Fótbolti

Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Nico Williams verður áfram hjá Athletic Club.
Nico Williams verður áfram hjá Athletic Club. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images

Nico Williams hefur hafnað boði um að ganga til liðs við Barcelona og skrifað undir tíu ára langan samning við uppeldisfélagið Athletic Club í spænsku úrvalsdeildinni. Williams var efins um að Barcelona gæti skráð hann í leikmannahópinn.

Williams greindi sjálfur frá ákvörðuninni með myndbandi á Instagram þar sem hann skrifar undir nýja samninginn og segist vera þar sem hann vilji vera, með fjölskyldu sinni.

Barcelona var tilbúið að kaupa Nico Williams og bauð Athletic að borga klásúluverðið sem var í gamla samningnum hans, 58 milljónir evra.

Williams var hins vegar efins um að Barcelona gæti skráð hann í leikmannahópinn, hann vildi ekki lenda í því sama og Dani Olmo fyrir ári síðan, samkvæmt Marca.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×