Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2025 14:57 Lando Norris með þeim Charles Leclerc og Oscar Piastri sem komu næsti á eftir honum. Getty/Clive Rose McLaren menn urðu í tveimur efstu sætunum í Austurríkiskappakstrinum í formúlu 1 í dag þar sem Lando Norris fagnaði sigri. Lando Norris stóðst pressuna frá liðsfélaga sínum Oscar Piastri og minnkaði forskot Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna í fimmtán stig. Ferrari maðurinn Charles Leclerc var síðan þriðji maður á verðlaunapallinum. Lewis Hamilton varð fjórði, George Russell fimmti og Liam Lawson náði sjötta sætinu. THE TOP 10 FINISHERS 🤩#F1 #AustrianGP pic.twitter.com/gchYdCm78B— Formula 1 (@F1) June 29, 2025 Liðsfélagarnir voru í hörkukeppni allan kappaksturinn og gáfu ekkert eftir. Norris var á ráspól og hélt út. Þetta var flott endurkoma hjá Norris eftir vonbrigðin í Kanada í síðustu keppni. Hann var að vinna sinn þriðja kappakstur á tímabilinu eftir að hafa unnið einnig í Mónakó og í Ástralíu. Piastri hefur á móti unnið fimm keppnir. Þetta var spennandi keppni ekki síst þar sem hitinn var mikill og menn í alls konar vandræðum með dekkin sín. Piastri er nú efstur ökumanna með 216 stig, Norris er með 201 stig og Max Verstappen er nú þriðji með 155 stig Yfirburðir McLaren-Mercedes í liðakeppninni eru miklir og jókst enn með þessum tvöfalda sigri í dag. McLaren hefur nú 417 stig eða 207 stigum meira en Ferrari. Heimsmeistarinn Max Verstappen datt snemma úr keppni eftir árekstur við Andrea Kimi Antonelli í þriðju beygju í fyrsta hring. Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lando Norris stóðst pressuna frá liðsfélaga sínum Oscar Piastri og minnkaði forskot Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna í fimmtán stig. Ferrari maðurinn Charles Leclerc var síðan þriðji maður á verðlaunapallinum. Lewis Hamilton varð fjórði, George Russell fimmti og Liam Lawson náði sjötta sætinu. THE TOP 10 FINISHERS 🤩#F1 #AustrianGP pic.twitter.com/gchYdCm78B— Formula 1 (@F1) June 29, 2025 Liðsfélagarnir voru í hörkukeppni allan kappaksturinn og gáfu ekkert eftir. Norris var á ráspól og hélt út. Þetta var flott endurkoma hjá Norris eftir vonbrigðin í Kanada í síðustu keppni. Hann var að vinna sinn þriðja kappakstur á tímabilinu eftir að hafa unnið einnig í Mónakó og í Ástralíu. Piastri hefur á móti unnið fimm keppnir. Þetta var spennandi keppni ekki síst þar sem hitinn var mikill og menn í alls konar vandræðum með dekkin sín. Piastri er nú efstur ökumanna með 216 stig, Norris er með 201 stig og Max Verstappen er nú þriðji með 155 stig Yfirburðir McLaren-Mercedes í liðakeppninni eru miklir og jókst enn með þessum tvöfalda sigri í dag. McLaren hefur nú 417 stig eða 207 stigum meira en Ferrari. Heimsmeistarinn Max Verstappen datt snemma úr keppni eftir árekstur við Andrea Kimi Antonelli í þriðju beygju í fyrsta hring.
Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira