Fótbolti

Blikarnir í beinni frá Albaníu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Breiðablik hefur Evrópuævintýri sitt á morgun.
Breiðablik hefur Evrópuævintýri sitt á morgun. vísir/diego

Breiðablik hefur leik í forkeppni Meistaradeildarinnar annað kvöld og leikur liðsins verður í beinni á Sýn Sport.

Liðið spilar þá við albanska félagið Egnatia ytra. Leikurinn hefst 19.00 en útsending hefst tíu mínútum fyrr.

Egnatia hefur unnið albönsku deildina síðustu tvö ár og teflir fram sterku liði. Liðið spilar á 4.000 manna velli þar sem búast má við mikilli stemningu.

Síðari leikur liðanna fer svo fram þriðjudaginn 15. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×