Fótbolti

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nikolaj Hansen hefur skorað fjögur mörk í tveimur fyrstu Evrópuleikjum Víkinga í sumar.
Nikolaj Hansen hefur skorað fjögur mörk í tveimur fyrstu Evrópuleikjum Víkinga í sumar. Vísir/Ernir

Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Hansen skoraði öll þrjú mörk sín í fyrri hálfleiknum í 8-0 stórsigri Víkings á Malisheva frá Kósóvó.

Með því sló hann met Stevens Lennon yfir flest mörk erlends leikmanns fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hansen hafði reyndar jafnað met Lennon með því að skora sigurmarkið í fyrri leiknum út í Kósóvó.

Hansen sló metið með fyrsta marki sínu og jafnaði síðan met Atla Guðnasonar með því síðasta.

Hansen er nú ásamt Atla sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni eða ellefu talsins.

Hansen hefur skorað þessi 11 mörk í 24 Evrópuleikjum fyrir Víkinga. Þrjú hafa komið í Meistaradeildinni og átta í Sambandsdeildinni.

  • Flest mörk íslensk félög í Evrópukeppnum:
  • Atli Guðnason 11
  • Nikolaj Hansen 11
  • Tryggvi Guðmundsson 10
  • Höskuldur Gunnlaugsson 10
  • Kjartan Henry Finnbogason 8
  • Steven Lennon 8
  • Viktor Karl Einarsson 8
  • Atli Viðar Björnsson 7
  • Emil Atlason 7
  • -
  • Flest mörk erlendra leikmanna fyrir íslensk félög í Evrópukeppnum:
  • Nikolaj Hansen 11
  • Steven Lennon 8
  • Mihajlo Bibercic 6



Fleiri fréttir

Sjá meira


×