Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 20:11 Heimir Guðjónsson var ánægður með ýmislegt í stórsigrinum á KA í dag. Vísir / Erni Eyjólfsson Heimir Guðjónsson þjálfari FH í Bestu deild karla gat leyft sér að vera ánægður með margt í leik hans manna í dag þegar þeir rúlluðu upp KA 5-0. Hann gat líka leyft sér að brýna það að ekkert er í hendi þó að liðið hafi slitið sig örlítið frá botnpakkanum í dag. Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“ FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Heimir var spurður að því fyrst og fremst hvað hann var ánægðastur með eftir þennan sannfærandi sigur. „Ég er bara ánægður með FH liðið í dag. Það var reyndar í fyrri hálfleik þannig að KA var með leikplanið að vera með boltann í háloftunum, vinna seinni boltann og þannig hægja á leiknum. Við duttum dálítið í þá gryfju að láta þá svæfa okkur en komumst verðskuldað yfir. 2-0 í hálfleik og þá breyttu þeir í 4-1-4-1 og það tók okkur smá tíma að átta okkur á því en þegar það kom þá fengum við möguleikana, eins og Kjartan Kári og fleiri. Fínn sigur og við höldum áfram.“ FH-ingar voru harðir í horn að taka, var Heimir ánægður með hugarfarið sem hans menn sýndu í dag? „Já hugarfarið var mjög gott. Þegar hugarfarið er til staðar hjá okkur og menn eru að hjálpa hvorum öðrum inn á vellinum þá gerast góðir hlutir. Við líka spiluðum oft mjög fínan fótbolta og skoruðum fimm mörk á heimavelli.“ „Ég vil líka segja það að fólkið, stuðningsmenn FH, hafa verið ótrúlega duglegir að styðja okkur í sumar. Við höfum fengið mikinn og góðan stuðninga. Það er frábært og hjálpar leikmönnunum.“ Hvað gefur svona sigur FH? „Vonandi hjálpar þetta okkur eitthvað áfram en það eru tvær vikur í næsta leik. Við þurfum að slaka aðeins á, æfa svo vel og vera klárir þegar þetta byrjar aftur. Við þurfum að byggja ofan á þetta. Við áttum ágætis leik á móti Stjörnunni, náðum að fylgja því eftir í dag en við höfum ekki oft náð því og reyna að búa til einhvern stöðugleika.“ Grétar Snær Gunnarsson og Böðvar Böðvarsson þurftu frá að hverfa í dag sökum meiðsla. Gat Heimir fært einhverjar fréttir af þeim tveimur? „Nei, Grétar fékk höfuðhögg en ég held að hann sé fínn. Böðvar fékk slink á hnéið og við vildum ekki taka neina sénsa. Ég held að þeir verði klárir í næsta leik.“ Með sigrinum fara FH-ingar upp í sjöunda sæti með 18 stig og slíta sig örlítið frá botninum. Það hlýtur að var smá léttir? „Já já, þetta hefur þannig hjá okkur að við höfum náð að slíta okkur frá botnsætunum og svo höfum við skitið í deigið og farið þangað aftur. Ok. Náðum einum sigri í dag og eins og ég sagði þá verðum við að halda áfram og finna einhvern smá stöðugleika. Ef við náum því þá erum við í góðum málum.“
FH Besta deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði Sjá meira
Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. 13. júlí 2025 18:26