Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 7. júlí 2025 08:00 Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. Dómurinn grefur undan fjölmiðlafrelsi og lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla með því að veita skotleyfi á blaðamenn, sem samkvæmt dómnum eiga að þurfa að þola að það sé opinberlega logið upp á þá alvarlegri refsiverðri háttsemi fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Slíkar árásir á orðspor og starfsheiður blaðamanna eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla þá frá því að fjalla um tiltekin mál, heldur ætlað að beina athygli frá efni umfjöllunarinnar og grafa þannig undan blaðamennsku og lýðræði. Ekki var deilt um það fyrir dómi hvort ummæli Páls um Aðalstein hafi verið sönn. Þau voru það ekki. Þvert á móti voru þau upplogin og féllu vel að ófrægingarherferð sem Samherji hefur um margra ára skeið háð gegn blaðamönnunum Aðalsteini og Helga Seljan sem árið 2019 sviptu hulunni af því er virðast vera stórfelldar mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi hóf Samherji skipulagða aðför að Aðalsteini og Helga sem hafði þann tilgang að grafa undan æru þeirra og starfsheiðri og að veikja tiltrú almennings á þeim upplýsingum sem fram komu í fréttum af meintri refsiverðri háttsemi Samherja. Ummæli Páls Vilhjálmssonar, sem Aðalsteinn kærði, voru alvarleg aðför að æru Aðalsteins. Þau voru sett fram til að draga athygli almennings frá háttsemi Samherja í Namibíu og þaulskipulagðri aðför útgerðarinnar gegn blaðamönnum sem fjölmiðlar upplýstu um í umfjöllun um Skæruliðamálið svokallaða árið 2021. Páll hefur skrifað hundruð bloggfærslna um Aðalstein og Helga og einnig um aðra blaðamenn sem fjallað hafa um Samherja. Þeirra á meðal eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson, sem einnig töpuðu meiðyrðamáli gegn Páli í Landsrétti. Sá dómur er, líkt og þessi, byggður á vanþekkingu dómara á hlutverki og stöðu blaðamanna. Áður en umfjöllun um dóminn er haldið áfram er rétt að hnykkja á örfáum staðreyndum um Skæruliðamálið: Vorið 2021 birtu fjölmiðlar fréttir um Skæruliðadeild Samherja. Fréttirnar voru unnar upp úr gögnum sem blaðamönnum hafði borist og komið hefur fram að voru sambærileg gögnum sem finna mátti í síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Í þeim voru upplýsingar um hvernig starfsfólk Samherja hafði lagt á ráðin um hvernig reka skyldi áróðursstríð gegn Aðalsteini og Helga, fyrst og fremst, sem þá hafði þegar staðið í 18 mánuði og ætlað var að grafa undan trúverðugleika og æru þeirra. Fréttirnar vöktu reiði gegn Samherja í samfélaginu enda var almenningi misboðið að sjá svart á hvítu hvers konar níðingshætti starfsfólk útgerðarrisans varð uppvíst að gegn blaðamönnum. Samherji baðst að lokum opinberlega afsökunar á framferði sínu. Ekkert af því sem fjölmiðlar hafa birt um háttsemi Samherja, hvort sem er í Namibíu eða gegn íslenskum blaðamönnum, hefur Samherji sýnt fram á að sé rangt. Hvergi hefur verið upplýst um (enda gefa blaðamenn ekki upp heimildarmenn, né er þeim það heimilt samkvæmt lögum) hvaðan blaðamennirnir, sem skrifuðu fréttir um Skæruliðamálið, fengu heimildir sínar. Lögreglan hefur engar upplýsingar um það hvaðan blaðamenn fengu gögn sín. Það að eiginkona Páls hafi mögulega tekið gögnin í leyfisleysi úr síma hans, líkt og Páll heldur fram, staðfestir ekki þar með að hún sé heimildarmaður blaðamannanna. Upplognar sakir um alvarleg lögbrot blaðamanna Meðal þeirra ummæla Páls Vilhjálmssonar sem Aðalsteinn krafðist fyrir dómi að yrðu dæmd dauð og ómerk voru ærumeiðandi, ósannar fullyrðingar um að Aðalsteinn hefði átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans; að hann og fleiri blaðamenn hafi tekið þátt í að skipuleggja tilræði gegn Páli. Þeir hafi vísvitandi framið alvarlegt refsivert brot og lagt sig fram við að eyða sönnunargögnum um það. Ekkert af þessu er satt. Engin af þessum fullyrðingum á stoð í gögnum lögreglu. Það veit Páll Vilhjálmsson mætavel (hann hefur sjálfur sagt á bloggi sínu að hann sé með öll gögn málsins). Samt lýgur hann alvarlegum lögbrotum upp á nafngreinda blaðamenn. Landsréttur kemst að þeirri hættulegu niðurstöðu að það megi hann gera án afleiðinga. Í meiðyrðamálum er almennt tekist á um það hvort vegi þyngra annars vegar réttur einstaklings til að tjá sig eða friðhelgi einkalífs einstaklings sem tjáningin beinist að (þar fellur undir vernd æru manna). Heimilt er skv. lögum að takmarka tjáningarfrelsi manna til verndar mannorði einstaklinga. Almennt er ekki heimilt að refsa fyrir sönn ummæli, en ósannar ærumeiðingar kunna að varða ábyrgð og er þá gerður greinarmunur á gildisdómum (sem ekki er hægt að sanna) og staðhæfingum um staðreyndir sem unnt á að vera að sannreyna. Þá þarf að meta hvort málefnið sem tekist er á um eigi erindi við almenning og hafi almenna þýðingu. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þó svo að Páll saki Aðalstein (og fleiri blaðamenn) um að hafa lagt á ráðin um byrlun á Samherjaskipstjóra og stuld á síma (hvorugt er rétt), þurfi Páll ekki að færa sönnur á mál sitt (sem hann gerir raunar enga tilraun til). Í fullyrðingunum sé „visst svigrúm til túlkunar“, líkt og segir orðrétt í dómnum, og að Páll hafi verið „í góðri trú um sannleiksgildi þeirra“. Hvernig má það vera? Páll hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann hafi öll gögn málsins. Þar er staðreyndir málsins að finna, sem sýna svart á hvítu að allar fullyrðingar hans eru upplognar eða í besta falli teknar úr samhengi með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika og æru Aðalsteins. Má ljúga upp á sakborninga? Þá segir dómurinn að þar sem Aðalsteinn hafi haft „stöðu sakbornings og sætti rannsókn lögreglu þegar þau [ummælin] féllu“ og nefnir um leið rannsókn lögreglu á meintum brotum gegn lagagreinum sem Aðalsteinn var alls ekkert grunaður um, né heldur aðrir blaðamenn sem höfðu réttarstöðu sakborninga í málinu. Með dómnum veitir Landsréttur niðurfelldri lögreglurannsókn talsvert vægi við mat sitt þrátt fyrir þær alvarlegu athugasemdir sem gerðar höfðu verið við rannsóknina á fyrri stigum. Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi. Það er enn alvarlega þegar lögreglurannsóknin var tilefnislaus og ósamrýmanleg tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna, líkt og Blaðamannafélag Íslands hefur bent á. Með því var í reynd aukið á íþyngjandi áhrif lögreglurannsóknarinnar og þar með þá óréttmætu skerðingu tjáningarfrelsis sem blaðamennirnir sættu af völdum hennar. Þar að auki, sem er ekki síður mikilvægt í þessu samhengi, hefur það hingað til ekki haft áhrif í meiðyrðamálum að sá sem telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum hafi réttarstöðu sakbornings. Dómstólar hafa til þessa ekki talið aukið svigrúm til að meiða æru manna sem eru sakborningar enda væri þá verið að leggja til grundvallar að sakborningur, sem þó telst samkvæmt stjórnarskrá saklaus uns sekt er sönnuð, njóti minni friðhelgi en ella af þeirri ástæðu einni að hann sæti rannsókn. Niðurstaða Landsréttar í máli Aðalsteins er að þessu leyti þveröfugt við það sem til þessa hefur tíðkast og getur haft þær alvarlegu afleiðingar að nú sé skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu og leyfilegt sé að saka þá um alvarlega glæpi, hvort sem þeir séu grunaðir um að hafa framið þá eða aðrir sakborningar í sama máli. Hvar dregur Landsréttur línuna? Við ærumeiðingar? Eða má mögulega ganga lengra í árásum á blaðamenn? Má berja blaðamann sem hefur réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn ef sá sem beitir ofbeldinu telur að blaðamaðurinn hafi til þess unnið? Hvað með blaðamann sem hefur ekki réttarstöðu sakbornings? Má hafa æruna af honum? Þetta þarf Hæstiréttur að skera úr um. Blaðamenn eiga að njóta sömu verndar gegn meiðyrðum og aðrir Í dómnum er það sérstaklega tekið fram að vegna þess að Aðalsteinn „er þekktur blaðamaður sem nýtur rúms tjáningarfrelsis [...] þurfi hann að vera undir það bú[inn] að þola óþægilega og hvassa gagnrýni og aðfinnslur við störf sín.“ Þetta er samhljóða ályktun og í fyrrnefndum dómi í meiðyrðamáli Þórðar og Arnars gegn Páli. Ályktunin er hins vegar röng. Ekkert af þeim ummælum sem deilt var um í þessum tveimur málum varða gagnrýni eða aðfinnslur við störf blaðamannanna. Þau eru einfaldlega atlaga að æru þeirra. Uppspuni, lygar og útúrsnúningur Páls Vilhjálmssonar. Það er hættulegt fordæmi að leyfilegt sé að segja nánast hvað sem er um fólk svo lengi sem það er skilgreint sem opinberar persónur. Þá er það í besta falli mjög hæpin ályktun dómsins að blaðamenn verði sjálfkrafa opinberar persónur vegna þess að þeir skrifa fréttir undir nafni. Þetta þýðir einfaldlega að samkvæmt þessum dómi afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs um leið og frétt birtist undir þeirra nafni. Þetta þarf Hæstiréttur líka að skera úr um. Svigrúm tjáningarfrelsis blaðamanna yfirfært á bloggara Þá segir í dómnum að Páll Vilhjálmsson sé „ötull bloggari og pistlahöfundur [sem] hefur aflað sér menntunar á sviði blaða- og fréttamennsku“. Jafnframt segir að hann hafi „með umdeildum færslum sínum [verið] þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem erindi áttu við almenning og naut af þeim sökum rúms tjáningarfrelsis“. Af þessum forsendum má skilja að bloggarinn Páll Vilhjálmsson fái rýmri heimild til ærumeiðinga vegna þess að bloggskrif hans séu mikilvæg fyrir almenning. Aukin vernd tjáningarfrelsis er almennt ætluð blaðamönnum svo þeir hafi nauðsynlegt svigrúm við störf sín og til að vernda þá gegn málsóknum og kærum sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir umfjöllun þeirra um samfélagslega mikilvæg málefni. Blaðamönnum ber hins vegar að fara að siðareglum í sínum störfum, ólíkt Páli. Í siðareglum íslenskra blaðamanna segir m.a. að þeir hafi sannleikann að leiðarljósi og setji upplýsingar fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, hagræði ekki staðreyndum og setji ekki fram órökstuddar ásakanir. Þá segir í siðareglum að blaðamaður geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum og gangi úr skugga um áreiðanleika upplýsinga. Landsréttur gerir hins vegar ekki sömu kröfur á Pál Vilhjálmsson, svo sem um að hann segi satt eða rétt frá, heldur veitir honum „svigrúm til túlkunar“ og „ályktana“ sem sýnt hefur verið fram á að séu rangar og fela í sér alvarlega atlögu að starfsheiðri og æru Aðalsteins. Það er röng ályktun að hann skuli hafa aukið svigrúm til slíkrar tjáningar fyrir þær sakir einar að hann heldur úti bloggi. Blogg er ekki sjálfkrafa blaðamennska þó svo að sá sem það skrifar kalli sig blaðamann eða hafi lært blaðamennsku. Blaðamaður vinnur samkvæmt siðareglum blaðamanna og í þágu almennings. Þá ber að nefna að Landsréttur komst að þveröfugri niðurstöðu í máli gegn Fréttablaðinu árið 2019 þar sem fram kom í rökstuðningi Landsréttar að skort hafi á að uppfylltar væru kröfur um hlutlæg og nákvæm vinnubrögð blaðamannsins, sem leiddi til þess að ummæli töldust ósönnnuð og ærumeiðandi. Þessi krafa er hins vegar ekki gerð á Pál, þótt verið sé að veita honum rýmkað tjáningarfrelsi. Dómstólar hafa við úrlausn meiðyrðamála gert ríkar kröfur á blaðamenn um hlutlæg og nákvæm vinnubrögð og gert kröfu um að þeir sýni fram á að ummæli hafi stuðst við áreiðanleg gögn og upplýsingar. Það þurfti Páll ekki að gera, samkvæmt dómnum. Reyndar virðist dómurinn taka undir það að einhverju leyti að Páll hafi með ummælum sínum skaðað mannorð Aðalsteins — skaðinn hafi hins vegar ekki verið „að því marki að hann hafi með þeim bakað sér skyldu til greiðslu miskabóta honum til handa“. Landsréttur snýr þannig á haus meiðyrðalöggjöfinni og vernd tjáningarfrelsis sem hefur meðal annars þann tilgang að vernda blaðamenn fyrir óréttlátum árásum sem hafa það að markmiði að hafa af þeim mannorðið. Sem er nákvæmlega það sem Páll stefndi að — og getur nú haldið áfram við — með stuðningi Landsréttar. Dómurinn þrengir að réttindum blaðamanna Þá má í þessu samhengi benda á að hinum ærumeiðandi ummælum Páls um Aðalstein, Þórð og Arnar Þór var ekki aðeins ætlað að draga úr trúverðugleika blaðamannanna og umfjöllunar þeirra og leiða athygli almennings frá háttsemi Samherja heldur voru ummæli Páls til þess fallin að fæla aðra blaðamenn frá því að fjalla um mál tengd Samherja. Fyrir vikið voru ummælin miklu frekar þess valdandi að draga úr fremur en stuðla að umræðu um samfélagslega mikilvæg málefni. Þar af leiðandi veikir þessi dómur frekar en styrkir stöðu blaðamanna við umfjöllun þeirra um samfélagslega mikilvæg mál — og þar með lýðræðislegt hlutverk blaðamanna. Af því leiðir að raunverulegt fordæmisgildi dómsins er fremur til þess fallið að þrengja að réttindum blaðamanna á Íslandi en rýmka þau. Þótt niðurstaða dómsins sé að formi til sú að tjáningarfrelsið hafi í þessu tilviki vegið þyngra en friðhelgi einkalífs er niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu. Efnislega felur dómurinn því í sér að heimilt sé að bregðast við réttmætri umfjöllun blaðamanna, um samfélagslega mikilvæg málefni sem byggð er á traustum heimildum, með alvarlegum og órökstuddum árásum á orðspor þeirra og starfsheiður. Slíkar árásir eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla blaðamenn frá því að fjalla um mál þar sem búast má við viðbrögðum sem þessum heldur jafnframt til þess fallnar að draga úr trúverðugleika blaðamanna og fjölmiðla almennt og beina athygli frá efni fjölmiðlaumfjöllunar og að persónum þeirra blaðamanna sem í hlut eiga. Fordæmi þess efnis að viðbrögð af þessu tagi við störfum blaðamanna séu lögmæt er ekki til þess fallið að tryggja tjáningarfrelsi blaðamanna heldur þvert á móti til þess fallið að draga úr því og með því grafa undan blaðamennsku og lýðræði. Það er grundvallaratriði fyrir stöðu blaðamanna, og þar með lýðræðis í landinu, að Hæstiréttur taki þetta mál fyrir og skeri úr um það hvort blaðamenn njóti ekki lengur verndar gegn upplognum árásum sem ætlað er að grafa undan trúverðugleika þeirra og starfsheiðri. Ef Hæstiréttur gerir það ekki þá þarf að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Svo miklir hagsmunir eru í húfi - fyrir alla blaðamenn - en ekki síður almenning. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Sýknudómur Landsréttar í meiðyrðamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn Páli Vilhjálmssyni bloggara sem féll 26. júní er áfellisdómur yfir dómskerfinu sem skortir grundvallarskilning á hlutverki blaðamanna og fjölmiðla. Dómurinn grefur undan fjölmiðlafrelsi og lýðræðislegu hlutverki fjölmiðla með því að veita skotleyfi á blaðamenn, sem samkvæmt dómnum eiga að þurfa að þola að það sé opinberlega logið upp á þá alvarlegri refsiverðri háttsemi fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Slíkar árásir á orðspor og starfsheiður blaðamanna eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla þá frá því að fjalla um tiltekin mál, heldur ætlað að beina athygli frá efni umfjöllunarinnar og grafa þannig undan blaðamennsku og lýðræði. Ekki var deilt um það fyrir dómi hvort ummæli Páls um Aðalstein hafi verið sönn. Þau voru það ekki. Þvert á móti voru þau upplogin og féllu vel að ófrægingarherferð sem Samherji hefur um margra ára skeið háð gegn blaðamönnunum Aðalsteini og Helga Seljan sem árið 2019 sviptu hulunni af því er virðast vera stórfelldar mútugreiðslur Samherja til namibískra stjórnmálamanna, skattasniðgöngu og peningaþvætti. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi hóf Samherji skipulagða aðför að Aðalsteini og Helga sem hafði þann tilgang að grafa undan æru þeirra og starfsheiðri og að veikja tiltrú almennings á þeim upplýsingum sem fram komu í fréttum af meintri refsiverðri háttsemi Samherja. Ummæli Páls Vilhjálmssonar, sem Aðalsteinn kærði, voru alvarleg aðför að æru Aðalsteins. Þau voru sett fram til að draga athygli almennings frá háttsemi Samherja í Namibíu og þaulskipulagðri aðför útgerðarinnar gegn blaðamönnum sem fjölmiðlar upplýstu um í umfjöllun um Skæruliðamálið svokallaða árið 2021. Páll hefur skrifað hundruð bloggfærslna um Aðalstein og Helga og einnig um aðra blaðamenn sem fjallað hafa um Samherja. Þeirra á meðal eru Þórður Snær Júlíusson og Arnar Þór Ingólfsson, sem einnig töpuðu meiðyrðamáli gegn Páli í Landsrétti. Sá dómur er, líkt og þessi, byggður á vanþekkingu dómara á hlutverki og stöðu blaðamanna. Áður en umfjöllun um dóminn er haldið áfram er rétt að hnykkja á örfáum staðreyndum um Skæruliðamálið: Vorið 2021 birtu fjölmiðlar fréttir um Skæruliðadeild Samherja. Fréttirnar voru unnar upp úr gögnum sem blaðamönnum hafði borist og komið hefur fram að voru sambærileg gögnum sem finna mátti í síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Í þeim voru upplýsingar um hvernig starfsfólk Samherja hafði lagt á ráðin um hvernig reka skyldi áróðursstríð gegn Aðalsteini og Helga, fyrst og fremst, sem þá hafði þegar staðið í 18 mánuði og ætlað var að grafa undan trúverðugleika og æru þeirra. Fréttirnar vöktu reiði gegn Samherja í samfélaginu enda var almenningi misboðið að sjá svart á hvítu hvers konar níðingshætti starfsfólk útgerðarrisans varð uppvíst að gegn blaðamönnum. Samherji baðst að lokum opinberlega afsökunar á framferði sínu. Ekkert af því sem fjölmiðlar hafa birt um háttsemi Samherja, hvort sem er í Namibíu eða gegn íslenskum blaðamönnum, hefur Samherji sýnt fram á að sé rangt. Hvergi hefur verið upplýst um (enda gefa blaðamenn ekki upp heimildarmenn, né er þeim það heimilt samkvæmt lögum) hvaðan blaðamennirnir, sem skrifuðu fréttir um Skæruliðamálið, fengu heimildir sínar. Lögreglan hefur engar upplýsingar um það hvaðan blaðamenn fengu gögn sín. Það að eiginkona Páls hafi mögulega tekið gögnin í leyfisleysi úr síma hans, líkt og Páll heldur fram, staðfestir ekki þar með að hún sé heimildarmaður blaðamannanna. Upplognar sakir um alvarleg lögbrot blaðamanna Meðal þeirra ummæla Páls Vilhjálmssonar sem Aðalsteinn krafðist fyrir dómi að yrðu dæmd dauð og ómerk voru ærumeiðandi, ósannar fullyrðingar um að Aðalsteinn hefði átt beina eða óbeina aðild að byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans; að hann og fleiri blaðamenn hafi tekið þátt í að skipuleggja tilræði gegn Páli. Þeir hafi vísvitandi framið alvarlegt refsivert brot og lagt sig fram við að eyða sönnunargögnum um það. Ekkert af þessu er satt. Engin af þessum fullyrðingum á stoð í gögnum lögreglu. Það veit Páll Vilhjálmsson mætavel (hann hefur sjálfur sagt á bloggi sínu að hann sé með öll gögn málsins). Samt lýgur hann alvarlegum lögbrotum upp á nafngreinda blaðamenn. Landsréttur kemst að þeirri hættulegu niðurstöðu að það megi hann gera án afleiðinga. Í meiðyrðamálum er almennt tekist á um það hvort vegi þyngra annars vegar réttur einstaklings til að tjá sig eða friðhelgi einkalífs einstaklings sem tjáningin beinist að (þar fellur undir vernd æru manna). Heimilt er skv. lögum að takmarka tjáningarfrelsi manna til verndar mannorði einstaklinga. Almennt er ekki heimilt að refsa fyrir sönn ummæli, en ósannar ærumeiðingar kunna að varða ábyrgð og er þá gerður greinarmunur á gildisdómum (sem ekki er hægt að sanna) og staðhæfingum um staðreyndir sem unnt á að vera að sannreyna. Þá þarf að meta hvort málefnið sem tekist er á um eigi erindi við almenning og hafi almenna þýðingu. Landsréttur kemst að þeirri niðurstöðu að þó svo að Páll saki Aðalstein (og fleiri blaðamenn) um að hafa lagt á ráðin um byrlun á Samherjaskipstjóra og stuld á síma (hvorugt er rétt), þurfi Páll ekki að færa sönnur á mál sitt (sem hann gerir raunar enga tilraun til). Í fullyrðingunum sé „visst svigrúm til túlkunar“, líkt og segir orðrétt í dómnum, og að Páll hafi verið „í góðri trú um sannleiksgildi þeirra“. Hvernig má það vera? Páll hefur sjálfur sagt frá því opinberlega að hann hafi öll gögn málsins. Þar er staðreyndir málsins að finna, sem sýna svart á hvítu að allar fullyrðingar hans eru upplognar eða í besta falli teknar úr samhengi með það að markmiði að grafa undan trúverðugleika og æru Aðalsteins. Má ljúga upp á sakborninga? Þá segir dómurinn að þar sem Aðalsteinn hafi haft „stöðu sakbornings og sætti rannsókn lögreglu þegar þau [ummælin] féllu“ og nefnir um leið rannsókn lögreglu á meintum brotum gegn lagagreinum sem Aðalsteinn var alls ekkert grunaður um, né heldur aðrir blaðamenn sem höfðu réttarstöðu sakborninga í málinu. Með dómnum veitir Landsréttur niðurfelldri lögreglurannsókn talsvert vægi við mat sitt þrátt fyrir þær alvarlegu athugasemdir sem gerðar höfðu verið við rannsóknina á fyrri stigum. Það er verulega alvarlegt í sjálfu sér að veita slíkt svigrúm til að brigsla mönnum um refsiverða háttsemi sem ekki hefur sannast með dómi. Það er enn alvarlega þegar lögreglurannsóknin var tilefnislaus og ósamrýmanleg tjáningarfrelsi hlutaðeigandi blaðamanna, líkt og Blaðamannafélag Íslands hefur bent á. Með því var í reynd aukið á íþyngjandi áhrif lögreglurannsóknarinnar og þar með þá óréttmætu skerðingu tjáningarfrelsis sem blaðamennirnir sættu af völdum hennar. Þar að auki, sem er ekki síður mikilvægt í þessu samhengi, hefur það hingað til ekki haft áhrif í meiðyrðamálum að sá sem telur sig hafa orðið fyrir ærumeiðingum hafi réttarstöðu sakbornings. Dómstólar hafa til þessa ekki talið aukið svigrúm til að meiða æru manna sem eru sakborningar enda væri þá verið að leggja til grundvallar að sakborningur, sem þó telst samkvæmt stjórnarskrá saklaus uns sekt er sönnuð, njóti minni friðhelgi en ella af þeirri ástæðu einni að hann sæti rannsókn. Niðurstaða Landsréttar í máli Aðalsteins er að þessu leyti þveröfugt við það sem til þessa hefur tíðkast og getur haft þær alvarlegu afleiðingar að nú sé skotleyfi á alla þá sem fá réttarstöðu sakbornings í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu og leyfilegt sé að saka þá um alvarlega glæpi, hvort sem þeir séu grunaðir um að hafa framið þá eða aðrir sakborningar í sama máli. Hvar dregur Landsréttur línuna? Við ærumeiðingar? Eða má mögulega ganga lengra í árásum á blaðamenn? Má berja blaðamann sem hefur réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn ef sá sem beitir ofbeldinu telur að blaðamaðurinn hafi til þess unnið? Hvað með blaðamann sem hefur ekki réttarstöðu sakbornings? Má hafa æruna af honum? Þetta þarf Hæstiréttur að skera úr um. Blaðamenn eiga að njóta sömu verndar gegn meiðyrðum og aðrir Í dómnum er það sérstaklega tekið fram að vegna þess að Aðalsteinn „er þekktur blaðamaður sem nýtur rúms tjáningarfrelsis [...] þurfi hann að vera undir það bú[inn] að þola óþægilega og hvassa gagnrýni og aðfinnslur við störf sín.“ Þetta er samhljóða ályktun og í fyrrnefndum dómi í meiðyrðamáli Þórðar og Arnars gegn Páli. Ályktunin er hins vegar röng. Ekkert af þeim ummælum sem deilt var um í þessum tveimur málum varða gagnrýni eða aðfinnslur við störf blaðamannanna. Þau eru einfaldlega atlaga að æru þeirra. Uppspuni, lygar og útúrsnúningur Páls Vilhjálmssonar. Það er hættulegt fordæmi að leyfilegt sé að segja nánast hvað sem er um fólk svo lengi sem það er skilgreint sem opinberar persónur. Þá er það í besta falli mjög hæpin ályktun dómsins að blaðamenn verði sjálfkrafa opinberar persónur vegna þess að þeir skrifa fréttir undir nafni. Þetta þýðir einfaldlega að samkvæmt þessum dómi afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs um leið og frétt birtist undir þeirra nafni. Þetta þarf Hæstiréttur líka að skera úr um. Svigrúm tjáningarfrelsis blaðamanna yfirfært á bloggara Þá segir í dómnum að Páll Vilhjálmsson sé „ötull bloggari og pistlahöfundur [sem] hefur aflað sér menntunar á sviði blaða- og fréttamennsku“. Jafnframt segir að hann hafi „með umdeildum færslum sínum [verið] þátttakandi í almennri umræðu um mikilvæg samfélagsleg málefni sem erindi áttu við almenning og naut af þeim sökum rúms tjáningarfrelsis“. Af þessum forsendum má skilja að bloggarinn Páll Vilhjálmsson fái rýmri heimild til ærumeiðinga vegna þess að bloggskrif hans séu mikilvæg fyrir almenning. Aukin vernd tjáningarfrelsis er almennt ætluð blaðamönnum svo þeir hafi nauðsynlegt svigrúm við störf sín og til að vernda þá gegn málsóknum og kærum sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir umfjöllun þeirra um samfélagslega mikilvæg málefni. Blaðamönnum ber hins vegar að fara að siðareglum í sínum störfum, ólíkt Páli. Í siðareglum íslenskra blaðamanna segir m.a. að þeir hafi sannleikann að leiðarljósi og setji upplýsingar fram á heiðarlegan og sanngjarnan hátt, hagræði ekki staðreyndum og setji ekki fram órökstuddar ásakanir. Þá segir í siðareglum að blaðamaður geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum og gangi úr skugga um áreiðanleika upplýsinga. Landsréttur gerir hins vegar ekki sömu kröfur á Pál Vilhjálmsson, svo sem um að hann segi satt eða rétt frá, heldur veitir honum „svigrúm til túlkunar“ og „ályktana“ sem sýnt hefur verið fram á að séu rangar og fela í sér alvarlega atlögu að starfsheiðri og æru Aðalsteins. Það er röng ályktun að hann skuli hafa aukið svigrúm til slíkrar tjáningar fyrir þær sakir einar að hann heldur úti bloggi. Blogg er ekki sjálfkrafa blaðamennska þó svo að sá sem það skrifar kalli sig blaðamann eða hafi lært blaðamennsku. Blaðamaður vinnur samkvæmt siðareglum blaðamanna og í þágu almennings. Þá ber að nefna að Landsréttur komst að þveröfugri niðurstöðu í máli gegn Fréttablaðinu árið 2019 þar sem fram kom í rökstuðningi Landsréttar að skort hafi á að uppfylltar væru kröfur um hlutlæg og nákvæm vinnubrögð blaðamannsins, sem leiddi til þess að ummæli töldust ósönnnuð og ærumeiðandi. Þessi krafa er hins vegar ekki gerð á Pál, þótt verið sé að veita honum rýmkað tjáningarfrelsi. Dómstólar hafa við úrlausn meiðyrðamála gert ríkar kröfur á blaðamenn um hlutlæg og nákvæm vinnubrögð og gert kröfu um að þeir sýni fram á að ummæli hafi stuðst við áreiðanleg gögn og upplýsingar. Það þurfti Páll ekki að gera, samkvæmt dómnum. Reyndar virðist dómurinn taka undir það að einhverju leyti að Páll hafi með ummælum sínum skaðað mannorð Aðalsteins — skaðinn hafi hins vegar ekki verið „að því marki að hann hafi með þeim bakað sér skyldu til greiðslu miskabóta honum til handa“. Landsréttur snýr þannig á haus meiðyrðalöggjöfinni og vernd tjáningarfrelsis sem hefur meðal annars þann tilgang að vernda blaðamenn fyrir óréttlátum árásum sem hafa það að markmiði að hafa af þeim mannorðið. Sem er nákvæmlega það sem Páll stefndi að — og getur nú haldið áfram við — með stuðningi Landsréttar. Dómurinn þrengir að réttindum blaðamanna Þá má í þessu samhengi benda á að hinum ærumeiðandi ummælum Páls um Aðalstein, Þórð og Arnar Þór var ekki aðeins ætlað að draga úr trúverðugleika blaðamannanna og umfjöllunar þeirra og leiða athygli almennings frá háttsemi Samherja heldur voru ummæli Páls til þess fallin að fæla aðra blaðamenn frá því að fjalla um mál tengd Samherja. Fyrir vikið voru ummælin miklu frekar þess valdandi að draga úr fremur en stuðla að umræðu um samfélagslega mikilvæg málefni. Þar af leiðandi veikir þessi dómur frekar en styrkir stöðu blaðamanna við umfjöllun þeirra um samfélagslega mikilvæg mál — og þar með lýðræðislegt hlutverk blaðamanna. Af því leiðir að raunverulegt fordæmisgildi dómsins er fremur til þess fallið að þrengja að réttindum blaðamanna á Íslandi en rýmka þau. Þótt niðurstaða dómsins sé að formi til sú að tjáningarfrelsið hafi í þessu tilviki vegið þyngra en friðhelgi einkalífs er niðurstaða dómsins efnislega sú að heimilt hafi verið að veitast opinberlega að blaðamönnum vegna fréttaskrifa þeirra með ósönnuðum staðhæfingum um alvarlega refsiverða háttsemi af þeirra hálfu. Efnislega felur dómurinn því í sér að heimilt sé að bregðast við réttmætri umfjöllun blaðamanna, um samfélagslega mikilvæg málefni sem byggð er á traustum heimildum, með alvarlegum og órökstuddum árásum á orðspor þeirra og starfsheiður. Slíkar árásir eru ekki aðeins til þess fallnar að fæla blaðamenn frá því að fjalla um mál þar sem búast má við viðbrögðum sem þessum heldur jafnframt til þess fallnar að draga úr trúverðugleika blaðamanna og fjölmiðla almennt og beina athygli frá efni fjölmiðlaumfjöllunar og að persónum þeirra blaðamanna sem í hlut eiga. Fordæmi þess efnis að viðbrögð af þessu tagi við störfum blaðamanna séu lögmæt er ekki til þess fallið að tryggja tjáningarfrelsi blaðamanna heldur þvert á móti til þess fallið að draga úr því og með því grafa undan blaðamennsku og lýðræði. Það er grundvallaratriði fyrir stöðu blaðamanna, og þar með lýðræðis í landinu, að Hæstiréttur taki þetta mál fyrir og skeri úr um það hvort blaðamenn njóti ekki lengur verndar gegn upplognum árásum sem ætlað er að grafa undan trúverðugleika þeirra og starfsheiðri. Ef Hæstiréttur gerir það ekki þá þarf að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Svo miklir hagsmunir eru í húfi - fyrir alla blaðamenn - en ekki síður almenning. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun