Fótbolti

Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fabio Deivson Lopes Maciel er magnaður markmaður.
Fabio Deivson Lopes Maciel er magnaður markmaður. Nicolò Campo/LightRocket via Getty Images

Fabio Deivson Lopes Maciel, 44 ára gamall markmaður Fluminense, er langelsti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti félagsliða. Hann hefur slegið heimsmet ítalska markmannsins Gianluigi Buffon fyrir að halda marki oftast hreinu og er nú á leið með að verða leikjahæsti fótboltamaður allra tíma. 

Fabio átti stjörnuleik í gærkvöldi þegar Fluminense frá Brasilíu sló ítalska stórliðið Inter úr leik með 2-0 sigri í sextán liða úrslitum HM.

Markmaðurinn, sem lætur fertuga liðsfélaga sinn Thiago Silva líta út fyrir að vera ungan, átti fjórar góður vörslur og fagnaði vel eftir að hafa varið gott skot með fætinum á lokamínútunum.

Þetta var í 508. sinn á ferlinum sem Fabio heldur hreinu en fjórum dögum áður hafði hann eignast heimsmetið í greininni og tekið fram úr Gianluigi Buffon, sem hélt 506 sinnum hreinu á sínum ferli.

Ekki nóg með það heldur er Fabio nú aðeins tíu leikjum frá því að verða leikjahæsti leikmaður allra tíma, sem er einstaklega merkilegt í ljósi þess að hann hefur aldrei spilað fyrir brasilíska landsliðið.

Ferill hans hófst árið 1997 og síðan þá hefur Fabio spilað 1378 leiki fótboltaleiki, aðeins níu leikjum minna en leikjahæsti maður allra tíma, enski markmaðurinn Peter Shilton sem spilaði 1387 leiki á sínum ferli.

Mjög stutt í metið en svo verður spurning hversu lengi Fabio heldur því, Cristiano Ronaldo er í þriðja sætinu með 1286 leiki og gæti toppað þá báða þegar öllu er aflokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×