Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 3. júlí 2025 10:00 Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Það eru til ákvæði í lögum sem eru svo öflug að þau ættu einungis að vera dregin fram þegar öll önnur úrræði eru þrotin. Eitt slíkt er svokallað „kjarnorkuákvæði“ Alþingis, 71. grein þingskapalaga, sem heimilar meirihluta þingsins að kalla tafarlaust til atkvæðagreiðslu og þannig loka umræðu um tiltekið mál – jafnvel þótt margir þingmenn eigi enn eftir að koma að eða ljúka máli sínu. Þetta er neyðarhemill lýðræðisins – en jafnframt hættulegt vopn, ef því er beitt af léttúð eða pólitískum ásetningi. Þungt vægi þeirra mála sem ákvæðinu er beitt á. Það er engin tilviljun að kjarnorkuákvæðinu hefur aðeins verið beitt tvisvar í lýðveldissögunni: fyrst árið 1949 þegar Ísland gekk í NATO, og svo árið 1959 til að tryggja afgreiðslu fjárlaga fyrir áramót. Í bæði skiptin var um að ræða mál sem snerust um sjálfa tilveru ríkisins og samfélagsins – þjóðaröryggi og grunnstoðir ríkisrekstrar. Fjárlög þurfa samkvæmt lögum að liggja fyrir 1. janúar ár hvert, annars stöðvast rekstur ríkisins. Þannig er ljóst að ákvæðið á aðeins við þegar brýnustu hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Aðför að lýðræðinu – alvarleg hætta og andlýðræðisleg valdbeiting. Nú eru stjórnarliðar og sumir fræðimenn farnir að tala um að beita þessu aflsmunarvopni – kjarnorkuákvæðinu – til að þröngva í gegn veiðigjaldafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Það er ekki bara fordæmalaust, heldur bein ógn við lýðræðið sjálft. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af nær öllum rúmlega 80 umsagnaraðilum, sem vara við alvarlegum afleiðingum fyrir sjávarútveg og byggðir landsins. Forsendur og útreikningar frumvarpsins hafa verið rangar frá upphafi, þrisvar sinnum leiðréttar og gjaldið hækkað stórkostlega. Umsagnaraðilum hefur þó verið meinað að koma með nýjar athugasemdir, þrátt fyrir þessar breytingar. Hér er ekki bara verið að kæfa lýðræðislega umræðu, heldur beita þvingunum til að koma illa unnu og vafasömu máli í gegn. Ef kjarnorkuákvæðinu verður beitt í slíku deilumáli, þar sem afleiðingar eru óljósar og áhyggjum þingmanna, sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila hvergi nærri svarað, er verið að stíga yfir hættumörk. Þá snýst málið ekki lengur um þjóðaröryggi eða nauðsynlega starfsemi ríkisins, heldur um vilja meirihlutans til að þagga niður í minnihlutanum og ráðskast með lýðræðislegar leikreglur. Ábyrgð – og afleiðingar valdboðs. Stjórnvöld sem beita þessu ákvæði í pólitískum tilgangi verða að axla fulla og óskerta ábyrgð á þeim afleiðingum sem vanreifað frumvarp kann að hafa. Með því að grípa til kjarnorkuákvæðisins í slíkum aðstæðum er meirihlutinn í raun að beita ofbeldi gegn lýðræðislegri umræðu. Þetta er ekki lengur spurning um vandaða þinglega meðferð mála, heldur hreint og klárt valdboð. Ábyrgðin á þessum gjörningi – og öllu tjóni sem af honum kann að hljótast – hvílir þá alfarið á þeim sem þröngva málinu í gegn. Fordæmið – og framtíð lýðræðislegrar málsmeðferðar. Ef kjarnorkuákvæðið er notað nú, í þriðja sinn, til að þagga niður í andstöðu við umdeilt mál, þá er það ekki lengur neyðarhemill heldur hættulegt stjórntæki í höndum hvers konar meirihluta. Það opnar dyr að enn frekari valdníðslu og skerðir traust almennings til Alþingis og lýðræðis í landinu. Hver verður næsti meirihluti sem grípur til þessa vopns til að þagga niður í pólitískri andstöðu? Hvað verður þá um lýðræðið? Kjarnorkuákvæðið á að vera síðasta vörnin gegn upplausn ríkisins, en ekki tæki til að þröngva í gegn pólitískt umdeildum og vanreifuðum málum. Ef það verður gert að venjulegu stjórntæki, þá er lýðræðið sjálft í hættu. Þingmenn – og þjóðin öll – verða að vera á varðbergi gagnvart öllum tilraunum til að misnota þetta ákvæði. Lýðræðið er ekki alltaf þægilegt, en það er alltaf þess virði að verja það – jafnvel þótt það kosti langar og strangar umræður og eftirgjöf beggja aðila. Að öðrum kosti er hætt við að lýðræðið sjálft verði fórnarlamb pólitísks valdboðs. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun