Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. júlí 2025 09:32 Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn stendur á tímamótum. Nú loksins er hægt að horfa fram á við eftir fund Vorstjörnunnar, þar sem borgarfulltrúi Sósíalista rak flokkinn úr eigin húsnæði. Það var fyrsta verk hinnar nýju stjórnar sem hún tók sæti í. Sá gjörningur dæmir sig sjálfur en hann hefur skilið eftir sig mikið óbragð í munni flokksmanna. Þar á meðal eru þau sem byggðu flokkinn upp með berum höndum, og sáu til þess að hann gæti starfað í Bolholti. Fyrsta „góðverk” Vorstjörnunnar var að henda þeim út. Þó að þessi staða sé hálf hlægileg, þá hefur hún þjappað flokksmönnum saman sem aldrei fyrr. Einhugur ríkir um að horfa framávið og byggja hreyfinguna upp. Ný forysta ætlar að ferðast um landið í sumar og ræða við félaga. Nú þegar hafa nokkur bæjarfélög verið heimsótt og mun fleiri eru á döfinni. Þetta, ásamt því að byggja upp svæðisfélög, þar sem félagar verða valdefldir í sínu nærsamfélagi, eru fyrstu skref flokksins til þess að styrkja sig á landsbyggðinni. Að hafa ræktað upp gott tengslanet og komið upp svæðisfélögum sem umvefja allt landið, gerir okkur kleift að koma sterk inn í næstu sveitarstjórnarkosningar. Við erum óhrædd og full af bjartsýni. Flokkurinn er fullur af hópi fólks sem brennur fyrir samfélagi allra óháð efnahag. Þar sem vinnandi fólk hefur völd yfir sínu eigin lífi og umhverfi. Ég hvet alla áhugasama til þess að skrá sig í flokkinn. Jafnframt bendi ég þeim sem eru skráðir í hann, að huga að stofnun svæðisfélaga. Sósíalistaflokkur Íslands getur veitt þér alla þá aðstoð sem þú þarft. Endilega hafðu samband og þér verður svarað. Valdið er þitt og ný forysta styður þig alla leið! Skráning í flokkinn hér: https://skraning.sosialistaflokkurinn.is/ Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun