Hvar er fyrirsjáanleikinn, forsætisráðherra? Monika Margrét Stefánsdóttir skrifar 24. júní 2025 13:31 Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins, 23. júní 2025, sit ég hugsi yfir því hvernig forsætisráðherra landsins leyfir sér að mæta í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins, fjölmiðils allra landsmanna, og halda því fram að minnihlutinn á Alþingi gangi erinda fjögurra til fimm fjölskyldna í landinu með því að samþykkja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Fyrirsjánaleiki – Aðdragandi – Hvernig hlutir eru gerðir Þetta voru meðal þeirra orða sem Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, notaði í tengslum við nauðsyn hækkunar veiðigjalda í aðdraganda síðustu kosninga. Hún ferðaðist milli staða og talaði skýrt um mikilvægi þess að auka arðsemi sjávarauðlindarinnar fyrir samfélagið í heild. Það var bæði réttmætt og skiljanlegt sjónarmið. En jafnframt lagði hún ríka áherslu á að slíkar breytingar þyrftu að eiga sér stað í áföngum, með langtímasýn og í samstarfi við greinina. Sérstaklega kom fram að breytingarnar ættu að taka allt að tíu ár og að óvissa milli kjörtímabila væri ekki ásættanleg fyrir greinina. Það hljómaði skynsamlega. En hvað varð um þessi fyrirheit? Hvar er fyrirsjánaleikinn sem lofað var? Hvar var aðdragandinn að þeirri ákvörðun sem nú blasir við? Og hvernig stendur á því að frumvarp, sem hefur víðtæk áhrif á heilu byggðirnar, er kynnt með þessum hætti , með litlu sem engu samráði, í flýti og ásamt pólitískum árásum á þá sem leyfa sér að spyrja gagnrýninna spurninga? Við sem búum í Dalvíkurbyggð þekkjum vel mikilvægi sjávarútvegsins, ekki einungis fyrir atvinnulífið heldur fyrir samfélagið í heild. Þegar stjórnendur fyrirtækja, sjómenn, fólk í vinnslum ásamt fólki sem starfar í tengdum atvinnurekstri vita ekki hvaða breytingar eru í vændum og þær eru kynntar með skömmum fyrirvara, án samráðs, þá er það ekki fyrirsjáanleiki. Það er óvissa sem grefur undan trausti og stöðugleika. Enginn er að andmæla því að sjávarútvegurinn eigi að skila réttlátum arði til samfélagsins. En aðferðin skiptir máli. Þegar breytingar eru kynntar með þeim hætti sem nú hefur verið gert, í flýti og án raunverulegrar samræðu við hagsmunaaðila, þá er ekki lengur um fyrirsjánaleika að ræða, heldur pólitíska skyndiákvörðun. Það er heldur ekki í anda lýðræðislegrar umræðu að saka minnihlutann á Alþingi um að ganga erinda „fárra fjölskyldna“. Slíkt orðalag er ekki aðeins villandi, heldur einnig óvirðing í garð þeirra sem hafa aðra sýn á málin og gegna lögbundnu eftirlitshlutverki. Þeir eiga að geta spurt gagnrýninna spurninga án þess að vera úthrópaðir sem sérhagsmunaseggir. Enn alvarlegra er þegar sambærilegar ásakanir beinast einnig að sveitarstjórnum, líkt og þeim sé gert upp að þær vinni fyrir þessar „fjórar til fimm fjölskyldur“. Það verður enn ótrúlegra í ljósi þess að málið snertir sjávarútvegssveitarfélög sérstaklega, þar sem ljóst er að þetta hefur um langt skeið verið eitt stærsta hagsmunamál minni og meðalstórra útgerða, sérstaklega á landsbyggðinni, þegar horft er til útsvarstekna og atvinnuuppbyggingar, bæði beinnar og óbeinnar Við í sjávarbyggðunum viljum leggja okkar af mörkum til uppbyggingar samfélagsins. Við viljum sjá réttláta og sanngjarna gjaldtöku en við eigum einnig rétt á því að taka þátt í umræðunni áður en ákvarðanir eru teknar. Ekki bara horfa á þær kynntar í sjónvarpi eftir á. Traust á milli stjórnvalda og atvinnulífs byggist á samtali, gagnsæi og raunverulegum aðdraganda. Ekki á hvatvísum ákvarðanatökum né niðrandi ummælum í fjölmiðlum. Það er ekki of mikil krafa að biðja um fyrirsjáanleika, skýrleika og virðingu. Ef ætlunin er að byggja upp réttlátt og sjálfbært kerfi þá verður það að gerast með okkur, ekki án okkar. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi og formaður Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar