„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:42 Davíð Smári segir að sínir menn hafi verðskuldað tapið. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira
Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Sjá meira