Fótbolti

Vörn Grinda­víkur á­fram hrip­lek

Siggeir Ævarsson skrifar
Úr fyrsta heimaleik Grindavíkur í sumar
Úr fyrsta heimaleik Grindavíkur í sumar Vísir/Hulda Margrét

Hvorki gengur né rekur hjá Grindvíkingum í Lengjudeild karla þessa dagana en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð þegar Keflvíkingar komu í heimsókn.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í 1-0 með marki frá Breka Þór Hermannssyni á 14. mínútu. Grindavík hefur því skorað mark í hverjum einasta leik í sumar, en að sama skapi hafði liðið aldrei haldið hreinu fyrir leikinn í kvöld og á því varð engin breyting að þessu sinni.

Kári Sigfússon jafnaði metin á 31. mínútu og fjórum mínum síðar kom Marin Mudrazija gestunum yfir. Keflvíkingar bættu svo tveimur mörkum við í seinni hálfleik en fjórða markið var mögulega sjálfsmark Matias Niemela, markvarðar Grindavíkur, sem hefur nú fengið 19 mörk á sig í síðustu fjórum leikjum liðsins.

Lokatölur í Grindavík 1-4 og Grindvíkingar að sogast hratt niður í fallbaráttuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×