Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson og Svanborg R. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 09:32 Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar ríkið og stofnanir þess gera sig sekar um að beita valdi sínu gegn náttúrunni og þeim sem reyna að verja hana, þá erum við ekki lengur að tala um venjubundið ferli í lýðræðisríki. Þá er farið að skyggja á sjálft grundvallarmarkmið stjórnsýslu – að þjóna fólkinu og vernda þau verðmæti sem ekki verða endursköpuð. Dæmið um Hvammsvirkjun dregur upp mynd af stjórnsýslu sem virðist líta á náttúruvernd sem fyrirstöðu fremur en skyldu. Þegar landeigendur kæra framkvæmd en fá ekki að sjá málið klárað með eðlilegri málsmeðferð áður en framkvæmdaleyfi er veitt á ný, og þegar ráðherra sem ber ábyrgð á bæði orkumálum og náttúruvernd bætir við lögum sem grafa undan réttindum náttúrunnar, þá er eitthvað bogið við stjórnsýsluna. Þetta er ekki bara spurning um Þjórsá eða eitt virkjunarverkefni. Þetta er spurning um grundvallarhugsun: hver á rödd í samfélaginu? Ef náttúran getur ekki talað, og þeir sem reyna að tala fyrir hennar hönd eru kerfisbundið þaggaðir, þá eru lögin ekki lengur hlutlaus. Þá vinna þau með ofbeldisvaldi, gegn jafnrétti. Lýðræðið byggir á því að allir hafi rétt til þátttöku, líka þegar þeir sem eru í minnihluta, líka þegar þeir eru ósammála og sérstaklega þegar þeir minna á það sem við gleymum of oft: að náttúran hefur sitt eigið réttmæti, ekki bara nytsemi. Hvammsvirkjun er prófsteinn, ekki bara á stjórnsýslu Íslands heldur á siðferði okkar allra. Hvernig bregðumst við við þegar valdið spyr ekki lengur „hvað er rétt?“ heldur „hvað komumst við upp með?“ Ber yfirvöldum og Landsvirkjun að fara að lögum eða eru þau stikkfrí? Á að ríkja hér Trumpismi í umhverfismálum þar sem lög eru ýmist brotin og lögum er breytt eftir hagsmunum græðgi- og gróðasjónarmiða? Það er eins og að það hafi verið settur úlfur í sauðargæru sem „umhverfisráðherra". Hann telur vondar fréttir vera góðar enda virðist hann lítið spá í verndun umhverfisins. Mér finnst stórundarlegt að hann komi úr röðum Samfylkingarfólks Samfylkingin - en kannski er flokkurinn enginn málsvari umhverfisverndar og siglir undir fölskum flöggum sjálfbærni? Orkuskortur er ekki vandamálið eins og klifað er á — forgangsröðunin er það. Við búum á landi þar sem meira rafmagn er framleitt á hvern íbúa en nánast nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Samt er talað um „orkuskort" í umræðunni eins og við séum á barmi neyðar. Það er ekki rétt. Raforkan okkar fer að mestu til stóriðju, stórnotenda sem borga minna en almenningur og fá forgang í framkvæmdum. Á meðan eru náttúruverndarlög veikluð, framkvæmdaleyfi endurvakin þrátt fyrir lögbrot og stjórnvöld keyra virkjanafyrirætlanir áfram með lagaumhverfi sem sífellt er gert óhagstæðara fyrir náttúruna en þægilegra fyrir fjárfesta. Við þurfum að svara stóru spurningunni: Til hvers og hvers vegna framleiðum við svona mikið rafmagn? Hver ætti að njóta þess? Ætlum við virkilega að fórna ósnortinni náttúru fyrir rafmagn sem við þurfum ekki sjálf, heldur til að selja öðrum? Við eigum ekki að þurfa að velja milli náttúru og rafmagns. Við eigum nóg rafmagn. Það sem vantar er pólitísk kjarkur til að forgangsraða almannahagsmunum, náttúru, heimilum og komandi kynslóðum, framar hagnaði stórnotenda, með öðrum orðum hugsa um sjálfbærni til framtíðar. Nú er tíminn til að standa með náttúrunni. Því ef við gerum það ekki, hver gerir það þá? Höfundar eru íbúar á Stóra-Núpi.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun