Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar 12. júlí 2025 10:01 Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vöruskemma við Álfabakka Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vill byrja á að segja frá því að ég vinn í Árbænum og þar sem ég hef áður treyst á einkabílinn þá er mjög takmarkað hversu mikið það er hægt að líta í kringum sig og ekki haft augun á veginum. Núna er ég hins vegar kominn í strætó til þess að komast á milli staða. Ég tek strætó númer 24 sem fer framhjá Álfabakka 2. Þá get ég loksins litið í kringum og hef ég tekið eftir hlutum sem ég áður sá ekki eða leyfði mér ekki að sjá. Þar sem ég hef skrifað áður um skaðsemi kapitalismanns á lýðheilsu almennings hvað varðar mat, þá finnst mér ég knúinn tala um sjónmengun, andlegt niðurrif, samfélagslega tortryggni í formi græns vöruhús. Hvernig stendur á því að við sem Íslendingar eigum að vera stolt sem þjóð, af okkar menningu og okkar fána þegar að ákveðnir aðilar fundust það vera rosalega góð hugmynd að reisa þetta virki? Hrikalega ljótt vöruhús inn í hjarta íbúðarhúsahverfis sem lítur út eins og risastór stór mygla sem skyggir á glugga þeirra sem búa við hlið þess og er núna orðin einhver mesta sjónmengun inn í íslenskt samfélag. Erum við virkilega orðin svona súr af völdum peninga að í staðinn fyrir að byggja upp falleg hverfi, fyrir fólk til þess að njóta, með fallegum byggingum, görðum og leikvöllum sem lifna við seint á sumrin eftir harðan vetur þá byggjum við eftir hugarheim moldríka hagsmunaaðila? Eru íbúar ekki hagsmunaaðilar? Í staðinn fyrir fyrir barn á hjóli þá er vörubíll, í staðinn fyrir leikvöll eru risastór grænn veggur, í staðinn fyrir gróður er malbik. Hvað segir það um forgangsröðun okkar þegar við veljum að reisa vöruhús, köld, líflaus og lituð í einhverjum gervi umhverfisvænum grænum lit, þar sem við getum skapað garða, leiksvæði, kaffihús, og mannleg rými? Þetta vöruhús er ekki bara ljót bygging sem skyggir á hamingju íbúanna og allra í kring. Hún er tákn um hversu langt við höfum komist í efnahagslegri tækni og hagkvæmni, en jafnframt hversu langt aftur við höfum dregist úr í mennsku, fegurðarskyni og sálrænu frelsi. Þegar byggingar eru eingöngu hannaðar af verkfræðingum með það að markmiði að hámarka pláss og lækka kostnað, en ekki af arkitektum sem elska fagurfræði og vilja skapa rými sem tala við hjartað þá byggjum við ekki lengur fyrir fólk, heldur fyrir vörur. Við horfum undan því að borgin á að nærast á fegurð, á samveru og á hlýju, enn í staðinn fyrir hlýju og samveru þá erum við með vöruhús sem færir okkur pening. Með öðrum orðum er verið að selja hlýjuna og samveruna fyrir grænt vöruhús. Þeir sem tapa mest á því fá ekkert af sölunni, þeir sem græða mest þurfa aldrei að sjá þetta hús. Þegar efnahagslegur gróði verður mikilvægari en manneskja, þá sjáum við akkúrat það sem er í gangi dag í vestrænu samfélagi, sem er aukandi líkamlegt og andlegt ójafnvægi á samfélagslegum grundvelli. Við gætum verið að búa til uppbyggjandi hverfi, þar sem arkitektúrinn hvetur til samtals, þar sem götur verða að vettvangi leiks og lífs, þar sem hverfið umlykur íbúa, en vinnur ekki á móti þeim. En í staðinn byggjum við til þess að umlykja vörur með stórum ál og járn veggjum fyrir efnahagslegan gróða en samfélagslegt niðurrif. Kannski þurfum við öll að taka strætó oftar. Ekki bara til að minnka umhverfisspor, heldur til að sjá hvað við erum að gera við þetta land. Land sem á að vera fyrir okkur öll, með það markmið að leiðarljósi að “hér viljum við vera”. Í hvert skipti sem ég fer framhjá þessu húsi þá fæ ég sama óbragð í munninn, alveg eins og þegar ég smakkaði súran hval í fyrsta skipti. Sem betur fer smakkaði ég hann bara einu sinni en íbúar þessa hverfist þurfa hins vegar að sjá þetta hús á hverjum einasta degi sem raunverulega brýtur í mér hjartað. Ég legg til að þetta hús verður rifið og eitthvað verulega fallegt og vel skipulagt rými kemur þarna í staðinn. Ég legg líka til að við stöndum saman sem samfélag um réttindi allra í landinu og stöndum vörð um okkar sálræna frelsi. Höfundur er starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun