Fótbolti

Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hár­greiðsla

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fjölnismenn voru að vana glæsilegir og vel greiddir. 
Fjölnismenn voru að vana glæsilegir og vel greiddir.  vísir / skjáskot

N1 mótið fór fram í veðurblíðu á Akureyri um síðustu helgi. Yfir tvö þúsund keppendur í meira en tvö hundruð liðum léku listir sínar og fleiri þúsund fjölskyldumeðlimir klöppuðu fyrir þeim á hliðarlínunni. Sumarmótaþáttinn um N1 mótið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sumarmótin: N1 mótið

Stefán Árni Pálsson ræddi við mann og annan á mótinu sem var haldið í 39. sinn. Meðal annars hitti hann keppendur sem þurftu að sofa á sprungnum vindsængum, keppendur sem klæddu sig í heimasaumaðan lukkutrölls-ljónabúning og keppanda sem var búinn að láta klippa hárið eins og hinn brasilíski Ronaldo.

Þáttinn má sjá í spilaranum að ofan en einnig á streymisveitunni Sýn+.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×