Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:31 Kylfusveinninn Nick Pugh er óhræddur við að fagna góðu gengi með því að hoppa upp í fangið á Lucas Herbert. Getty/Yoshimasa Nakano Ástralski kylfingurinn Lucas Herbert er að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi en kylfusveinninn hans hefur eiginlega vakið enn meiri athygli. Kylfusveinninn heitir Nick Pugh og það efast enginn um að þar sé á ferðinni mikill karakter. Ára Pugh hefur komið honum á flug á samfélagsmiðlum. Hann er með mikið hvítt skegg og sólgleraugu, gengur um í stuttbuxum, með hermannahatt og í hvítum áberandi sokkum. Pugh er mikill reynslubolti, hefur verið kylfusveinn í tíu ár og borið kyflfupokann fyrir menn eins og Johannes Veerman, Jazz Janewattananond og Kurt Kitayama. Hann var fyrst kylfusveinn hjá Herbert árið 2019 og þeir hafa unnið saman með hléum síðan þá. Herbert kallar hann „Pughy“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NuxA2dGGbZk">watch on YouTube</a> Pugh byrjaði að safna skeggi þegar hann hætti að spila sjálfur fyrir tíu árum og fór að vinna sem kylfusveinn. „Pughy og ég vegum hvorn annan upp nokkuð vel. Hann er nákvæmur, skipulagður og smámunasamur en ég er listrænni og læta meira vaða,“ sagði Lucas Herbert um kylfusvein sinn. „Hann kemur auga á lítil atriði sem ég missi af. Þegar ég lendi í trjánum eða þarf á skrýtnu skoti að halfa þá leyfir hann mér að láta vaða. Hann veit að þar er ég á heimavelli,“ sagði Herbert. Herbert lék tvo fyrstu hringina á 146 höggum og náði ekki niðurskurðinum. Við sjáum því ekki meira af hvítskeggjaða kylfusveinum um helgina. Opna breska meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins. Það er í beinni á Sýn Sport 4 alla helgina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dDoeAE7HchI">watch on YouTube</a> Opna breska Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfusveinninn heitir Nick Pugh og það efast enginn um að þar sé á ferðinni mikill karakter. Ára Pugh hefur komið honum á flug á samfélagsmiðlum. Hann er með mikið hvítt skegg og sólgleraugu, gengur um í stuttbuxum, með hermannahatt og í hvítum áberandi sokkum. Pugh er mikill reynslubolti, hefur verið kylfusveinn í tíu ár og borið kyflfupokann fyrir menn eins og Johannes Veerman, Jazz Janewattananond og Kurt Kitayama. Hann var fyrst kylfusveinn hjá Herbert árið 2019 og þeir hafa unnið saman með hléum síðan þá. Herbert kallar hann „Pughy“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NuxA2dGGbZk">watch on YouTube</a> Pugh byrjaði að safna skeggi þegar hann hætti að spila sjálfur fyrir tíu árum og fór að vinna sem kylfusveinn. „Pughy og ég vegum hvorn annan upp nokkuð vel. Hann er nákvæmur, skipulagður og smámunasamur en ég er listrænni og læta meira vaða,“ sagði Lucas Herbert um kylfusvein sinn. „Hann kemur auga á lítil atriði sem ég missi af. Þegar ég lendi í trjánum eða þarf á skrýtnu skoti að halfa þá leyfir hann mér að láta vaða. Hann veit að þar er ég á heimavelli,“ sagði Herbert. Herbert lék tvo fyrstu hringina á 146 höggum og náði ekki niðurskurðinum. Við sjáum því ekki meira af hvítskeggjaða kylfusveinum um helgina. Opna breska meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins. Það er í beinni á Sýn Sport 4 alla helgina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dDoeAE7HchI">watch on YouTube</a>
Opna breska Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira