Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júlí 2025 17:32 Natalia Kuikka fylgist íbyggin með blaðamanni bera fram spurningu á fjölmiðlafundi Finna í Thun í dag. vísir/Anton Miðvörðurinn frábæri Natalia Kuikka verður að vanda í lykilhlutverki hjá finnska landsliðinu á EM. Hún er klár í erfiðan leik gegn Íslendingum á morgun og segir allt geta gerst í A-riðlinum. Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira
Leikur Íslands og Finnlands hér í Thun á morgun, klukkan 16 að íslenskum tíma en 18 að staðartíma, er fyrsti leikur mótsins. Kuikka svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í Thun í dag og talaði fallega um íslenska liðið: Vinnusamar og sterkar „Ísland er svo erfitt lið. Afar vinnusamir leikmenn og líkamlega sterkir. Þær ógna mikið fyrir aftan [vörnina] með fljóta leikmenn. Við þurfum að passa það vel. Svo eru þær góðar í föstum leikatriðum. Þetta tvennt þurfum við að passa sérstaklega vel,“ sagði Kuikka og átti eflaust sérstaklega við Sveindísi Jane Jónsdóttur, fljótasta leikmann síðasta Evrópumóts, þó að fleiri í íslenska liðinu geti svo sannarlega sprett úr spori: „Þær eru fljótar. Eru með fljóta leikmenn, sérstaklega fram á við. Það er mikilvægt fyrir okkur að halda jafnvægi í okkar liði. Okkar lið er mjög svipað. Við erum með mjög fljóta framherja og erum líkamlega sterkar og verjumst vel. Þess vegna býst ég við mjög góðri viðureign,“ sagði Kuikka. Finnar hafa þó verið sérstaklega þekktir fyrir öflugan varnarleik en með þjálfaranum Marko Saloranta hafa þó komið breyttar áherslur: „Jafn og erfiður riðill“ „Allt liðið verst og það byrjar á framherjunum. Ef við verjumst vel þá gefur það framherjunum tækifæri. En það er ekki hægt að vinna nema skora og vera sterk fram á við. Við erum með öfluga vörn en verðum líka að skora. Ég held að við eigum fulla möguleika á að vinna leiki hérna. Við virðum andstæðingana en það er enginn að fara að valta yfir okkur hérna. Hraðinn sem við höfum fram á við er eitthvað sem aðrir ættu að hafa áhyggjur af,“ sagði Kuikka. Ísland og Finnland eru einnig í riðli með Sviss og Noregi. Fyrir fram má því búast við afar spennandi baráttu um tvö laus sæti í 8-liða úrslitum: „Ég er sammála. Þetta er jafn og erfiður riðill og þessir leikir geta farið í allar áttir. Maður veit ekki. Þetta verður erfitt, sama hverjum við mætum,“ sagði Kuikka en tók svo undir að kannski væri kominn tími á að endurtaka ævintýrið frá 2005, þegar Finnland náði sínum besta árangri og komst í undanúrslit EM.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Fiorentina - Udinese | Albert og félagar í skelfilegri stöðu Katla skoraði annan leikinn í röð Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Sjá meira