Hélt að Arnar væri að djóka í sér: „Maður var í smá sjokki“ Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2025 09:31 Orri fyririliði og Arnar landsliðsþjálfari fyrir seinni leik Íslands gegn Kósovó Vísir/Getty Fótboltamaðurinn Orri Óskarsson hélt að landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson væri að djóka í sér er hann tilkynnti Orra að hann yrði næsti landsliðsfyrirliði. Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira
Eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við landsliðinu í janúar fyrr á þessu ári kom hann mörgum í opna skjöldu með því að velja hinn tvítuga framherja, Orra Stein sem fyrirliða landsliðsins. Mesti heiður sem landsliðsmaður getur fengið en Orri, sem er leikmaður Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni. skilur ákvörðun Arnars. „Nei þegar að hann sagði mér frá þessu fyrst í símanum þá hélt ég að hann væri að djóka í mér. En svo syncaði þetta inn hjá manni og maður var í smá sjokki. En ég skil vissulega af hverju hann myndi vilja gera mig að fyrirliða. Ég er tuttugu ára gamall, er að spila í einni af topp fimm deildum í heiminum og er með smitandi gleði í mér. Ég næ að tengja mjög vel við flestalla sem ég hitti, er mjög góður í samskiptum og að tengjast fólki. Þetta eru ákveðnir eiginleikar sem fyrirliði þarf að hafa.“ Arnar tjáði Orra frá ákvörðuninni símleiðis eftir Evrópuleik Sociedad í Róm undir lok janúar. „Maður var bara einhvern veginn í sjokki restina af ferðinni heim. Ég þurfti að halda þessu leyndu svolítið lengi. Það var mjög erfitt þar sem að þetta er með stærri fréttum sem maður getur fengið sem fótboltamaður. Ég var mjög stoltur, fjölskyldan mjög stolt. Frábær stund.“ Orri bar fyrirliðabandið í fyrsta sinn í útileik gegn Kósovó. Sem framherji er hann vanur pressunni sem fylgir því að leiða sóknarleik liða en sem fyrirliði fann hann mun. „Þetta var aðeins öðruvísi pressa, maður þurfti einhvern veginn að taka ábyrgð fyrir allt liðið en þegar að ég labbaði inn á völlinn gleymdi ég öllu og var bara ég sjálfur. Spilaði bara minn leik, hjálpaði strákunum á minn hátt. Það var ekkert mikið dýpra en það og maður finnur það bara einhvern veginn inn í sér hvernig fyrirliði maður mun vera. Aron Einar var mjög duglegur við að hjálpa mér með þetta. Við töluðum mikið um að ég ætti bara að vera ég sjálfur, ekki breyta mér í einhvern annan sökum þess að ég er fyrirliði.“ Viðtalið við Orra Stein í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Sjá meira