Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. júní 2025 11:00 Flagg með fjölskyldunni sinni í nótt. Vísir/getty/Mike Lawrie Dallas Mavericks völdu Cooper Flagg frá Duke háskólanum, eins og búist var við, með fyrsta valréttinum í nýliðavali NBA sem fór fram í nótt. „Ég lét mömmu fá símann minn í gærkvöldi og veit ekki hvað ég er búinn að fá mörg skilaboð send,“ sagði Flagg í viðtali við ESPN í nótt. Flagg er næstyngsti leikmaðurinn til að vera valinn númer eitt í nýliðavalinu. 18 ára og 186 daga gamall. Lebron James var sá yngsti, 18 ára og 178 ára gamall. „Það var einstakt að heyra nafnið sitt kallað upp og fá að njóta augnabliksins með mömmu og pabba. Ég mun muna eftir þessu alla mína ævi.“ Notar fólkið í kringum sig Flagg hefur verið í efsta sæti á öllum nýliðalistum síðan hann útskrifaðist úr menntaskóla ári fyrr og fór í háskólann Duke. Hann verður nítján ára næstkomandi desember. Það verður því töluverð pressa á honum á fyrsta tímabilinu í NBA-deildinni. „Það verður pressa á mér en ég tekst á við hana með því að nota fólkið í kringum mig. Mömmu og pabba og vini mína heima, fólk sem hefur verið með mér í þessu öllu alveg frá byrjun. Það er stuðningsnetið mitt. Þetta er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem maður verður að takast á við.“ Leikstjórnandi liðsins, Kyrie Irving, sleit krossband í mars síðastliðnum og mun missa af fyrri hluta næsta tímabils en er væntanlegur um eða eftir áramótin. Dallas er síðan einnig með Anthony Davis í sínum herbúðum og því ætti liðið að verða nokkuð gott á næsta tímabili. Hér að neðan má sjá viðtalið við Flagg. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
„Ég lét mömmu fá símann minn í gærkvöldi og veit ekki hvað ég er búinn að fá mörg skilaboð send,“ sagði Flagg í viðtali við ESPN í nótt. Flagg er næstyngsti leikmaðurinn til að vera valinn númer eitt í nýliðavalinu. 18 ára og 186 daga gamall. Lebron James var sá yngsti, 18 ára og 178 ára gamall. „Það var einstakt að heyra nafnið sitt kallað upp og fá að njóta augnabliksins með mömmu og pabba. Ég mun muna eftir þessu alla mína ævi.“ Notar fólkið í kringum sig Flagg hefur verið í efsta sæti á öllum nýliðalistum síðan hann útskrifaðist úr menntaskóla ári fyrr og fór í háskólann Duke. Hann verður nítján ára næstkomandi desember. Það verður því töluverð pressa á honum á fyrsta tímabilinu í NBA-deildinni. „Það verður pressa á mér en ég tekst á við hana með því að nota fólkið í kringum mig. Mömmu og pabba og vini mína heima, fólk sem hefur verið með mér í þessu öllu alveg frá byrjun. Það er stuðningsnetið mitt. Þetta er ekki auðvelt en þetta er eitthvað sem maður verður að takast á við.“ Leikstjórnandi liðsins, Kyrie Irving, sleit krossband í mars síðastliðnum og mun missa af fyrri hluta næsta tímabils en er væntanlegur um eða eftir áramótin. Dallas er síðan einnig með Anthony Davis í sínum herbúðum og því ætti liðið að verða nokkuð gott á næsta tímabili. Hér að neðan má sjá viðtalið við Flagg.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira