Bylgjulestin mætir á Kótelettuna Bylgjulestin 11. júlí 2025 13:05 Bragi Guðmunds og Kristín Ruth Jónsdóttir sjá um Bylgjulestina næsta laugardag en þá skella þau sér á Kótelettuna á Selfossi sem er ein stærsta grillveisla og tónlistarhátíð landsins. Bylgjulestin mætir á fjölskyldu- og bæjarhátíðina Kótelettuna á Selfossi á laugardag. Það verður mikið fjör í bænum þessa helgi enda hefur hátíðin fest sig í sessi sem ein stærsta grillveisla og tónlistarhátíð landsins. Að venju verður Bylgjulestin í beinni milli kl. 12 og 16 á laugardag en það eru þau Kristín Ruth Jónsdóttir og Bragi Guðmunds sem sjá um vaktina þann daginn. „Við erum mjög spennt að fara á Selfoss enda er spáð góðu veðri og búast má við miklum fjölda fólks í bænum þessa helgi,“ segir Kristín Ruth. „Það verður boðið upp á þéttan þátt og verður gestkvæmt hjá okkur eins og venjulega. Við höldum að sjálfsögðu áfram að gefa flotta Bylgju poka ásamt vinningum frá fyrirtækjum á Selfossi.“ Það var mikið fjör í bænum þegar Bylgjulestin heimsótti Selfoss síðasta sumar. Kótelettan verður haldin í Sigtúnsgarði og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13. Þar verður tívolí, útimarkaður, stóra grillsýningin verður á sínum stað og boðið verður upp á barnaskemmtun á sviði þar sem fram koma m.a. Lára og Ljónsi, íþróttaálfurinn og Solla stirða, Væb, Húbba búbba, BMX brós og margt fleira skemmtilegt. Lukkuhjól 7up pink og Bylgjunnar verður einnig á sínum stað. Tónleikadagskráin í ár er glæsileg að vanda. Hér má sjá Steinda Junior og Audda Blö skemmta gestum á síðasta ári.Mynd/Mummi Lú. Í ár fagnar Kótelettan fimmtán ára afmæli en hún var fyrst haldin árið 2009. Hátíðin er ein stærsta grillveisla landsins en þar er lögð áhersla á kjötmeti og allt sem fylgir því að grilla góðan íslenskan mat. Á föstudags- og laugardagskvöldinu er boðið upp á glæsilega tónlistarveislu þar sem fram koma m.a. Bríet, Helgi Björns, Herra Hnetusmjör, XXX Rottweiler hundar, Aron Can, Stuðlabandið, Páll Óskar, Birnir og Klara Einars. Gestir Kótelettunnar geta skoðað öll bestu grillin á markaðnum og smakkað á gómsætu kjöti, grænmeti og sósum. Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar verða með í för. Sjóvá og Samgöngustofa munu fjalla um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar verða með iKamper vagn til sýnis, 7up Zero gefur gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja verður með bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni verða að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varningi frá Bylgjunni. Næstu áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar: 19. júlí Hljómskálagarðurinn 26. júlí Vaglaskógur Bylgjan Bylgjulestin Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
Að venju verður Bylgjulestin í beinni milli kl. 12 og 16 á laugardag en það eru þau Kristín Ruth Jónsdóttir og Bragi Guðmunds sem sjá um vaktina þann daginn. „Við erum mjög spennt að fara á Selfoss enda er spáð góðu veðri og búast má við miklum fjölda fólks í bænum þessa helgi,“ segir Kristín Ruth. „Það verður boðið upp á þéttan þátt og verður gestkvæmt hjá okkur eins og venjulega. Við höldum að sjálfsögðu áfram að gefa flotta Bylgju poka ásamt vinningum frá fyrirtækjum á Selfossi.“ Það var mikið fjör í bænum þegar Bylgjulestin heimsótti Selfoss síðasta sumar. Kótelettan verður haldin í Sigtúnsgarði og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá frá kl. 13. Þar verður tívolí, útimarkaður, stóra grillsýningin verður á sínum stað og boðið verður upp á barnaskemmtun á sviði þar sem fram koma m.a. Lára og Ljónsi, íþróttaálfurinn og Solla stirða, Væb, Húbba búbba, BMX brós og margt fleira skemmtilegt. Lukkuhjól 7up pink og Bylgjunnar verður einnig á sínum stað. Tónleikadagskráin í ár er glæsileg að vanda. Hér má sjá Steinda Junior og Audda Blö skemmta gestum á síðasta ári.Mynd/Mummi Lú. Í ár fagnar Kótelettan fimmtán ára afmæli en hún var fyrst haldin árið 2009. Hátíðin er ein stærsta grillveisla landsins en þar er lögð áhersla á kjötmeti og allt sem fylgir því að grilla góðan íslenskan mat. Á föstudags- og laugardagskvöldinu er boðið upp á glæsilega tónlistarveislu þar sem fram koma m.a. Bríet, Helgi Björns, Herra Hnetusmjör, XXX Rottweiler hundar, Aron Can, Stuðlabandið, Páll Óskar, Birnir og Klara Einars. Gestir Kótelettunnar geta skoðað öll bestu grillin á markaðnum og smakkað á gómsætu kjöti, grænmeti og sósum. Samstarfsaðilar Bylgjulestarinnar verða með í för. Sjóvá og Samgöngustofa munu fjalla um umferðaröryggi, Topptjöld og vagnar verða með iKamper vagn til sýnis, 7up Zero gefur gestum frískandi drykki, bílaumboðið Askja verður með bílasýningu og gjafapokarnir frá Bylgjunni verða að sjálfsögðu á sínum stað með 7up Zero pink, nammi frá Danól og varningi frá Bylgjunni. Næstu áfangastaðir Bylgjulestarinnar í sumar: 19. júlí Hljómskálagarðurinn 26. júlí Vaglaskógur
Bylgjan Bylgjulestin Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira