Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 06:31 Ryan Peake fagnar sigri á Opna nýsjálenska mótinu sem tryggði honum þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu í golfi. Getty/Hannah Peters Þeir koma víða að kylfingarnir sem keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun og verður í beinni á Sýn Sport. Þetta er fjórða og síðasta risamót ársins en Mastermótið fór fram í apríl, PGA meistaramótið í maí og Opna bandaríska meistaramótið í júní. Meðal keppenda er dæmdur ofbeldismaður sem var hluti af hjólaglæpagengi þegar hann var ungur maður. Ástralinn Ryan Peake á þessu mjög sérstöku fortíð fyrir atvinnukylfing. He was a prodigy. Then he joined a biker gang, quit golf and spent 5 years in a supermax prison for assault. Now he’s playing in the Open Championship at Royal Portrush. Meet Ryan Peake, one of the most unlikely stories you will hear https://t.co/bcVNVMF23O— Joel Beall (@JoelMBeall) July 7, 2025 Hann tryggði sér þátttökurétt á Opna breska í ár með því að vinna Opna nýsjálenska mótið í mars. Peake var mjög efnilegur kylfingur frá Perth í Ástralíu sem gerist atvinnumaður nítján ára gamall. Tveimur árum seinna var hann kominn í rugl, lítið gekk í golfinu og hann gerðist 21 árs gamall meðlimur í mótorhjólagenginu Rebels. Hafði áhuga á þessum heimi „Þaðan sem ég kem var ekkert óvenjulegt að hanga með slíkum hópum og vera þar með vinum sínum. Ég naut þess og hafði áhuga á þessum heimi. Ég fann þar eitthvað sem ég fann hvergi annars staðar,“ sagði Ryan Peake, þegar BBC spurði hann um hvernig efnilegur kylfingur endar í slíkum félagsskap. Mótorhjólið var áhugamál hjá Peake en það endaði ekki vel. Hann endaði á því að fá fimm ára fangelsis dóm fyrir líkamsárás. Hann segir að sá hinn sama hafi verið að hóta honum og félögum hans. Hann hafði hótað okkur „Við fórum bara til að taka á því en ef ég er hreinskilinn þá átti þetta að sjálfsögðu ekki að enda svona,“ sagði Peake. „Við ætluðum bara að ræða við viðkomandi og gefa honum nokkur högg í leiðinni. Hann hafði hótað okkur og var síðan vopnaður og allt fór á versta veg,“ sagði Peake. The story of how Australian golfer Ryan Peake got to Portrush is inspiring.🎥 https://t.co/94lkspeT88 pic.twitter.com/w1mxThTcdo— Golf Channel (@GolfChannel) July 16, 2025 Peake nýtti tímann í fangelsinu í endurhæfingu og fékk hjálp frá reyndum áströlskum þjálfara, Ritchie Smith. Ritchie Smith trúði því að Peake ætti möguleika á því að koma sér aftur inn í golfið. „Hann þjálfar menn sem vinna risamót. Hann þjálfara þá bestu í heimi. Hann mun ekki eyða tíma í einhvern sem hann hefur ekki trú á. Það fékk mig til að trú því að þetta væri hægt,“ sagði Peake. Þetta er bara ég „Ég lét vaða en átti auðvitað ekki von á því að ég kæmist svona langt. Nú vil ég komast enn lengra,“ sagði Peake. Hann varð aftur atvinnumaður árið 2022 en stærsta stundin var síðan í mars þegar hann vann Opna nýsjálenska meistaramótið. Árangur hans vakti líka athygli á fortíðinni og Peake ákvað að vera alveg hreinskilinn með hana. „Þetta er bara ég. Ég komst líka út úr mótorhjólagenginu með því að vera hreinskilinn. Svona er bara mín saga og ég skammast mín ekkert fyrir hana. Þetta er eitthvað sem ég gerði og ég hef tekið út mína refsingu,“ sagði Peake. RYAN PEAKE WINS THE NEW ZEALAND OPEN 🏆#NZOpen pic.twitter.com/jNTwXlQQim— New Zealand Open (@NZOpenGolf) March 2, 2025 Golf Opna breska Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira
Þetta er fjórða og síðasta risamót ársins en Mastermótið fór fram í apríl, PGA meistaramótið í maí og Opna bandaríska meistaramótið í júní. Meðal keppenda er dæmdur ofbeldismaður sem var hluti af hjólaglæpagengi þegar hann var ungur maður. Ástralinn Ryan Peake á þessu mjög sérstöku fortíð fyrir atvinnukylfing. He was a prodigy. Then he joined a biker gang, quit golf and spent 5 years in a supermax prison for assault. Now he’s playing in the Open Championship at Royal Portrush. Meet Ryan Peake, one of the most unlikely stories you will hear https://t.co/bcVNVMF23O— Joel Beall (@JoelMBeall) July 7, 2025 Hann tryggði sér þátttökurétt á Opna breska í ár með því að vinna Opna nýsjálenska mótið í mars. Peake var mjög efnilegur kylfingur frá Perth í Ástralíu sem gerist atvinnumaður nítján ára gamall. Tveimur árum seinna var hann kominn í rugl, lítið gekk í golfinu og hann gerðist 21 árs gamall meðlimur í mótorhjólagenginu Rebels. Hafði áhuga á þessum heimi „Þaðan sem ég kem var ekkert óvenjulegt að hanga með slíkum hópum og vera þar með vinum sínum. Ég naut þess og hafði áhuga á þessum heimi. Ég fann þar eitthvað sem ég fann hvergi annars staðar,“ sagði Ryan Peake, þegar BBC spurði hann um hvernig efnilegur kylfingur endar í slíkum félagsskap. Mótorhjólið var áhugamál hjá Peake en það endaði ekki vel. Hann endaði á því að fá fimm ára fangelsis dóm fyrir líkamsárás. Hann segir að sá hinn sama hafi verið að hóta honum og félögum hans. Hann hafði hótað okkur „Við fórum bara til að taka á því en ef ég er hreinskilinn þá átti þetta að sjálfsögðu ekki að enda svona,“ sagði Peake. „Við ætluðum bara að ræða við viðkomandi og gefa honum nokkur högg í leiðinni. Hann hafði hótað okkur og var síðan vopnaður og allt fór á versta veg,“ sagði Peake. The story of how Australian golfer Ryan Peake got to Portrush is inspiring.🎥 https://t.co/94lkspeT88 pic.twitter.com/w1mxThTcdo— Golf Channel (@GolfChannel) July 16, 2025 Peake nýtti tímann í fangelsinu í endurhæfingu og fékk hjálp frá reyndum áströlskum þjálfara, Ritchie Smith. Ritchie Smith trúði því að Peake ætti möguleika á því að koma sér aftur inn í golfið. „Hann þjálfar menn sem vinna risamót. Hann þjálfara þá bestu í heimi. Hann mun ekki eyða tíma í einhvern sem hann hefur ekki trú á. Það fékk mig til að trú því að þetta væri hægt,“ sagði Peake. Þetta er bara ég „Ég lét vaða en átti auðvitað ekki von á því að ég kæmist svona langt. Nú vil ég komast enn lengra,“ sagði Peake. Hann varð aftur atvinnumaður árið 2022 en stærsta stundin var síðan í mars þegar hann vann Opna nýsjálenska meistaramótið. Árangur hans vakti líka athygli á fortíðinni og Peake ákvað að vera alveg hreinskilinn með hana. „Þetta er bara ég. Ég komst líka út úr mótorhjólagenginu með því að vera hreinskilinn. Svona er bara mín saga og ég skammast mín ekkert fyrir hana. Þetta er eitthvað sem ég gerði og ég hef tekið út mína refsingu,“ sagði Peake. RYAN PEAKE WINS THE NEW ZEALAND OPEN 🏆#NZOpen pic.twitter.com/jNTwXlQQim— New Zealand Open (@NZOpenGolf) March 2, 2025
Golf Opna breska Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjá meira