Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2025 18:32 Sveitin hefur vakið athygli fyrir afdráttarlausan boðskap sinn fyrir málvernd, samstöðu og gegn heimsvaldastefnu. EPA/Helle Arensbak Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. Meðlimir sveitarinnar og aðrir tónlistarmenn sem tróðu upp á þessari gríðarstóru tónlistarhátíð eru yfirlýstir stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar Palestínumanna og ófeimnir við að viðra skoðanir sínar á framferði ísraelska hersins á Gasaströndinni. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Rannsókn heldur áfram á ummælum annarra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni, fyrst og fremst Bob Vylan sem leiddi kór viðstaddra í níðsöng um ísraelska herinn sem hefur undanfarnar vikur kennt „tæknivillum“ um drónaárásir á borgara þar sem þeir ná sér í vatn í flóttamannabúðum og reifað áætlanir um að safna íbúum Gasasvæðisins saman í búðum. Áætlanir sem margir beggja megin samningaborðsins hafa líkt við gettó nasista. Ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum fyrir ótengt atvik Þann 28. júní síðastliðinn kom rappþríeykið Kneecap fram á einu sviði Glastonbury-hátíðarinnar fyrir tugum þúsunda. Þar hófu þeir að kyrja níðsöngva um ísraelska herinn og forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, fyrir að aðhafast ekki. Einn meðlima sveitarinnar, Liam Óg Ó hAnnaidh, sem gengur undir sviðsnafninu Mo Chara, hefur hins vegar verið ákærður fyrir brot gegn hryðjuverkalögum fyrir að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna alræmdu þegar hann kom fram í Lundúnum síðasta nóvember. Hann segist saklaus vera og fer fyrir dóm í ágúst. Drengirnir í Kneecap greindu sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. Þar sögðu þeir að þeim hefði borist tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að ákæruvaldið hygðist ekki aðhafast neitt frekar. „Við héldum sögulega tónleika á Glastonbury. Öllu svæðinu var lokað klukkutíma fyrr vegna troðnings. Þetta var hátíð ástar og samstöðu. Hafsjór af góðu fólki á heimsins stærstu tónlistarhátíð,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Sönnunargögn ekki næg Þeir segjast vera skotspónn ríkisvaldsins. „Hver einn og einasti sem sá atriðið okkar vissi að engin lög voru brotin, ekki nærrum því. Samt sem áður taldi lögreglan það rétt að tilkynna um það opinberlega að þeir ætluðu að hefja rannsókn. Þetta er pólitískt. Þetta er markvisst. Þetta er hótun af hendi ríkisvaldsins,“ segja þeir. Samkvæmt upplýsingum sem breska miðlinum Guardian bárust frá lögreglunni í Avon- og Somerset-sýslum var rannsókn hafin á ummælum sveitarinnar en að ekki hafi legið næg sönnunargögn fyrir til að höfða mál. Áfram verði haldið að rannsaka ummæli Bob Vylans fyrrnefnds. Fyrr í mánuðinum brást Vylan við ásökunum á hendur sér um gyðingahatur og ofbeldishneigð. Hann sver þær af sér. „Við styðjum ekki útrýmingu gyðinga, Araba eða nokkurs annars kynþáttar eða þjóðarhóps. Við styðjum niðurrif morðóðrar hermaskínu. Maskínu þar sem hermönnum var sagt að beita banvænu valdi að óþörfu gegn saklausum borgurum sem biðu eftir aðstoð. Maskínu sem hefur eyðilagt stóran hluta Gasa.“ Norður-Írland Tónlist Bretland Erlend sakamál Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Meðlimir sveitarinnar og aðrir tónlistarmenn sem tróðu upp á þessari gríðarstóru tónlistarhátíð eru yfirlýstir stuðningsmenn sjálfsákvörðunarréttar Palestínumanna og ófeimnir við að viðra skoðanir sínar á framferði ísraelska hersins á Gasaströndinni. Undirritaður ræddi við meðlimi Kneecap þegar þeir tróðu upp á Gauknum á vegum Iceland Airwaves um árið. Hér að neðan má lesa viðtalið. Rannsókn heldur áfram á ummælum annarra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni, fyrst og fremst Bob Vylan sem leiddi kór viðstaddra í níðsöng um ísraelska herinn sem hefur undanfarnar vikur kennt „tæknivillum“ um drónaárásir á borgara þar sem þeir ná sér í vatn í flóttamannabúðum og reifað áætlanir um að safna íbúum Gasasvæðisins saman í búðum. Áætlanir sem margir beggja megin samningaborðsins hafa líkt við gettó nasista. Ákærður fyrir brot á hryðjuverkalögum fyrir ótengt atvik Þann 28. júní síðastliðinn kom rappþríeykið Kneecap fram á einu sviði Glastonbury-hátíðarinnar fyrir tugum þúsunda. Þar hófu þeir að kyrja níðsöngva um ísraelska herinn og forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, fyrir að aðhafast ekki. Einn meðlima sveitarinnar, Liam Óg Ó hAnnaidh, sem gengur undir sviðsnafninu Mo Chara, hefur hins vegar verið ákærður fyrir brot gegn hryðjuverkalögum fyrir að hafa veifað fána Hezbollah-samtakanna alræmdu þegar hann kom fram í Lundúnum síðasta nóvember. Hann segist saklaus vera og fer fyrir dóm í ágúst. Drengirnir í Kneecap greindu sjálfir frá þessum fréttum á samfélagsmiðlum. Þar sögðu þeir að þeim hefði borist tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að ákæruvaldið hygðist ekki aðhafast neitt frekar. „Við héldum sögulega tónleika á Glastonbury. Öllu svæðinu var lokað klukkutíma fyrr vegna troðnings. Þetta var hátíð ástar og samstöðu. Hafsjór af góðu fólki á heimsins stærstu tónlistarhátíð,“ segir í tilkynningu frá sveitinni. Sönnunargögn ekki næg Þeir segjast vera skotspónn ríkisvaldsins. „Hver einn og einasti sem sá atriðið okkar vissi að engin lög voru brotin, ekki nærrum því. Samt sem áður taldi lögreglan það rétt að tilkynna um það opinberlega að þeir ætluðu að hefja rannsókn. Þetta er pólitískt. Þetta er markvisst. Þetta er hótun af hendi ríkisvaldsins,“ segja þeir. Samkvæmt upplýsingum sem breska miðlinum Guardian bárust frá lögreglunni í Avon- og Somerset-sýslum var rannsókn hafin á ummælum sveitarinnar en að ekki hafi legið næg sönnunargögn fyrir til að höfða mál. Áfram verði haldið að rannsaka ummæli Bob Vylans fyrrnefnds. Fyrr í mánuðinum brást Vylan við ásökunum á hendur sér um gyðingahatur og ofbeldishneigð. Hann sver þær af sér. „Við styðjum ekki útrýmingu gyðinga, Araba eða nokkurs annars kynþáttar eða þjóðarhóps. Við styðjum niðurrif morðóðrar hermaskínu. Maskínu þar sem hermönnum var sagt að beita banvænu valdi að óþörfu gegn saklausum borgurum sem biðu eftir aðstoð. Maskínu sem hefur eyðilagt stóran hluta Gasa.“
Norður-Írland Tónlist Bretland Erlend sakamál Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira