Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2025 16:16 Orlando Bloom, Sydney Sweeney og Tom Brady voru öll gestir í lúxusbrúðkaupi Jeffs Bezos og Laurenar Sanchéz í Feneyjum. Getty Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney virðist hafa verið vinsælasta stelpan á ballinu eftir brúðkaup milljarðamæringsins Jeffs Bezos og fjölmiðlakonunnar Laurenar Sánchez í Feneyjum því bæði leikarinn Orlando Bloom og Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi, gerðu hosur sínar grænar fyrir leikkonunni. Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025 Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Brúðkaupið sjálft fór fram í Feneyjum föstudaginn 27. júní en dagskráin stóð yfir frá fimmtudeginum 26. til laugardagsins 28. og fór fram vítt og breitt um borgina. Fjölda fólks var boðið, þar af óvenjumörgum frægum fígúrum: Kim og Khloé Kardashian, Kris Jenner, Leonardo DiCaprio, Opruh Winfrey, Usher, Ellie Goulding og ýmsum öðrum. Hin 27 ára Sydney Sweeney meðal brúðkaupsgesta en ekki er ljóst hvernig hún þekkir hinn 61 árs Bezos eða hina 55 ára Sanchéz. Sydney, sem hætti nýlega með kærasta sínum til sjö ára, virðist hins vegar skemmta sér konunglega í hafnarborginni við Adríahafið og var eftirsótt meðal karlpeningsins. Sjá einnig: Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Einn þeirra sem skemmti sér með Sweeney var Tom Brady, fyrrverandi NFL-kappi sem gerði garðinn frægan með New England Patriots, en til þeirra sást dansa saman í eftirpartýinu eftir brúðkaupið sem entist fram á nótt. Þá hélt dægurmiðillinn TMZ því fram að Brady hefði spjallað lengi við Sweeney við hótelbarinn. Heimildamaður götumiðilsins Daily Mail hélt því hins vegar fram að Brady hefði „dansað við alla“ í brúðkaupinu, ekki bara Sweeney, þar á meðal fyrirsætuna Brooks Nader, sem hann hefur áður verið orðaður við. Hinn 47 ára Brady skildi við fyrirsætuna Gisele Bundchen í október 2022 eftir þrettán ára hjónaband og sextán ára samband. Síðan þá hefur verið opinberlega einhleypur en ýmsar fréttir borist af ástarlífi hans, frá 2023 hafa reglulega borist fréttir af því að hann sé að rugla reitum við fyrirsætuna Irinu Shayk. Annar fráskilin maður sem skemmti sér með Sweeney í brúðkaupinu er hinn 48 ára breski leikari Orlando Bloom sem er nýhættur með poppsöngkonunni Katy Perry eftir margra ára samband. Eftir að brúðkaupinu lauk á laugardag sást til Bloom og Sweeney saman þar sem þau gengu eftir götum Feneyjarborgar og náðust meira að segja myndir af parinu þar sem hún var klædd í sumarlegan kjól og hann var léttklæddur í svörtum stuttbuxum og bol. Fyrr í vikunni hafði Bloom fengið sér kokteila við sundlaugarbakka með Tom Brady og Leonardo DiCaprio. Þeir hafa kannski rætt þar um leikkonuna. Ómögulegt er að segja hvort einhver alvara er í samskiptum Sweeney við þessa miðaldra menn en allir hlutaðeigandi virðast þó hafa skemmt sér vel í Feneyjum. Orlando Bloom and Sydney Sweeney were seen strolling through the streets of Venice, Italy. pic.twitter.com/Xd6IlEKue2— 📸 (@metgalacrave) June 28, 2025
Ástin og lífið Brúðkaup Ítalía Frægir á ferð Hollywood Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira