Skoðun

Kæru val­kyrjur, hatrið sigraði lík­lega í þetta skiptið

Arnar Laxdal skrifar

Ég skil ekki hækkun á veiðigjöldum, sem eru óréttmæt og skaðleg. Þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn, sem er grunnstoð í okkar samfélagi, er ekki aðeins rangur heldur einnig hættulegur fyrir framtíð okkar. Það er ótrúlegt að sjá hvernig veruleikafirring hefur leitt til þess að sjávarútvegurinn, sem er fjölbreytt og mikilvæg atvinnugrein, er settur í stórhættu.

Mér finnst gott að strandveiðar fái jákvætt viðmót, en ég skil ekki af hverju ekki allur annar sjávarútvegur hljóti það sama. Ég vil að allur sjávarútvegur blómstri, þar með öll kerfi, þar á meðal strandveiðar, og fái sanngjarna meðferð. Hatrið og heiftin gagnvart 3-4 einstaklingum er ekki sanngjörn, og þessar gjöld munu bitna á samfélögum okkar, þar sem 70-80 þúsund íbúar treysta á atvinnugreinina. Það er ekki hægt að leyfa að hatrið á þessum fáu einstaklingum skaði heildina.

Það er á ábyrgð ykkar að sjá til þess að þessi óréttlætisverk verði leiðrétt. Við verðum að standa saman og tryggja að sjávarútvegurinn verði ekki fórnarlamb skammsýni og haturs.

Ykkar skilda er að vernda atvinnugreinina sem er svo mikilvæg fyrir okkar framtíð. Við þurfum ykkar stuðning til að snúa þessu við.

Burt með svona hatursrugl á ákveðnum hópum, spilið leikin skynsamlega fyrir land og þjóð.

Höfundur er trillukarl 




Skoðun

Sjá meira


×