Ronaldo að semja á ný við Al-Nassr Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2025 16:08 Cristiano Ronaldo fagnar með Al-Nassr AFP/ Fayez NURELDINE Portúgalski fótboltamaðurinn Cristiano Ronaldo er við það að skrifa undir nýjan samning við sádiarabíska félagið Al-Nassr. Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira
Það er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum X. Verið sé að ganga frá síðustu lausu endum samkomulagsins milli leikmannsins og félagsins, þar á meðal hvort samningurinn verði til eins eða tveggja ára en það veltur á Ronaldo sjálfum. 🚨🇵🇹 BREAKING: Cristiano Ronaldo set to sign new deal at Al Nassr as formal documents are being checked.Final detail being discussed: one or two year deal, concrete possibility to make it happen until June 2027 if Cristiano wants.Massive move for SPL to keep Cristiano. pic.twitter.com/Aw1dyKPUNO— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 25, 2025 Mikið hafði verið rætt um framtíð Ronaldo í aðdraganda heimsmeistarakeppni félagsliða sem nú stendur yfir í tengslum við það hvort Ronaldo myndi skipta yfir til félags sem tekur þátt á mótinu. Ekkert varð úr því og nú virðist dvöl hans í Sádi-Arabíu ætla að standa lengur yfir. Fyrr í dag greindi Al-Nassr frá því að aðalþjálfari liðsins Stefano Pioli hefði látið af störfum sem og þjálfarateymið í kringum hann, Ronaldo mun því spila undir stjórn nýs þjálfara á næstunni. Pioli er ekki lengur þjálfari Al-NassrVísir/Getty Ronaldo, sem er af mörgum talinn einn besti knattspyrnumaður allra tíma, varð fjörutíu ára fyrr á þessu ári. Hann hefur verið á mála hjá Al-Nassr síðan snemma árs 2023 og var markahæsti leikmaður sádiarabísku deildarinnar á nýafstöðnu tímabili með 25 mörk, Al-Nassr endaði í 3.sæti deildarinnar. Portúgalinn hefur hingað til átt afar farsælan feril bæði með félagsliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og Juventus en einnig með portúgalska landsliðinu. Ronaldo varð Evrópumeistari með Portúgal árið 2016 og nýverið hjálpaði hann liðinu að vinna Þjóðadeildina.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Sjá meira