Fótbolti

Byrjunar­liðið gegn Sviss: Fyrir­liðinn með eftir veikindin

Sindri Sverrisson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir gat æft að nýju í gær eftir veikindi sín og er í byrjunarliðinu í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir gat æft að nýju í gær eftir veikindi sín og er í byrjunarliðinu í kvöld. vísir/Anton

Nú er búið að tilkynna byrjunarlið Íslands í stórleiknum gegn Sviss á EM kvenna í fótbolta í kvöld. Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur hrist af sér veikindin og byrjar leikinn.

Leikur Íslands og Sviss hefst í Bern klukkan 19 að íslenskum tíma, eða 21 að staðartíma, og er uppselt á Wankdorf-leikvanginn sem rúmar 29.800 manns.

Tvær breytingar eru gerðar á byrjunarliði Íslands frá 1-0 tapinu gegn Finnlandi á miðvikudaginn. Hildur Antonsdóttir fékk rautt spjald í þeim leik og tekur því út leikbann í kvöld en má spila gegn Noregi á fimmtudaginn. Inn í stað Hildar á miðjuna kemur Dagný Brynjarsdóttir sem spilar sinn 121.A-landsleik í kvöld. 

Þá kemur Agla María Albertsdóttir inn á hægri kantinn í stað Hlínar Eiríksdóttur

Byrjunarlið Íslands gegn Sviss:

Markvörður: Cecilía Rán Rúnarsdóttir.

Vörn: Guðný Árnadóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Guðrún Arnardóttir.

Miðja: Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.

Sókn: Agla María Albertsdóttir, Sandra María Jessen, Sveindís Jane Jónsdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×