika vísindamennirnir að þrátt fyrir að hlýnun fari umfram þau mörk sem mannkynið hefur sett sér þá skipti hvert einasta brot úr gráðu máli fyrir veðuröfgar, bráðnun íss og hækkun sjávarstöðu. Kolefnisföngun og binding er nauðsynleg til þess að koma böndun á losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnferlum þar sem erfitt er að koma í veg fyrir hana. Slíkar aðferðir þarf einnig til þess að ná meðalhita jarðar niður ef hlýnun fer út fyrir þau mörk sem menn telja sig geta lifað við. Vísindamennirnir vara aftur á móti við því að menn reiði sig á slíkar aðferðir til þess að leysa loftslagsvandann sem slíkan. Eftir því sem hlýnunin verður meiri séu minni líkur á því að kolefnisföngun og binding geti algerlega snúið áhrifum hennar við.
Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Vísindi Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira