Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar 28. júní 2025 15:01 Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af þingmálunum sem liggja fyrir Alþingi nú er breyting á raforkulögum þar sem innleiða á hátternisreglur í raforkuviðskiptum, sjá https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html. Tilgangur slíkra reglna er að koma í veg fyrir óeðlileg áhrif aðila á markaði á verðmyndun raforku. Í því samhengi er áhugavert að beina sjónum að þeim verðmuni sem er á raforkuverði til stórnotenda og til almenns markaðar. Raforkumarkaður á Íslandi skiptist í tvennt, annars vegar í stórnotendur og hins vegar í almennan markað. Á þessum mörkuðum er bæði ólíkt verðlag og mismunandi viðskiptaumhverfi. Stórnotendur nota um 80% af allri raforku sem framleidd er á Íslandi, sem er um 16 TWst á ári. Samningar á þessum markaði eru tvíhliða og eru oftast langtímasamningar í erlendri mynt. Erlend fyrirtæki sækja hingað í samninga sem tryggir þeim raforku með ákveðnum fyrirsjáanleika á raforkuverði. Í einhverjum tilvikum er raforkuverð í samningum tengt verði á hrávörum eins og áli eða verði á raforkumörkuðum eins og Nord Pool. Oftast eru þessir samningar trúnaðarmál og raforkuverð ekki gefið upp. Almennur markaður, þ.e. heimili og önnur fyrirtæki en stórnotendur, notar um 4 TWst. Á þessum markaði hefur verið útbúinn viðskiptavettvangur með raforku frá árinu 2024, með tilkomu söluvettvanga Vonarskarðs og Elmu. Landsvirkjun, ON og HS-Orka framleiða stærsta hluta raforkunnar á þessum markaði. Síðan eru níu fyrirtæki sem selja raforkuna til almennings. Umræddar lagabreytingar tengjast viðskiptum á þessum markaði. Samningar á þessum markaði eru oftast innan ársins eða til nokkurra ára, t.d. áttu sér stað viðskipti á söluvettvangi Vonarskarðs nú í júní með raforku fyrir árið 2028. Verð á almennum markaði eru hærri en verð til stórnotenda. Þrátt fyrir það virðast vinnslufyrirtæki ekki endilega sjá hag sinn í því að sinna almennum markaði. Það hefur leitt til þess að rætt hefur verið um að breyta raforkulögum þannig að almenningi verði tryggð næg raforka á sanngjörnu verði. Í núverandi raforkulögum ber enginn ábyrgð á að tryggja nægjanlega raforku til að anna eftirspurn almenna markaðarins, það er að reisa nýjar virkjanir. EFLA hefur undanfarna áratugi safnað upplýsingum um raforkuverð og gefið þær út í skýrslu, „Raforkuverð á Íslandi“. Sú nýjasta kom út í byrjun maí, sjá https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi. Þar er birt verð raforku til stórnotenda og heildsöluverð til almenns markaðar frá árinu 1969 til 2024. Á mynd 1 má sjá hlutfallslegan verðmun á milli þessara markaða. Verðmunurinn var meiri á fyrstu árum stórnotenda, mestur var hlutfallslegi munurinn um 4,7 á árinu 1975. Það þýðir að verð í heildsölu til heimila og fyrirtækja var 4,7 sinnum hærra en verð til stórnotenda árið 1975. Það hefur dregið úr þessum verðmun á undanförnum áratugum og nú er hann um það bil 1,5, það er að heildsöluverð raforku á almennum markaði er 1,5 sinnum hærra en meðalraforkuverð til stórnotenda. Minnstur var verðmunurinn á árinu 2022, þegar meðalverð á þessum mörkuðum var nánast það sama. Það skýrist af háu raforkuverði í Evrópu sem hafði þau áhrif að meðalverð til stórnotenda hækkaði verulega. Aukin samkeppni um raforkuna, bæði frá stórnotendum og almennum markaði, og takmarkað framboð af raforku ætti að hafa þau áhrif að þessi verðmunur haldi áfram að dragast saman. Þá fer að skapast grundvöllur fyrir því að stórnotendamarkaður og almennur markaður sameinist að hluta, það er að stórnotendur kaupi hluta af sinni raforkuþörf á núverandi viðskiptavettvangi. Raforkumarkaðurinn hefur verið að breytast og mun halda áfram að þróast, bæði með breytingum á lagaumhverfi og vaxandi samþættingu markaða. Í því samhengi er mikilvægt að ákvarðanataka stjórnvalda byggist á traustum gögnum og greiningum sem endurspegla raunverulega stöðu markaðarins. Mynd 1. Hlutfall = Verð raforku til almenns markaðar / Verð raforku til stórnotenda. Hlutfall reiknast á meðalverð Landsvirkjunar á verðlagi ársins 2024 með flutningskostnaði. Hér er ekki tekið tillit til dreifikostnaðar. Heimild: Ársskýrslur Landsvirkjunar og EFLA. Höfundur er rafmagnstæknifræðingur starfar hjá EFLU í teymi Orkumálaráðgjafar og endurnýjanlegrar orku. Tenglar: Skýrsla EFLU, Raforkuverð á Íslandi: https://www.efla.is/frettir-og-blogg/raforkuverd-a-islandi Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (raforkuviðskipti): https://www.althingi.is/altext/156/s/0282.html
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar