Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:03 Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga: 1. Það er í höndum hvers forseta eða varaforseta sem situr í forsetastól hverju sinni að stýra fundi og eftir atvikum að slíta fundi. 2. Þann 6. júní tók forseti Alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir, starfsáætlun þingsins úr sambandi. Fram að því hafði lengd funda verið með hefðbundnu sniði, eða til kl. 20 nema að greitt hafi verið atkvæði um annað (á þriðjudögum er þó heimild til að halda þingfundi til miðnættis án sérstakrar atkvæðagreiðslu). 3. Í vinnureglum forseta Alþingis við stjórn þingfunda er skýrt kveðið á um að forsetar skuli huga að því hvenær sé heppilegt að slíta fundi svo honum sé lokið fyrir settan tíma. Þarf þá að gera ráð fyrir þeim tíma sem það tæki síðasta ræðumann að fullnýta ræðutíma sinn og að hann fái full andsvör – áður en að þingfundi skal ljúka. 4. Eftir að starfsáætlun er tekin úr sambandi er forseta þingsins frjálst að ráða lengd þingfunda, án þess að fá til þess sérstaka heimild. Vegna þessa hafa verið haldnir þingfundir inn í nóttina, á laugardögum og nær fordæmalaus fundur haldinn á sunnudegi – allt undantekningar frá þingskapavenjum. 5. Það er venja og hefð fyrir því að varaforsetar minni hlutans manni ekki vaktir í forsetastól eftir miðnætti þegar starfsáætlun hefur verið slitin úr sambandi. 6. Forseti Alþingis hefur ekki boðað fund í forsætisnefnd síðan 1. júlí. Þá hafði hún ekki deilt því með varaforsetum minni hlutans hve lengi hún hefur ætlað að halda þingfundi inn í nóttina. 7. Þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hafði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. 8. Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi. 9. Ákvörðun Hildar um að slíta þingfundi var því í fullu samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því er ekki við hana að sakast í því máli. Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð. Höfundur er 1. varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun