Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar 18. júlí 2025 10:31 Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands Skoðun Skoðun Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega heyrist: Fiskurinn í sjónum er sameign þjóðarinnar. Því þarf útgerðin að greiða sérstakt veiðigjald. Sanngjarnt og hóflegt. En er það svo? Og af hverju virðist þetta „sanngirni“-tal alltaf beinast að úgerðinni einni saman? Fleiri atvinnugreinar en sjávarútvegurinn nota margvíslegar auðlindir sem kalla má sameign þjóðarinnar, t.d. bændur og bjórframleiðendur. Horfum á staðreyndir: Útgerð sem kaupir kvóta borgar oft gríðarlegar upphæðir fyrir réttinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þessi kvóti er keyptur á markaði, framseljanlegur, veðsetjanlegur og erfanlegur. Eignarrétturinn er því alveg skýr, þótt hann sé kallaður „leyfi“ í lagatexta. Samt þarf sú sama útgerð að greiða sérstakt veiðigjald árlega, sem ríkið innheimtir „fyrir hönd þjóðarinnar“. Fyrir hvað? Fyrir fisk sem útgerðin hefur þegar greitt fyrir! Á að skattleggja allt landið? En tökum aðrar auðlindir til samanburðar. Segjum að maður kaupi land með góðri malarnámu. Hann fær leyfi, fylgir reglum, vinnur möl og selur hana í vegagerð. Er hann rukkaður um sérstakt „malarvinnslugjald“ af ríkinu? Nei. Hann greiðir tekjuskatt af hagnaðinum, eins og aðrir, og má svo eiga afraksturinn í friði. Því er von að spurt sé: Er ekki verið að mismuna eftir atvinnugreinum? Ef við segjum að fiskur sé „sameign þjóðarinnar“ og notum það sem rök fyrir veiðigjaldi, ætti hið sama ekki að gilda um möl, grjót, bláber, jarðhita, hey og hesta – og hverja þá náttúruafurð sem hægt er að vinna verðmæti úr? Sé stemning fyrir slíkri allsherjarskattlagningu, skulum við átta okkur á einu. Hún mun fela í sér auknar álögur á almenning og hærra vöruverðs auk þess sem hvati til fjárfestinga og verðmætasköpunar mun minnka til muna. Hagkerfið mun skreppa saman og allir tapa. Höfundur er kennari
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun